Gefin fyrir drama þessi dama Jónas Sen skrifar 8. nóvember 2017 10:15 Fyrir það fyrsta var söngur aðalleikaranna framúrskarandi, segir í dómnum. Kristján Jóhannsson og Claire Rutter. Tónlist Óperusýning Tosca eftir Puccini í uppfærslu Íslensku óperunnar Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason Leikstjóri: Greg Eldridge Leikmynd: Alyson Cummins Búningar: Natalía Stewart Söngvarar: Claire Rutter, Kristján Jóhannsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Ágúst Ólafsson, Bergþór Pálsson, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson, Sigurbjartur Sturla Atlason og Tómas Haarde. Kórstjórar: Magnús Ragnarsson og Steingrímur Þórhallsson. Drengjakór Reykjavíkur og Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar. Einhver fyndnustu mistök í óperusýningu áttu sér stað þegar söngkonan í hlutverki Toscu í samnefndri óperu Puccinis kastaði sér ofan af turni í lokin. Hún lenti á trampólíni sem var svo öflugt að hún skutlaðist upp úr myrkrinu aftur, forviða á svipinn. Það var svo mikill antíklímax að dramað í óperunni fór fyrir ekkert og áhorfendur skellihlógu að öllu saman. Tosca gerist í Róm í upphafi 19. aldar, en er í uppfærslu Íslensku óperunnar færð nokkru nær nútímanum. Lostinn er rauði þráðurinn í atburðarásinni; Scarpia, yfirmaður lögreglunnar, girnist Toscu, fræga söngkonu, og vílar ekki fyrir sér að láta taka af lífi hennar heittelskaða Cavaradossi til að komast yfir hana. Engar skondnar uppákomur áttu sér stað í Toscu í Hörpu á sunnudagskvöldið. Tosca kastaði sér af turnbrúninni og hvarf. Áhorfendur hlógu ekki, þeir æptu af hrifningu. Slík viðbrögð komu ekki á óvart; þetta var afar vönduð sýning. Fyrir það fyrsta var söngur aðalleikaranna framúrskarandi. Kristján Jóhannsson, í hlutverki Cavaradossi, var flottur og hafði ekkert fyrir háu tónunum. Rödd hans hefur elst (sem eðlilegt er) og hún er orðin hrjúfari en hún var áður. Það fór hlutverkinu þó vel og gerði persónu Kristjáns brothættari en ella. Auðfundið var að hann hefur gríðarlega sviðsreynslu og hefur sungið þetta hlutverk oft. Hann hefur sviðssjarma og túlkun hans um kvöldið var einkar hrífandi. Hápunktarnir voru ofsafengnir og glæsilegir. Tosca var leikin af Claire Rutter. Söngur hennar var dásamlegur, fullur af drama og skaphita, röddin í senn mjúk, kröftug, breið og hljómmikil. Ólafur Kjartan Sigurðarson var líka frábær Scarpia, slóttugur og illur. Ég man eftir honum í Toscu í Gamla bíói árið 2005. Sú uppfærsla var mun síðri en nú og Ólafur Kjartan hefur tekið undraverðum framförum. Hinn gríðarlegi styrkur hans sem túlkandi lýtur miklu betri stjórn, söngurinn var agaðri og fókuseraðri. Röddin var stór og full af blæbrigðum, útkoman var svo sannarlega eftirminnileg. Söngvarar í minni hlutverkum stóðu sig yfirleitt ágætlega. Reyndar sópaði ekki mikið að Ágústi Ólafssyni, sem heyrðist fremur lítið í, en Bergþór Pálsson var aftur á móti prýðilegur. Hann hefur leikhæfileika eins og margoft hefur sannast og söngurinn var ákaflega hljómfagur. Aðrir söngvarar voru með sitt á hreinu þótt raddir þeirra hafi ekki verið öflugar. Kórinn er ekki í stóru hlutverki, en sú rulla sem Kór Íslensku óperunnar sá um, og sömuleiðis hlutverk Drengjakórs Reykjavíkur var vel af hendi leyst. Kórsöngurinn var í hvívetna hreinn og fagur. Leikstjórn Greg Eldridge virkaði. Eins og áður sagði var sögusviðið fært nær nútímanum, að fasismanum á þriðja áratug síðustu aldar. Alls konar aukaleikarar sköpuðu þrúgandi andrúmsloft og það að gera Scarpia að presti í kaþólsku kirkjunni vakti upp spurningar sem of langt mál væri að velta sér upp úr hér. Sviðsmynd Alyson Cummins var hins vegar nokkuð klaufaleg, steindi glugginn í fyrsta og öðrum þætti var ansi yfirþyrmandi og þakið í þeim þriðja illskiljanlegt. Aðalatriðið var þó að leikur söngvaranna rann eðlilega, hvergi var dauður punktur í sýningunni. Heildarmyndin á tónlistarflutningi söngvara og hljómsveitar var sterk. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnaði öllu saman og gerði það af aðdáunarverðri fagmennsku. Hljómsveitarleikurinn skapaði ávallt dramatíska undiröldu sem kallaðist á við sönginn, undirstrikaði hann og lyfti upp. Túlkunin var gædd viðeigandi stígandi, hápunktarnir voru yfirgengilegir og söngurinn hitti beint í mark. Maður biður ekki um meira.Niðurstaða: Glæstur söngur og mögnuð hljómsveit gerði Toscu að sérlega lifandi og áhrifamikilli sýningu. Tónlistargagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Óperusýning Tosca eftir Puccini í uppfærslu Íslensku óperunnar Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason Leikstjóri: Greg Eldridge Leikmynd: Alyson Cummins Búningar: Natalía Stewart Söngvarar: Claire Rutter, Kristján Jóhannsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Ágúst Ólafsson, Bergþór Pálsson, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson, Sigurbjartur Sturla Atlason og Tómas Haarde. Kórstjórar: Magnús Ragnarsson og Steingrímur Þórhallsson. Drengjakór Reykjavíkur og Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar. Einhver fyndnustu mistök í óperusýningu áttu sér stað þegar söngkonan í hlutverki Toscu í samnefndri óperu Puccinis kastaði sér ofan af turni í lokin. Hún lenti á trampólíni sem var svo öflugt að hún skutlaðist upp úr myrkrinu aftur, forviða á svipinn. Það var svo mikill antíklímax að dramað í óperunni fór fyrir ekkert og áhorfendur skellihlógu að öllu saman. Tosca gerist í Róm í upphafi 19. aldar, en er í uppfærslu Íslensku óperunnar færð nokkru nær nútímanum. Lostinn er rauði þráðurinn í atburðarásinni; Scarpia, yfirmaður lögreglunnar, girnist Toscu, fræga söngkonu, og vílar ekki fyrir sér að láta taka af lífi hennar heittelskaða Cavaradossi til að komast yfir hana. Engar skondnar uppákomur áttu sér stað í Toscu í Hörpu á sunnudagskvöldið. Tosca kastaði sér af turnbrúninni og hvarf. Áhorfendur hlógu ekki, þeir æptu af hrifningu. Slík viðbrögð komu ekki á óvart; þetta var afar vönduð sýning. Fyrir það fyrsta var söngur aðalleikaranna framúrskarandi. Kristján Jóhannsson, í hlutverki Cavaradossi, var flottur og hafði ekkert fyrir háu tónunum. Rödd hans hefur elst (sem eðlilegt er) og hún er orðin hrjúfari en hún var áður. Það fór hlutverkinu þó vel og gerði persónu Kristjáns brothættari en ella. Auðfundið var að hann hefur gríðarlega sviðsreynslu og hefur sungið þetta hlutverk oft. Hann hefur sviðssjarma og túlkun hans um kvöldið var einkar hrífandi. Hápunktarnir voru ofsafengnir og glæsilegir. Tosca var leikin af Claire Rutter. Söngur hennar var dásamlegur, fullur af drama og skaphita, röddin í senn mjúk, kröftug, breið og hljómmikil. Ólafur Kjartan Sigurðarson var líka frábær Scarpia, slóttugur og illur. Ég man eftir honum í Toscu í Gamla bíói árið 2005. Sú uppfærsla var mun síðri en nú og Ólafur Kjartan hefur tekið undraverðum framförum. Hinn gríðarlegi styrkur hans sem túlkandi lýtur miklu betri stjórn, söngurinn var agaðri og fókuseraðri. Röddin var stór og full af blæbrigðum, útkoman var svo sannarlega eftirminnileg. Söngvarar í minni hlutverkum stóðu sig yfirleitt ágætlega. Reyndar sópaði ekki mikið að Ágústi Ólafssyni, sem heyrðist fremur lítið í, en Bergþór Pálsson var aftur á móti prýðilegur. Hann hefur leikhæfileika eins og margoft hefur sannast og söngurinn var ákaflega hljómfagur. Aðrir söngvarar voru með sitt á hreinu þótt raddir þeirra hafi ekki verið öflugar. Kórinn er ekki í stóru hlutverki, en sú rulla sem Kór Íslensku óperunnar sá um, og sömuleiðis hlutverk Drengjakórs Reykjavíkur var vel af hendi leyst. Kórsöngurinn var í hvívetna hreinn og fagur. Leikstjórn Greg Eldridge virkaði. Eins og áður sagði var sögusviðið fært nær nútímanum, að fasismanum á þriðja áratug síðustu aldar. Alls konar aukaleikarar sköpuðu þrúgandi andrúmsloft og það að gera Scarpia að presti í kaþólsku kirkjunni vakti upp spurningar sem of langt mál væri að velta sér upp úr hér. Sviðsmynd Alyson Cummins var hins vegar nokkuð klaufaleg, steindi glugginn í fyrsta og öðrum þætti var ansi yfirþyrmandi og þakið í þeim þriðja illskiljanlegt. Aðalatriðið var þó að leikur söngvaranna rann eðlilega, hvergi var dauður punktur í sýningunni. Heildarmyndin á tónlistarflutningi söngvara og hljómsveitar var sterk. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnaði öllu saman og gerði það af aðdáunarverðri fagmennsku. Hljómsveitarleikurinn skapaði ávallt dramatíska undiröldu sem kallaðist á við sönginn, undirstrikaði hann og lyfti upp. Túlkunin var gædd viðeigandi stígandi, hápunktarnir voru yfirgengilegir og söngurinn hitti beint í mark. Maður biður ekki um meira.Niðurstaða: Glæstur söngur og mögnuð hljómsveit gerði Toscu að sérlega lifandi og áhrifamikilli sýningu.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira