Nissan Navara jeppi á næsta ári? Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2017 10:19 Sést hefur til prófana Nissan á yfirbyggðum Navara bíl. Nissan Navara pallbíllinn er einstaklega vel heppnaður bíll og vinsæll og því hefur Nissan áhuga á því að selja hann einnig með yfirbyggingu að aftan og þá verður hægt að kalla hann jeppa. Ekki síst telur Nissan þörf á því vegna þess að Nissan Pathfinder er ekki lengur í boði og því vantað Nissan jeppa í þessum stærðarflokki og því einfaldast að byggja yfir Navara. Nissan mun sýna þennan bíl á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári, en ekki er ljóst fyrir hvaða markaði þessi bíll verður hugsaður. Sumir hafa bent á að hann gæti eingöngu verið ætlaður á markað í Ástralíu, en vonandi víðar. Ekki er heldur ljóst hvort Nissan hugsi hann sem bíl með þriðju sætaröðinni, en ef það verður raunin er líklegt að hann verði einnig ætlaður á Bandaríkjamarkað. Ekki þarf að taka það fram að þessi bíll verður byggður á grind eins og Navara pallbíllinn, svo þarna gæti verið kominn bíll sem hentugur væri fyrir breytingar og stærri dekk. Slíkur bíll væri hentugur á markað hérlendis. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent
Nissan Navara pallbíllinn er einstaklega vel heppnaður bíll og vinsæll og því hefur Nissan áhuga á því að selja hann einnig með yfirbyggingu að aftan og þá verður hægt að kalla hann jeppa. Ekki síst telur Nissan þörf á því vegna þess að Nissan Pathfinder er ekki lengur í boði og því vantað Nissan jeppa í þessum stærðarflokki og því einfaldast að byggja yfir Navara. Nissan mun sýna þennan bíl á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári, en ekki er ljóst fyrir hvaða markaði þessi bíll verður hugsaður. Sumir hafa bent á að hann gæti eingöngu verið ætlaður á markað í Ástralíu, en vonandi víðar. Ekki er heldur ljóst hvort Nissan hugsi hann sem bíl með þriðju sætaröðinni, en ef það verður raunin er líklegt að hann verði einnig ætlaður á Bandaríkjamarkað. Ekki þarf að taka það fram að þessi bíll verður byggður á grind eins og Navara pallbíllinn, svo þarna gæti verið kominn bíll sem hentugur væri fyrir breytingar og stærri dekk. Slíkur bíll væri hentugur á markað hérlendis.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent