Kjartan Henry tékkaði sig inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2017 06:00 Kjartan Henry Finnbogason fagnar marki sínu. Vísir/Getty Þriggja leikja sigurgöngu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lauk í gær í fyrsta leik liðsins eftir að HM-sætið var í höfn. Það var breytt landslið sem mætti Tékkum í gær og tapaði 2-1 en aðeins fjórir af ellefu byrjunarliðsmönnum frá því í sigrinum sögulega á Kósóvó í síðasta mánuði voru með. „Þetta var svona leikur eins og við bjuggumst við. Við erum að gefa mörgum mönnum spilatíma og eðlilega er liðið ekki fínslípað. Mér fannst það þó lagast eftir því sem leið á leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við íþróttadeild 365 eftir leikinn. „Við höfum bara haft eina alvöru æfingu fyrir þennan leik til að slípa liðið eitthvað saman. Eðlilega var því aðeins um samskiptaörðugleika á milli manna og annað. Það er eðlilegt þegar menn hafa ekki leikið saman,“ sagði Heimir.DOHA, QATAR - NOVEMBER 08: Kjartan Finnbogason of Iceland in action during the international friendly match between Iceland and Czech Republic at Abdullah bin Khalifa Stadium on November 8, 2017 in Doha, Qatar. (Photo by Francois Nel/Getty Images)Fengum betri færi en Tékkarnir Íslenska liðið var undir úti á velli stóran hluta leiksins en tókst engu að síður að skapa sér nokkur góð færi. „Við vorum ánægðir með það og óheppnir að vera ekki með tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik. Við fengum betri færi í þessum leik heldur en Tékkarnir. Þeir voru betri að klára sín færi,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur oft tapað vináttulandsleikjum sínum á síðustu árum og landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur þrátt fyrir tap. „Við vorum búnir að segja það fyrir þennan leik að þetta væri ekki endilega spurning um úrslitin heldur bara frammistöðu. Menn fengu þarna tækifæri sem hafa fengið fá tækifæri hjá okkur. Þeir fengu að sýna sig og það var aðalmálið. Við erum að reyna að stækka hópinn,“ sagði Heimir. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark Íslands í leiknum og var besti maður liðsins. Segja má að hann hafi verið sá eini af nýju mönnunum sem tékkaði sig almennilega inn í hópinn nú þegar marga dreymir um að komast með á HM í Rússlandi næsta sumar. „Við ætlum ekki að fara að taka einhverja leikmenn út í fjölmiðlum. Þetta var erfiður leikur að mörgu leyti af því að það var lítill undirbúningur, langt ferðalag og tímamismunur. Við vissum að þessi leikur gæti orðið svolítið sundurtættur,“ sagði Heimir.DOHA, QATAR - NOVEMBER 08: Heimir Hallgrimsson head coach of Iceland in discussion with Kjartan Finnbogason of Iceland during the international friendly match between Iceland and Czech Republic at Abdullah bin Khalifa Stadium on November 8, 2017 in Doha, Qatar. (Photo by Francois Nel/Getty Images)Ætla að tala saman um næsta ár Íslenska liðið spilar ekki seinni leik sinn í ferðinni fyrr en eftir sex daga en í millitíðinni mætast lið Tékklands og Katar. „Nú fáum við marga góða daga til þess að njóta þess að vera hérna. Við ætlum að tala um næsta ár hjá okkur. Hvað við lærðum af Frakklandi og dvölinni á Evrópumótinu og svo hvað við viljum gera betur í mótinu og í aðdragandanum. Við höfum góðan tíma og ætlum að nýta hann vel,“ segir Heimir. Nýir menn munu fá tækifærið í þessari ferð á meðan það er rólegt hjá lykilmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Einari og Ragnari Sigurðssyni. „Það var alltaf tilgangurinn með verkefninu og við látum ekkert úrslitin trufla það. Við munum sjá leikmann eins og Jón Guðna (Fjóluson) sem spilaði á sunnudaginn og var mjög þreyttur og gat ekki spilað í dag (í gær). Við sjáum hann vonandi spila í 90 mínútur í næsta leik. Það var tilgangurinn með verkefninu að sjá menn í heilum leik og sjá hvernig þeir koma út úr því. Það breytist ekkert þótt við höfum ekki unnið í dag,“ segir Heimir. Heimir var með margar af stærstu stjörnum liðsins við hlið sér á varamannabekknum í gær. „Það er bara fínt að sitja á varamannabekknum, hlýtt og gott,“ sagði Heimir léttur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Sjá meira
Þriggja leikja sigurgöngu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lauk í gær í fyrsta leik liðsins eftir að HM-sætið var í höfn. Það var breytt landslið sem mætti Tékkum í gær og tapaði 2-1 en aðeins fjórir af ellefu byrjunarliðsmönnum frá því í sigrinum sögulega á Kósóvó í síðasta mánuði voru með. „Þetta var svona leikur eins og við bjuggumst við. Við erum að gefa mörgum mönnum spilatíma og eðlilega er liðið ekki fínslípað. Mér fannst það þó lagast eftir því sem leið á leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við íþróttadeild 365 eftir leikinn. „Við höfum bara haft eina alvöru æfingu fyrir þennan leik til að slípa liðið eitthvað saman. Eðlilega var því aðeins um samskiptaörðugleika á milli manna og annað. Það er eðlilegt þegar menn hafa ekki leikið saman,“ sagði Heimir.DOHA, QATAR - NOVEMBER 08: Kjartan Finnbogason of Iceland in action during the international friendly match between Iceland and Czech Republic at Abdullah bin Khalifa Stadium on November 8, 2017 in Doha, Qatar. (Photo by Francois Nel/Getty Images)Fengum betri færi en Tékkarnir Íslenska liðið var undir úti á velli stóran hluta leiksins en tókst engu að síður að skapa sér nokkur góð færi. „Við vorum ánægðir með það og óheppnir að vera ekki með tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik. Við fengum betri færi í þessum leik heldur en Tékkarnir. Þeir voru betri að klára sín færi,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur oft tapað vináttulandsleikjum sínum á síðustu árum og landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur þrátt fyrir tap. „Við vorum búnir að segja það fyrir þennan leik að þetta væri ekki endilega spurning um úrslitin heldur bara frammistöðu. Menn fengu þarna tækifæri sem hafa fengið fá tækifæri hjá okkur. Þeir fengu að sýna sig og það var aðalmálið. Við erum að reyna að stækka hópinn,“ sagði Heimir. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark Íslands í leiknum og var besti maður liðsins. Segja má að hann hafi verið sá eini af nýju mönnunum sem tékkaði sig almennilega inn í hópinn nú þegar marga dreymir um að komast með á HM í Rússlandi næsta sumar. „Við ætlum ekki að fara að taka einhverja leikmenn út í fjölmiðlum. Þetta var erfiður leikur að mörgu leyti af því að það var lítill undirbúningur, langt ferðalag og tímamismunur. Við vissum að þessi leikur gæti orðið svolítið sundurtættur,“ sagði Heimir.DOHA, QATAR - NOVEMBER 08: Heimir Hallgrimsson head coach of Iceland in discussion with Kjartan Finnbogason of Iceland during the international friendly match between Iceland and Czech Republic at Abdullah bin Khalifa Stadium on November 8, 2017 in Doha, Qatar. (Photo by Francois Nel/Getty Images)Ætla að tala saman um næsta ár Íslenska liðið spilar ekki seinni leik sinn í ferðinni fyrr en eftir sex daga en í millitíðinni mætast lið Tékklands og Katar. „Nú fáum við marga góða daga til þess að njóta þess að vera hérna. Við ætlum að tala um næsta ár hjá okkur. Hvað við lærðum af Frakklandi og dvölinni á Evrópumótinu og svo hvað við viljum gera betur í mótinu og í aðdragandanum. Við höfum góðan tíma og ætlum að nýta hann vel,“ segir Heimir. Nýir menn munu fá tækifærið í þessari ferð á meðan það er rólegt hjá lykilmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Einari og Ragnari Sigurðssyni. „Það var alltaf tilgangurinn með verkefninu og við látum ekkert úrslitin trufla það. Við munum sjá leikmann eins og Jón Guðna (Fjóluson) sem spilaði á sunnudaginn og var mjög þreyttur og gat ekki spilað í dag (í gær). Við sjáum hann vonandi spila í 90 mínútur í næsta leik. Það var tilgangurinn með verkefninu að sjá menn í heilum leik og sjá hvernig þeir koma út úr því. Það breytist ekkert þótt við höfum ekki unnið í dag,“ segir Heimir. Heimir var með margar af stærstu stjörnum liðsins við hlið sér á varamannabekknum í gær. „Það er bara fínt að sitja á varamannabekknum, hlýtt og gott,“ sagði Heimir léttur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Sjá meira