Höddi Magg: Kjartan Henry langbestur en Viðar Örn heldur áfram að valda vonbrigðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 11:00 Kjartan Henry Finnbogason, framherji danska úrvalsdeildarliðsins Horsens, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær þegar að strákarnir okkar töpuðu, 2-1, á móti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar. Kjartan Henry var besti maður íslenska liðsins og skoraði eina mark þess með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Vesturbæingurinn hefur nýtt tækifæri sín vel með íslenska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði á móti Kína í byrjun árs og stóð sig einnig vel í vináttuleik á móti Írlandi í mars. Kjartan Henry var að mínu mati besti maður liðsins,“ sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður 365 og fyrrverandi landsliðsmaður, í Akraborginni í gær þar sem hann gerði upp leikinn. Hörður lýsti honum einnig á Stöð 2 Sport en það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Heimir Hallgrímsson brosir blítt til Kjartans Henry eftir leik en Viðar Örn átti erfiðan dag.vísir/gettyVerða að nýta tækifærin „Kjartan var langbestur og bar af. Hann var aggresívur, var að fá tækifæri, var að prjóna sig í gegn og var bara virkilega öflugur. Hann er kominn í baráttu um þetta HM-sæti. Það fara fjórir sóknarmenn til Rússlands myndi ég halda og hann gerir tilkall til þess.“ Kjartan Henry byrjaði í framlínunni með Viðari Erni Kjartanssyni sem var ekki að heilla Hörð. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum en hann skorar eins og vindurinn í ísraelsku úrvalsdeildinni með Maccabi Tel Aviv. „Það er ekki alveg sömu sögu að segja af Viðari Erni. Það eru áframhaldandi vonbrigði með hann,“ sagði Hörður, en hvað er í gangi hjá honum? „Ég veit það ekki. Hann fékk dauðafæri eftir 90 sekúndur en það fellur ekkert með honum. Ég veit ekki hvort hann sé að reyna of mikið eða hvað. Allavega þá verða menn að nýta tækifærin sín betur og það er Kjartan Henry að gera.“ „Kjartan Henry hefur verið mjög öflugur með sínu félagsliði, Horsens, þar sem hann er fyrirliði. Hann getur ekkert gert neitt mikið meira en hann gerði núna,“ sagði Hörður Magnússon. Allt viðtalið við Hörð má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45 Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55 Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30 Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason, framherji danska úrvalsdeildarliðsins Horsens, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær þegar að strákarnir okkar töpuðu, 2-1, á móti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar. Kjartan Henry var besti maður íslenska liðsins og skoraði eina mark þess með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Vesturbæingurinn hefur nýtt tækifæri sín vel með íslenska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði á móti Kína í byrjun árs og stóð sig einnig vel í vináttuleik á móti Írlandi í mars. Kjartan Henry var að mínu mati besti maður liðsins,“ sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður 365 og fyrrverandi landsliðsmaður, í Akraborginni í gær þar sem hann gerði upp leikinn. Hörður lýsti honum einnig á Stöð 2 Sport en það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Heimir Hallgrímsson brosir blítt til Kjartans Henry eftir leik en Viðar Örn átti erfiðan dag.vísir/gettyVerða að nýta tækifærin „Kjartan var langbestur og bar af. Hann var aggresívur, var að fá tækifæri, var að prjóna sig í gegn og var bara virkilega öflugur. Hann er kominn í baráttu um þetta HM-sæti. Það fara fjórir sóknarmenn til Rússlands myndi ég halda og hann gerir tilkall til þess.“ Kjartan Henry byrjaði í framlínunni með Viðari Erni Kjartanssyni sem var ekki að heilla Hörð. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum en hann skorar eins og vindurinn í ísraelsku úrvalsdeildinni með Maccabi Tel Aviv. „Það er ekki alveg sömu sögu að segja af Viðari Erni. Það eru áframhaldandi vonbrigði með hann,“ sagði Hörður, en hvað er í gangi hjá honum? „Ég veit það ekki. Hann fékk dauðafæri eftir 90 sekúndur en það fellur ekkert með honum. Ég veit ekki hvort hann sé að reyna of mikið eða hvað. Allavega þá verða menn að nýta tækifærin sín betur og það er Kjartan Henry að gera.“ „Kjartan Henry hefur verið mjög öflugur með sínu félagsliði, Horsens, þar sem hann er fyrirliði. Hann getur ekkert gert neitt mikið meira en hann gerði núna,“ sagði Hörður Magnússon. Allt viðtalið við Hörð má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45 Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55 Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30 Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45
Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55
Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30
Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00