Þetta er bannað þegar þú ert að kaupa miða á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2017 14:17 Stuðingsmaður íslenska liðsins á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Ísland er á leiðinni á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi næsta sumar og margir Íslendingar eru örugglega farnir að plana hjá sér rússneskt sumar. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir einn mánuð hvernig riðill íslenska liðsins lítur út og hvar íslenska liðið mun spila leiki sína. Það er samt allt góðu að fara að kynna sér þessi mál strax því það eru allskonar reglur í gildi. Knattspyrnusamband Íslands hvetur stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til að kynna sér vel skilmála miðakaupa fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi í grein inn á heimasíðu sambandsins. „Öll miðasala á leiki keppninnar fer fram í gegnum miðavef FIFA, eins og fram hefur komið, og mun KSÍ halda áfram að koma öllum þeim upplýsingum sem berast á framfæri á sínum miðlum. Næsti miðasölugluggi opnar 5. desember og stendur til 31. janúar,“ segir í frétt á heimsíðu KSÍ. „Í miðaskilmálum FIFA er útlistað býsna ítarlega hvaða skuldbindingar miðakaupendur taka sér á hendur við miðakaup. Þar á meðal er fjallað sérstaklega um það í hvaða tilfellum FIFA áskilur sér rétt til að afturkalla miðakaup eða ógilda keyptan miða. Sem dæmi má nefna að skýrt er tekið fram að ekki sé undir neinum kringumstæðum heimilt að endurselja miða eða nota miða í markaðslegum tilgangi, t.d. í gjafaleikjum fyrirtækja sem ekki hafa fengið til þess staðfest samþykki FIFA. Fram kemur í skilmálunum að slíkt sé einfaldlega brot á rússneskum lögum.“ segir í frétt KSÍ. KSÍ biður knattspyrnuáhugafólk um að fara sér að engu óðslega í þessum málum og gæta þess kynna sér vel alla skilmála. KSÍ gefur líka áhugasömum upp fjóra tengla sem munu nýtast vel til að skoða þessi mál betur. Þeir eru:Miðavefur UEFA (https://www.fifa.com/worldcup/organisation/ticketing/index.html)Algengar spurningar (https://tickets.fifa.com/FAQ/en?platform=desktop&lang=en)Almennir miðaskilmálar (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/53/2018fwc_gtcs_en-generaltermsandconditionsfortheuseoftickets_neutral.pdf)Það sem er bannað (samantekt) (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/39/2018fwc_unauthorisedticketsales_en_english.pdf) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Ísland er á leiðinni á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi næsta sumar og margir Íslendingar eru örugglega farnir að plana hjá sér rússneskt sumar. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir einn mánuð hvernig riðill íslenska liðsins lítur út og hvar íslenska liðið mun spila leiki sína. Það er samt allt góðu að fara að kynna sér þessi mál strax því það eru allskonar reglur í gildi. Knattspyrnusamband Íslands hvetur stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til að kynna sér vel skilmála miðakaupa fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi í grein inn á heimasíðu sambandsins. „Öll miðasala á leiki keppninnar fer fram í gegnum miðavef FIFA, eins og fram hefur komið, og mun KSÍ halda áfram að koma öllum þeim upplýsingum sem berast á framfæri á sínum miðlum. Næsti miðasölugluggi opnar 5. desember og stendur til 31. janúar,“ segir í frétt á heimsíðu KSÍ. „Í miðaskilmálum FIFA er útlistað býsna ítarlega hvaða skuldbindingar miðakaupendur taka sér á hendur við miðakaup. Þar á meðal er fjallað sérstaklega um það í hvaða tilfellum FIFA áskilur sér rétt til að afturkalla miðakaup eða ógilda keyptan miða. Sem dæmi má nefna að skýrt er tekið fram að ekki sé undir neinum kringumstæðum heimilt að endurselja miða eða nota miða í markaðslegum tilgangi, t.d. í gjafaleikjum fyrirtækja sem ekki hafa fengið til þess staðfest samþykki FIFA. Fram kemur í skilmálunum að slíkt sé einfaldlega brot á rússneskum lögum.“ segir í frétt KSÍ. KSÍ biður knattspyrnuáhugafólk um að fara sér að engu óðslega í þessum málum og gæta þess kynna sér vel alla skilmála. KSÍ gefur líka áhugasömum upp fjóra tengla sem munu nýtast vel til að skoða þessi mál betur. Þeir eru:Miðavefur UEFA (https://www.fifa.com/worldcup/organisation/ticketing/index.html)Algengar spurningar (https://tickets.fifa.com/FAQ/en?platform=desktop&lang=en)Almennir miðaskilmálar (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/53/2018fwc_gtcs_en-generaltermsandconditionsfortheuseoftickets_neutral.pdf)Það sem er bannað (samantekt) (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/39/2018fwc_unauthorisedticketsales_en_english.pdf)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira