Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 10:40 Bjarni Benediktsson eftir fund með forseta Íslands í dag. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. Bjarni fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sterkasta tilkallið til stjórnarmyndunarumboðs í ljósi þess að flokkurinn er með mestan þingstyrk í kjölfar kosninganna. Hann gefur lítið fyrir tal að stjórnarandstaðan sé nú komin með 32 þingmanna meirihluta og eigi því tilkall til umboðsins. „Í fyrsta lagi finnst mér þetta hjákátleg skýring á niðurstöðum kosninganna. Auðvitað sjá það allir að það eru nýju flokkarnir sem eru stóru tíðindin í þessu. 32 þingmenn fyrir stjórnarandstöðu þegar einn stjórnarflokkurinn þurrkast út af þingi og hinir báðir tapa mönnum, það er enginn sigur fyrir stjórnarandstöðuna, enda var þetta ekki samstillt stjórnarandstaða,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi að loknum fundi hans með forsetanum.Vill meira svigrúm til viðræðna Hann segir að enn séu menn að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Hann segist hafa rætt við nokkra formenn flokka um mögulegt samstarf en vill þó ekki gefa upp hvaða formenn það eru. Hann benti á að báðir formennirnir sem hann gerði stjórnarsáttmála með hafi horfið af þingi um helgina og á þar við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formann Viðreisnar og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Hann segist því vona að stjórnmálamenn fái svigrúm til viðræðna svo hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu.Bjarni var fyrstur í röð þeirra stjórnmálamanna sem fara á fund forseta í dag. Vísir/Ernir„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta og ég er þeirrar skoðunar að það kunni jafnvel að vera ágætt í kjölfar þessara kosninga a leyfa rykinu aðeins að setjast og leyfa fólki að eiga samtal, jafnvel óformlegar viðræður.“Áttu von á löngum stjórnarmyndunarviðræðum? „Ég bara veit ekki hverju ég á von á.“ Hann segir það hafa orðið ljóst undanfarin ár að ef menn vilji styrkja sig sem stjórnmálum þá sé langbest að halda sig frá ríkisstjórn landsins. „Við þær aðstæður þá þurfa stjórnmálaleiðtogar aðeins að spyrja sig, á að gefa eftir gagnvart þessari tilfinningu og forðast ábyrgð, eða snýst þetta um að bera ábyrgð þegar er erfitt? Ég hef skipað mér í þennan seinni flokk að láta það ekki trufla mig þó það kunni að reyna á að taka þátt í að leiða fram niðurstöðu um stór mál, erfið mál,“ segir Bjarni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00 Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. Bjarni fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sterkasta tilkallið til stjórnarmyndunarumboðs í ljósi þess að flokkurinn er með mestan þingstyrk í kjölfar kosninganna. Hann gefur lítið fyrir tal að stjórnarandstaðan sé nú komin með 32 þingmanna meirihluta og eigi því tilkall til umboðsins. „Í fyrsta lagi finnst mér þetta hjákátleg skýring á niðurstöðum kosninganna. Auðvitað sjá það allir að það eru nýju flokkarnir sem eru stóru tíðindin í þessu. 32 þingmenn fyrir stjórnarandstöðu þegar einn stjórnarflokkurinn þurrkast út af þingi og hinir báðir tapa mönnum, það er enginn sigur fyrir stjórnarandstöðuna, enda var þetta ekki samstillt stjórnarandstaða,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi að loknum fundi hans með forsetanum.Vill meira svigrúm til viðræðna Hann segir að enn séu menn að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Hann segist hafa rætt við nokkra formenn flokka um mögulegt samstarf en vill þó ekki gefa upp hvaða formenn það eru. Hann benti á að báðir formennirnir sem hann gerði stjórnarsáttmála með hafi horfið af þingi um helgina og á þar við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formann Viðreisnar og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Hann segist því vona að stjórnmálamenn fái svigrúm til viðræðna svo hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu.Bjarni var fyrstur í röð þeirra stjórnmálamanna sem fara á fund forseta í dag. Vísir/Ernir„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta og ég er þeirrar skoðunar að það kunni jafnvel að vera ágætt í kjölfar þessara kosninga a leyfa rykinu aðeins að setjast og leyfa fólki að eiga samtal, jafnvel óformlegar viðræður.“Áttu von á löngum stjórnarmyndunarviðræðum? „Ég bara veit ekki hverju ég á von á.“ Hann segir það hafa orðið ljóst undanfarin ár að ef menn vilji styrkja sig sem stjórnmálum þá sé langbest að halda sig frá ríkisstjórn landsins. „Við þær aðstæður þá þurfa stjórnmálaleiðtogar aðeins að spyrja sig, á að gefa eftir gagnvart þessari tilfinningu og forðast ábyrgð, eða snýst þetta um að bera ábyrgð þegar er erfitt? Ég hef skipað mér í þennan seinni flokk að láta það ekki trufla mig þó það kunni að reyna á að taka þátt í að leiða fram niðurstöðu um stór mál, erfið mál,“ segir Bjarni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00 Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00