Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 11:39 Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hún vill mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. „Við fórum yfir stöðuna, ég og forsetinn, og ég gerði honum grein fyrir þeim samtölum sem ég hef átt við aðra formenn flokka. Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta í morgun. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bakvið mig þannig að ég tel mikilvægt að forsetinn gefi okkur svigrúm.“ Hún segir mikilvægt að sá sem fái umboð til stjórnarmyndunar sé með skýra hugmynd um starfhæfan meirihluta þegar að því kemur.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.Vísir/ErnirMálin ekki rædd í beinni ústendingu Aðspurð hvort hún hafi rætt við formenn hinna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf segir hún að málin séu nú í þeirra höndum. Mikilvægt sé að bakland hvers flokks sé sátt við þá niðurstöðu. „Nú stendur það yfir að allir þessir flokkar eiga eftir að fara yfir þessi mál í sínum ranni.“Kemur til greina að taka inn jafnvel fimmta flokkinn í þetta samstarf? „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika.“Býst þú við að þetta gangi eftir? „Ég sagði forsetanum að við þurfum meira svigrúm til að eiga þessi samtöl, við ætlum ekki að eiga þessi samtöl í beinni útsendingu í fjölmiðlum og það tel ég að sé árangursríkast.“ Hún segist sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnmálamenn þurfi svigrúm til að ræða málin sín á milli.Hversu langan tíma telur þú að stjórnmálamenn þurfi til að ræða sín á milli? „Allavega lengri tíma en daginn í dag.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hún vill mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. „Við fórum yfir stöðuna, ég og forsetinn, og ég gerði honum grein fyrir þeim samtölum sem ég hef átt við aðra formenn flokka. Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta í morgun. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bakvið mig þannig að ég tel mikilvægt að forsetinn gefi okkur svigrúm.“ Hún segir mikilvægt að sá sem fái umboð til stjórnarmyndunar sé með skýra hugmynd um starfhæfan meirihluta þegar að því kemur.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.Vísir/ErnirMálin ekki rædd í beinni ústendingu Aðspurð hvort hún hafi rætt við formenn hinna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf segir hún að málin séu nú í þeirra höndum. Mikilvægt sé að bakland hvers flokks sé sátt við þá niðurstöðu. „Nú stendur það yfir að allir þessir flokkar eiga eftir að fara yfir þessi mál í sínum ranni.“Kemur til greina að taka inn jafnvel fimmta flokkinn í þetta samstarf? „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika.“Býst þú við að þetta gangi eftir? „Ég sagði forsetanum að við þurfum meira svigrúm til að eiga þessi samtöl, við ætlum ekki að eiga þessi samtöl í beinni útsendingu í fjölmiðlum og það tel ég að sé árangursríkast.“ Hún segist sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnmálamenn þurfi svigrúm til að ræða málin sín á milli.Hversu langan tíma telur þú að stjórnmálamenn þurfi til að ræða sín á milli? „Allavega lengri tíma en daginn í dag.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40