„Eðlilegt að kona borgi hálfa milljón fyrir Big Mac“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 12:30 Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni. Í ár hefur gengið öllu betur; fjárhagurinn er kominn í betra lag og Kristianstad situr í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Elísabet þykir hafa náð mjög góðum árangri með Kristianstad, svo góðum að hún er tilnefnd sem þjálfari ársins. „Það hefur breyst ótrúlega mikið á einu og hálfu ári. Fyrir nákvæmlega ári síðan redduðum við okkur frá falli á síðustu sekúndu og björguðum fjárhagnum,“ sagði Elísabet í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. Kristianstad er sem áður sagði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigri í lokaumferðinni getur liðið komist upp í 5. sætið. Elísabet segir að það hafi gengið framar vonum í ár. „Jú, við áttum möguleika á 3. sætinu fyrir síðustu umferð. Það var svekkjandi að gera jafntefli við Hammarby. Þetta er langt fyrir ofan allar væntingar sem voru gerðar til okkar. Markmiðið var að vera um miðja deild og við erum alveg á pari þar,“ sagði Elísabet sem skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Kristianstad.Elísabet náði frábærum árangri með Val á sínum tíma.vísir/stefánHún hefur verið lengi hjá félaginu og hlakkar til komandi tíma. „Það hefur verið gaman að ganga í gegnum ýmsa hluti með félaginu og allt það. Við erum að fara á nýjan völl. Næsta ár verður mitt tíunda og þá verður félagið 20 ára,“ sagði Elísabet. Mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Elísabet segir að kvennaboltinn búi við annan veruleika en karlaboltinn. „Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet. „Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni. Í ár hefur gengið öllu betur; fjárhagurinn er kominn í betra lag og Kristianstad situr í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Elísabet þykir hafa náð mjög góðum árangri með Kristianstad, svo góðum að hún er tilnefnd sem þjálfari ársins. „Það hefur breyst ótrúlega mikið á einu og hálfu ári. Fyrir nákvæmlega ári síðan redduðum við okkur frá falli á síðustu sekúndu og björguðum fjárhagnum,“ sagði Elísabet í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. Kristianstad er sem áður sagði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigri í lokaumferðinni getur liðið komist upp í 5. sætið. Elísabet segir að það hafi gengið framar vonum í ár. „Jú, við áttum möguleika á 3. sætinu fyrir síðustu umferð. Það var svekkjandi að gera jafntefli við Hammarby. Þetta er langt fyrir ofan allar væntingar sem voru gerðar til okkar. Markmiðið var að vera um miðja deild og við erum alveg á pari þar,“ sagði Elísabet sem skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Kristianstad.Elísabet náði frábærum árangri með Val á sínum tíma.vísir/stefánHún hefur verið lengi hjá félaginu og hlakkar til komandi tíma. „Það hefur verið gaman að ganga í gegnum ýmsa hluti með félaginu og allt það. Við erum að fara á nýjan völl. Næsta ár verður mitt tíunda og þá verður félagið 20 ára,“ sagði Elísabet. Mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Elísabet segir að kvennaboltinn búi við annan veruleika en karlaboltinn. „Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet. „Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira