Ásmundarnir, forsætisráðherra og reynslumesti þingmaðurinn oftast strikaðir út Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 13:15 Þingmennirnir sem oftast voru strikaðir út í fjórum af sex kjördæmum landsins. grafík/garðar Oftast var strikað yfir nafn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, á atkvæðaseðlum í Suðvesturkjördæmi í þingkosningunum á laugardag, eða alls 483 sinnum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 17.216 atkvæði í kjördæminu sem þýðir að 2,8 prósent kjósenda hans strikuðu Bjarna út. Í Suðurkjördæmi strikuðu kjósendur oftast yfir nafn Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eða alls 377 sinnum. Kjósendur í Norðausturkjördæmi stirkuðu oftast yfir nafn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna sem setið hefur lengst á þingi af þeim sem taka sæti þar nú, eða alls 258 sinnum. Í Norðvesturkjördæmi var síðan oftast strikað yfir nafn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, eða alls 105 sinnum. Ekki hafa fengist svör varðandi útstrikanir frá yfirkjörstjórnum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Hér fyrir neðan má hins vegar sjá lista yfir þá þrjá frambjóðendur í hverju landsbyggðarkjördæmi fyrir sig og Suðvesturkjördæmi sem oftast voru strikaðir út.Suðvesturkjördæmi 1. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki – 483 sinnum 2. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki – 169 sinnum 3. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn – 163 sinnumSuðurkjördæmi 1. Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki – 377 sinnum 2. Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki – 156 sinnum 3. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki – 88 sinnumNorðausturkjördæmi 1. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum – 258 sinnum 2. Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki – 57 sinnum 3. Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki – 31 sinniNorðvesturkjördæmi 1. Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokki – 105 sinnum 2. Guðjón Brjánsson, Samfylkingunni – 48 sinnum 3. Bjarni Jónsson, Vinstri grænum – 40 sinnum Kosningar 2017 Tengdar fréttir Steingrímur er starfsforseti Steingrímur er ágætlega kunnugur starfinu. Hann var kosinn forseti þegar Alþingi kom saman eftir kosningar í fyrra. 31. október 2017 06:00 Vonir um vinstristjórn minnka Margt virðist standa í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar á vinstri vængnum. Formaður Framsóknarflokksins þótti tala gegn henni á Bessastöðum í gær. Skiptar skoðanir eru um kosti stjórnarsamstarfs við Viðreisn. 31. október 2017 06:00 Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Oftast var strikað yfir nafn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, á atkvæðaseðlum í Suðvesturkjördæmi í þingkosningunum á laugardag, eða alls 483 sinnum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 17.216 atkvæði í kjördæminu sem þýðir að 2,8 prósent kjósenda hans strikuðu Bjarna út. Í Suðurkjördæmi strikuðu kjósendur oftast yfir nafn Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eða alls 377 sinnum. Kjósendur í Norðausturkjördæmi stirkuðu oftast yfir nafn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna sem setið hefur lengst á þingi af þeim sem taka sæti þar nú, eða alls 258 sinnum. Í Norðvesturkjördæmi var síðan oftast strikað yfir nafn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, eða alls 105 sinnum. Ekki hafa fengist svör varðandi útstrikanir frá yfirkjörstjórnum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Hér fyrir neðan má hins vegar sjá lista yfir þá þrjá frambjóðendur í hverju landsbyggðarkjördæmi fyrir sig og Suðvesturkjördæmi sem oftast voru strikaðir út.Suðvesturkjördæmi 1. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki – 483 sinnum 2. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki – 169 sinnum 3. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn – 163 sinnumSuðurkjördæmi 1. Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki – 377 sinnum 2. Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki – 156 sinnum 3. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki – 88 sinnumNorðausturkjördæmi 1. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum – 258 sinnum 2. Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki – 57 sinnum 3. Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki – 31 sinniNorðvesturkjördæmi 1. Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokki – 105 sinnum 2. Guðjón Brjánsson, Samfylkingunni – 48 sinnum 3. Bjarni Jónsson, Vinstri grænum – 40 sinnum
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Steingrímur er starfsforseti Steingrímur er ágætlega kunnugur starfinu. Hann var kosinn forseti þegar Alþingi kom saman eftir kosningar í fyrra. 31. október 2017 06:00 Vonir um vinstristjórn minnka Margt virðist standa í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar á vinstri vængnum. Formaður Framsóknarflokksins þótti tala gegn henni á Bessastöðum í gær. Skiptar skoðanir eru um kosti stjórnarsamstarfs við Viðreisn. 31. október 2017 06:00 Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Steingrímur er starfsforseti Steingrímur er ágætlega kunnugur starfinu. Hann var kosinn forseti þegar Alþingi kom saman eftir kosningar í fyrra. 31. október 2017 06:00
Vonir um vinstristjórn minnka Margt virðist standa í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar á vinstri vængnum. Formaður Framsóknarflokksins þótti tala gegn henni á Bessastöðum í gær. Skiptar skoðanir eru um kosti stjórnarsamstarfs við Viðreisn. 31. október 2017 06:00
Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46