Vonir um vinstristjórn minnka Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. október 2017 06:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur ekki veitt formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Skiptar skoðanir eru á meðal forystumanna um hver ætti að reyna formlega stjórnarmyndun fyrst. vísir/ernir Forystumenn vinstri flokkanna eru heldur vondaufir um myndun ríkisstjórnar stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan er einkum orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins á tröppum Bessastaða í gær um hann vilji fremur mynda ríkisstjórn með breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. Slíkan meirihluta megi til dæmis mynda með Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Ýmislegt annað virðist vinna gegn myndun vinstri stjórnar með Framsóknarflokki. Ásmundur Einar Daðason þykir ólíkindatól í pólitík og heimildir Fréttablaðsins herma að áhrifamenn á vinstri vængnum sjái hann sem oddamanninn sem geti flækt málin í stjórn með jafn tæpan meirihluta og vinstri flokkarnir ásamt Framsókn geta myndað. Ásmundur Einar settist fyrst á þing árið 2009 fyrir Vinstri græn, en sagði sig úr þingflokknum í apríl 2011. Hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn rúmum tveimur mánuðum síðar. Í fréttatilkynningu frá Ásmundi Einari sagði meðal annars: „Framsókn hefur á undanförnum tveimur árum tekið mjög jákvæðum breytingum. Undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur átt sér stað mikil endurnýjun og flokkurinn hefur haldið uppi skynsamlegum málflutningi á mörgum sviðum.“ Ásmundur gegndi svo um hríð starfi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans, en þegar aukins óróa fór að gæta innan Framsóknarflokksins eftir að Sigmundur Davíð lét af embætti sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-hneykslisins, tók Ásmundur sér stöðu með hinum nýja forsætisráðherra flokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, og lét þung orð falla um Sigmund Davíð á flokksþingi haustið 2016. Sjálfur segist Ásmundur ljúfur sem lamb en vildi ekki tjá sig mikið um samband sitt við Sigmund Davíð. „Mikilvægast núna er að ná saman sterkri ríkisstjórn, sú ríkisstjórn þarf að snúast um málefni og við getum starfað með öllum sem eiga málefnalega samleið með Framsóknarflokknum.“ Aðspurður um viðræðurnar framundan segir Ásmundur Sigurð Inga og Lilju njóta fulls trausts til þeirra viðræðna. „Það er alveg ljóst að það er vilji hjá öðrum flokkum til að starfa með Framsóknarflokknum og við erum tilbúin til samstarfs við aðra flokka. Athygli vakti í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagði að ekki hefði verið rætt við hana um myndun mögulegrar stjórnar frá vinstri til miðju. Áhugi hefur verið fyrir samstarfi við Viðreisn, sérstaklega hjá Samfylkingu og hefur Logi Einarsson, formaður flokksins iðulega lagt áherslu á samstarf fráfarandi stjórnarandstöðuflokka, með viðbót. Samkvæmt heimildum blaðsins er lítill áhugi fyrir því hjá Framsóknarmönnum að styrkja mögulega vinstri stjórn með samstarfi við Viðreisn. Vinstri græn hafa heldur ekki þótt sérlega áhugasöm um samstarf við þá. Formaður Viðreisnar hefur hins vegar ekki útilokað áhuga á samstarfi í þessari stjórn, eins og Þorgerður Katrín lýsti á Bessastöðum í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að viðbót Viðreisnar inn í þetta stjórnarmynstur myndi ekki eingöngu styrkja stöðu stjórnarinnar með fjölgun þingmanna að baki hennar úr 32 í 36, heldur myndi flokkurinn einnig breikka stjórnina lengra inn á miðju og auka þannig líkur á pólitískum stöðugleika. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. 30. október 2017 18:15 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Forystumenn vinstri flokkanna eru heldur vondaufir um myndun ríkisstjórnar stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan er einkum orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins á tröppum Bessastaða í gær um hann vilji fremur mynda ríkisstjórn með breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. Slíkan meirihluta megi til dæmis mynda með Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Ýmislegt annað virðist vinna gegn myndun vinstri stjórnar með Framsóknarflokki. Ásmundur Einar Daðason þykir ólíkindatól í pólitík og heimildir Fréttablaðsins herma að áhrifamenn á vinstri vængnum sjái hann sem oddamanninn sem geti flækt málin í stjórn með jafn tæpan meirihluta og vinstri flokkarnir ásamt Framsókn geta myndað. Ásmundur Einar settist fyrst á þing árið 2009 fyrir Vinstri græn, en sagði sig úr þingflokknum í apríl 2011. Hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn rúmum tveimur mánuðum síðar. Í fréttatilkynningu frá Ásmundi Einari sagði meðal annars: „Framsókn hefur á undanförnum tveimur árum tekið mjög jákvæðum breytingum. Undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur átt sér stað mikil endurnýjun og flokkurinn hefur haldið uppi skynsamlegum málflutningi á mörgum sviðum.“ Ásmundur gegndi svo um hríð starfi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans, en þegar aukins óróa fór að gæta innan Framsóknarflokksins eftir að Sigmundur Davíð lét af embætti sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-hneykslisins, tók Ásmundur sér stöðu með hinum nýja forsætisráðherra flokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, og lét þung orð falla um Sigmund Davíð á flokksþingi haustið 2016. Sjálfur segist Ásmundur ljúfur sem lamb en vildi ekki tjá sig mikið um samband sitt við Sigmund Davíð. „Mikilvægast núna er að ná saman sterkri ríkisstjórn, sú ríkisstjórn þarf að snúast um málefni og við getum starfað með öllum sem eiga málefnalega samleið með Framsóknarflokknum.“ Aðspurður um viðræðurnar framundan segir Ásmundur Sigurð Inga og Lilju njóta fulls trausts til þeirra viðræðna. „Það er alveg ljóst að það er vilji hjá öðrum flokkum til að starfa með Framsóknarflokknum og við erum tilbúin til samstarfs við aðra flokka. Athygli vakti í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagði að ekki hefði verið rætt við hana um myndun mögulegrar stjórnar frá vinstri til miðju. Áhugi hefur verið fyrir samstarfi við Viðreisn, sérstaklega hjá Samfylkingu og hefur Logi Einarsson, formaður flokksins iðulega lagt áherslu á samstarf fráfarandi stjórnarandstöðuflokka, með viðbót. Samkvæmt heimildum blaðsins er lítill áhugi fyrir því hjá Framsóknarmönnum að styrkja mögulega vinstri stjórn með samstarfi við Viðreisn. Vinstri græn hafa heldur ekki þótt sérlega áhugasöm um samstarf við þá. Formaður Viðreisnar hefur hins vegar ekki útilokað áhuga á samstarfi í þessari stjórn, eins og Þorgerður Katrín lýsti á Bessastöðum í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að viðbót Viðreisnar inn í þetta stjórnarmynstur myndi ekki eingöngu styrkja stöðu stjórnarinnar með fjölgun þingmanna að baki hennar úr 32 í 36, heldur myndi flokkurinn einnig breikka stjórnina lengra inn á miðju og auka þannig líkur á pólitískum stöðugleika.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. 30. október 2017 18:15 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45
Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. 30. október 2017 18:15