Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 13:47 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar Vísir/Anton Brink Formenn stjórnarandstöðuflokkanna - Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og Pírata - áttu „stuttan og óformlegan“ fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. Logi var fjórði í röðinni á fund formanna stjórnmálaflokkanna með forseta Íslands í dag. „Við erum sammála um að það skiptir máli að allir nálgist þetta eins lausnamiðað og þeir geta núna og við tökum okkur góðan tíma, en ekki of langan tíma, til að búa til stjórn, hverjir sem munu gera það,“ sagði Logi á Bessastöðum. Aðspurður um hvernig honum lítist á hugmynd Katrínar Jakobsdóttur um ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna segir Logi að honum lítist ágætlega á það. „Ég held að það sé í rauninni nokkuð rökrétt framhald af kosningunum. Ríkisstjórnin fellur og það verður stjórnarandstaðan sem hefur meirihluta upp á einn mann. Ég held að það sé alveg grunnur til að byggja á. Hann er auðvitað tæpur og það má alveg hugsa sér aðra útfærslu.“Logi virtist hinn afslappaðasti á fundi sínum með forsetanum.Vísir/Anton BrinkHittust fyrir tilviljun og spjölluðu saman Logi segir að honum finnist rökrétt að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar ef hún sækist eftir því og að hann hafi tjáð forsetanum það. Aðspurður um álit á ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknar um að þarft sé að mynda ríkisstjórn með breiðri skírskotun til hægri og vinstri, segir Logi að hann líti svo á að ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar nái því. „Það getur vel verið að það megi til sanns færa að ástandið í dag krefjist þess að þetta sé breið stjórn og þess vegna finnst mér þessi möguleiki einmitt koma til greina. Það er hægt að breikka þetta með „variöntum“ hvort sem það sé innan stjórnar eða með verkaskiptingu á þinginu. á endanum held ég að Katrín sé ágætlega til þess fallin núna að leiða fólk saman og reyna að búa til svoleiðis stjórn.Hefur þú fengið símtal frá Bjarna Benediktssyni? „Nei hann hefur aldrei hringt í mig á ævinni.“ Logi segist ekki hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það sé Sjálfstæðisflokkurinn heldur vegna þess að flokkarnir hafi ólíkar áherslur. „Ég tala við alla og ég get unnið með flestum en á endanum snýst þetta um hvernig samfélag fólk vill byggja.“Hann segist sammála því að mikilvægt er að fólk taki sér smá tíma til stjórnarmyndunarviðræðna en að það verði að taka styttri tíma nú heldur en eftir síðustu alþingiskosningar. Þá sagði hann frá því að formenn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, sem Katrín Jakobsdóttir vill leiða í ríkisstjórn, hafi hist fyrir tilviljun á húsakynnum Alþingis í morgun og átt stuttan óformlegan fund. „Jú við hittumst þarna, það vildi þannig til að við hittumst og spjölluðum óformlega. Á vinnustað okkar.“Fóruð þið fjögur inni í herbergi og rædduð saman? „Já, það hefði verið mjög skringilegt samtal ef við hefðum við verið í sitthvoru samtalinu.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna - Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og Pírata - áttu „stuttan og óformlegan“ fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. Logi var fjórði í röðinni á fund formanna stjórnmálaflokkanna með forseta Íslands í dag. „Við erum sammála um að það skiptir máli að allir nálgist þetta eins lausnamiðað og þeir geta núna og við tökum okkur góðan tíma, en ekki of langan tíma, til að búa til stjórn, hverjir sem munu gera það,“ sagði Logi á Bessastöðum. Aðspurður um hvernig honum lítist á hugmynd Katrínar Jakobsdóttur um ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna segir Logi að honum lítist ágætlega á það. „Ég held að það sé í rauninni nokkuð rökrétt framhald af kosningunum. Ríkisstjórnin fellur og það verður stjórnarandstaðan sem hefur meirihluta upp á einn mann. Ég held að það sé alveg grunnur til að byggja á. Hann er auðvitað tæpur og það má alveg hugsa sér aðra útfærslu.“Logi virtist hinn afslappaðasti á fundi sínum með forsetanum.Vísir/Anton BrinkHittust fyrir tilviljun og spjölluðu saman Logi segir að honum finnist rökrétt að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar ef hún sækist eftir því og að hann hafi tjáð forsetanum það. Aðspurður um álit á ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknar um að þarft sé að mynda ríkisstjórn með breiðri skírskotun til hægri og vinstri, segir Logi að hann líti svo á að ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar nái því. „Það getur vel verið að það megi til sanns færa að ástandið í dag krefjist þess að þetta sé breið stjórn og þess vegna finnst mér þessi möguleiki einmitt koma til greina. Það er hægt að breikka þetta með „variöntum“ hvort sem það sé innan stjórnar eða með verkaskiptingu á þinginu. á endanum held ég að Katrín sé ágætlega til þess fallin núna að leiða fólk saman og reyna að búa til svoleiðis stjórn.Hefur þú fengið símtal frá Bjarna Benediktssyni? „Nei hann hefur aldrei hringt í mig á ævinni.“ Logi segist ekki hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það sé Sjálfstæðisflokkurinn heldur vegna þess að flokkarnir hafi ólíkar áherslur. „Ég tala við alla og ég get unnið með flestum en á endanum snýst þetta um hvernig samfélag fólk vill byggja.“Hann segist sammála því að mikilvægt er að fólk taki sér smá tíma til stjórnarmyndunarviðræðna en að það verði að taka styttri tíma nú heldur en eftir síðustu alþingiskosningar. Þá sagði hann frá því að formenn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, sem Katrín Jakobsdóttir vill leiða í ríkisstjórn, hafi hist fyrir tilviljun á húsakynnum Alþingis í morgun og átt stuttan óformlegan fund. „Jú við hittumst þarna, það vildi þannig til að við hittumst og spjölluðum óformlega. Á vinnustað okkar.“Fóruð þið fjögur inni í herbergi og rædduð saman? „Já, það hefði verið mjög skringilegt samtal ef við hefðum við verið í sitthvoru samtalinu.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45