Skramba slæm byrjun hjá Ólafíu sem söng svo fuglasöng en kom í hús á pari Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 07:32 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á parinu. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er á pari eftir fyrsta hringinn á Bláfjarðamótinu á LPGA-mótaröðinni sem var spilaður í Kína í nótt. Ólafía byrjaði ekki vel því hún fékk skramba, eða tvöfaldan skolla, strax á fyrstu holu þegar að hún lét par fjögur holu á sex höggum. Hún var ekki lengi að bæta upp fyrir það og fékk fugl á annarri holu og var þá einu höggi yfir pari. Hún hélt áfram að syngja fuglasöng þegar að hún bætti við fuglum á áttundu og níundu braut sem og þeirri elleftu en þá var hún komin tvö högg undir parið. Reykvíkingurinn hélt það því miður ekki út því Ólafía fékk tvo skolla í röð á tólftu og þrettándu braut áður en hún paraði svo restina og kom í hús á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún er sem stendur í 34.-40. sæti mótsins en ekki verður skorið niður eftir tvo hringi. Aðstæður voru erfiðar í nótt vegna mikils vinds en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni. Blue Bay Open er fjögurra ára gamalt mót þar sem heildarverðlaunafé er 2,1 milljónir dollara. Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár. Golf Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er á pari eftir fyrsta hringinn á Bláfjarðamótinu á LPGA-mótaröðinni sem var spilaður í Kína í nótt. Ólafía byrjaði ekki vel því hún fékk skramba, eða tvöfaldan skolla, strax á fyrstu holu þegar að hún lét par fjögur holu á sex höggum. Hún var ekki lengi að bæta upp fyrir það og fékk fugl á annarri holu og var þá einu höggi yfir pari. Hún hélt áfram að syngja fuglasöng þegar að hún bætti við fuglum á áttundu og níundu braut sem og þeirri elleftu en þá var hún komin tvö högg undir parið. Reykvíkingurinn hélt það því miður ekki út því Ólafía fékk tvo skolla í röð á tólftu og þrettándu braut áður en hún paraði svo restina og kom í hús á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún er sem stendur í 34.-40. sæti mótsins en ekki verður skorið niður eftir tvo hringi. Aðstæður voru erfiðar í nótt vegna mikils vinds en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni. Blue Bay Open er fjögurra ára gamalt mót þar sem heildarverðlaunafé er 2,1 milljónir dollara. Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár.
Golf Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira