Nissan Navara jeppi á næsta ári? Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2017 10:19 Sést hefur til prófana Nissan á yfirbyggðum Navara bíl. Nissan Navara pallbíllinn er einstaklega vel heppnaður bíll og vinsæll og því hefur Nissan áhuga á því að selja hann einnig með yfirbyggingu að aftan og þá verður hægt að kalla hann jeppa. Ekki síst telur Nissan þörf á því vegna þess að Nissan Pathfinder er ekki lengur í boði og því vantað Nissan jeppa í þessum stærðarflokki og því einfaldast að byggja yfir Navara. Nissan mun sýna þennan bíl á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári, en ekki er ljóst fyrir hvaða markaði þessi bíll verður hugsaður. Sumir hafa bent á að hann gæti eingöngu verið ætlaður á markað í Ástralíu, en vonandi víðar. Ekki er heldur ljóst hvort Nissan hugsi hann sem bíl með þriðju sætaröðinni, en ef það verður raunin er líklegt að hann verði einnig ætlaður á Bandaríkjamarkað. Ekki þarf að taka það fram að þessi bíll verður byggður á grind eins og Navara pallbíllinn, svo þarna gæti verið kominn bíll sem hentugur væri fyrir breytingar og stærri dekk. Slíkur bíll væri hentugur á markað hérlendis. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent
Nissan Navara pallbíllinn er einstaklega vel heppnaður bíll og vinsæll og því hefur Nissan áhuga á því að selja hann einnig með yfirbyggingu að aftan og þá verður hægt að kalla hann jeppa. Ekki síst telur Nissan þörf á því vegna þess að Nissan Pathfinder er ekki lengur í boði og því vantað Nissan jeppa í þessum stærðarflokki og því einfaldast að byggja yfir Navara. Nissan mun sýna þennan bíl á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári, en ekki er ljóst fyrir hvaða markaði þessi bíll verður hugsaður. Sumir hafa bent á að hann gæti eingöngu verið ætlaður á markað í Ástralíu, en vonandi víðar. Ekki er heldur ljóst hvort Nissan hugsi hann sem bíl með þriðju sætaröðinni, en ef það verður raunin er líklegt að hann verði einnig ætlaður á Bandaríkjamarkað. Ekki þarf að taka það fram að þessi bíll verður byggður á grind eins og Navara pallbíllinn, svo þarna gæti verið kominn bíll sem hentugur væri fyrir breytingar og stærri dekk. Slíkur bíll væri hentugur á markað hérlendis.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent