Féll 14 metra og fær 57 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 20:53 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GVA Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans. Smiðurinn var við störf hjá SS Hús í nýbyggingu í Kórahverfinu í Kópavogi. Umræddan dag var hann að vinna við að slá mót frá steyptum veggjum nýbyggingarinnar og losa mótafestingar. Var hann staddur svölum sjöttu hæðar nýbyggingarinnar þegar hann steig út á svokallað dokaborð sem kom undan svölunum. Dokaborðið gaf sig undan smiðnum með þeim afleiðingum að hann féll niður um tæpa 14 metra (13,75 m) og lenti á steyptri plötu. Stefnandi slasaðist alvarlega og var strax fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Niðurstaða matsmanna á afleiðingum slyssins var sú að varanlegur miski vegna afleiðinga slyssins hafi verið 60 prósent en varanleg örorka vegna slyssins hafi verið 55 prósent. Var maðurinn alveg frá vinnu frá 7. febrúar til 31. janúar 2015. Við rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að dokaborðið umrædda gefði verið notað sem gönguleið í einhvern tíma og hafi verið traustur og stöðugur fyrr um daginn. Komið hafi þó í ljós að samstarfsmenn smiðsins hefðu á einhverjum tímapunkti fjarlægt stífur undan dokaborðinu, sem var ástæða þess að það gaf sig undan smiðnum. Við rannsóknina kom einnig fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi ætti að láta vita þegar slíkt væri gært, en það hafði misfarist slysdaginn með fyrrgreindum afleiðingum. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var sú að orsök slyssins mætti rekja til þess að búið hafi verið að fjárlægja fallvarnir og starfsmaðurinn hafi ekki verið í öryggisbelti og/eða öryggislínu. Fór smiðurinn fram á það að SS Hús, Verktak 15 ehf og húsasmíðamestari verksins bæru skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem hann hlaut af slysinu. Vörn stefndu fyrir dómi byggðist á því að smiðnum hefði átt að vera kunnugt um að unnið væri að því að slá mót utan af húsinu og þar með undirslátt svala. Þá hefði smiðurinn, miðað við reynslu sína og menntun, átt að sýna meiri varúð er hann steig á dokaborðið. Töldu stefndu að miðað við þær aðstæður sem voru á byggingarstaðnum umræddan dag hafi það verið „algjörlega óforsvaranlegt að stíga niður af svalagólfinu og út á plötuna þar sem platan hafi legið eina 15-20 cm neðar en svalagólfið.“ Bæri hann því einn ábyrgð á slysinu.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginábyrgðin á öruggu vinnuumhvefi hvíli á vinnuveitanda starfsmanna. Þá geti það ekki talist stórkostlegt gáleysi af hálfu smiðsins að hafa stigið út á dokaborðið þegar engar fallvarnir voru til staðar. Húsasmíðameistarinn og þrotabú Verktaks 15 ehf voru sýknuð af kröfu smiðsins en SS Hús dæmt til að greiða honum 57 milljónir. Dómsmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans. Smiðurinn var við störf hjá SS Hús í nýbyggingu í Kórahverfinu í Kópavogi. Umræddan dag var hann að vinna við að slá mót frá steyptum veggjum nýbyggingarinnar og losa mótafestingar. Var hann staddur svölum sjöttu hæðar nýbyggingarinnar þegar hann steig út á svokallað dokaborð sem kom undan svölunum. Dokaborðið gaf sig undan smiðnum með þeim afleiðingum að hann féll niður um tæpa 14 metra (13,75 m) og lenti á steyptri plötu. Stefnandi slasaðist alvarlega og var strax fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Niðurstaða matsmanna á afleiðingum slyssins var sú að varanlegur miski vegna afleiðinga slyssins hafi verið 60 prósent en varanleg örorka vegna slyssins hafi verið 55 prósent. Var maðurinn alveg frá vinnu frá 7. febrúar til 31. janúar 2015. Við rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að dokaborðið umrædda gefði verið notað sem gönguleið í einhvern tíma og hafi verið traustur og stöðugur fyrr um daginn. Komið hafi þó í ljós að samstarfsmenn smiðsins hefðu á einhverjum tímapunkti fjarlægt stífur undan dokaborðinu, sem var ástæða þess að það gaf sig undan smiðnum. Við rannsóknina kom einnig fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi ætti að láta vita þegar slíkt væri gært, en það hafði misfarist slysdaginn með fyrrgreindum afleiðingum. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var sú að orsök slyssins mætti rekja til þess að búið hafi verið að fjárlægja fallvarnir og starfsmaðurinn hafi ekki verið í öryggisbelti og/eða öryggislínu. Fór smiðurinn fram á það að SS Hús, Verktak 15 ehf og húsasmíðamestari verksins bæru skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem hann hlaut af slysinu. Vörn stefndu fyrir dómi byggðist á því að smiðnum hefði átt að vera kunnugt um að unnið væri að því að slá mót utan af húsinu og þar með undirslátt svala. Þá hefði smiðurinn, miðað við reynslu sína og menntun, átt að sýna meiri varúð er hann steig á dokaborðið. Töldu stefndu að miðað við þær aðstæður sem voru á byggingarstaðnum umræddan dag hafi það verið „algjörlega óforsvaranlegt að stíga niður af svalagólfinu og út á plötuna þar sem platan hafi legið eina 15-20 cm neðar en svalagólfið.“ Bæri hann því einn ábyrgð á slysinu.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginábyrgðin á öruggu vinnuumhvefi hvíli á vinnuveitanda starfsmanna. Þá geti það ekki talist stórkostlegt gáleysi af hálfu smiðsins að hafa stigið út á dokaborðið þegar engar fallvarnir voru til staðar. Húsasmíðameistarinn og þrotabú Verktaks 15 ehf voru sýknuð af kröfu smiðsins en SS Hús dæmt til að greiða honum 57 milljónir.
Dómsmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira