Bestu hrekkjavökubúningar Heidi Klum í gegnum árin Ritstjórn skrifar 31. október 2017 20:00 Heidi Klum sem gömul kona Glamour/Getty Þúsundþjalasmiðurinn Heidi Klum heldur svo sannarlega hátíðlega upp á hrekkjavökuna, og bíða flestir spenntir eftir búningum hennar ár eftir ár. Það verður gaman að sjá hvað hún ætlar að vera þetta árið, en þar til það kemur í ljós höfum við tekið saman hennar bestu búninga í gegnum árin. Frá árinu 2000 hefur Heidi haldið hrekkjavökupartý í New York, og hefur eftir það hlotið titilinn drottning hrekkjavökunnar. Árið 2013 klæddi hún sig upp sem gömul kona, og eyddi miklum tíma í þann búning. Hann tókst það vel, að hennar sögn, að fólk þekkti hana ekki. Hún þurfti að segja hver hún væri svo henni yrði hleypt inn í sína eigin veislu. Við bíðum spenntar eftir kvöldinu hjá Heidi, en eina sem hún hefur látið í ljós í sambandi við búninginn þetta árið, er, að hún hefur þurft að æfa sig mikið. Sem Jessica RabbitSem Lady GodivaSem indversk hindú-prinsessa. Þessi búningur fékk misjöfn viðbrögð frá fólki.Einhverskonar geimveru-vélmenni?,,Sýnilega" konanMeð Seal, eiginmanni sínum, sem apar. Þessi búningur tók mjög langan tíma og sat Heidi ekki nema sex klukkutíma í förðunarstólnum.Heidi, árið 2016, þar sem hún ,,klónaði" sjálfa sig fimm sinnum.Sem köttur. Mest lesið Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Kjólarnir sem við viljum sjá á Óskarnum Glamour "Til ykkar sem ætlið að gagnrýna holdarfar mitt...“ Glamour Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour Besta götutískan frá Tókýó Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Tilnefningar til Bresku Tískuverðlaunanna birtar Glamour Þegar þú ferð á tónlistarhátíð Glamour Hver þarf fyrirsætur þegar þú ert með vélmenni? Glamour
Þúsundþjalasmiðurinn Heidi Klum heldur svo sannarlega hátíðlega upp á hrekkjavökuna, og bíða flestir spenntir eftir búningum hennar ár eftir ár. Það verður gaman að sjá hvað hún ætlar að vera þetta árið, en þar til það kemur í ljós höfum við tekið saman hennar bestu búninga í gegnum árin. Frá árinu 2000 hefur Heidi haldið hrekkjavökupartý í New York, og hefur eftir það hlotið titilinn drottning hrekkjavökunnar. Árið 2013 klæddi hún sig upp sem gömul kona, og eyddi miklum tíma í þann búning. Hann tókst það vel, að hennar sögn, að fólk þekkti hana ekki. Hún þurfti að segja hver hún væri svo henni yrði hleypt inn í sína eigin veislu. Við bíðum spenntar eftir kvöldinu hjá Heidi, en eina sem hún hefur látið í ljós í sambandi við búninginn þetta árið, er, að hún hefur þurft að æfa sig mikið. Sem Jessica RabbitSem Lady GodivaSem indversk hindú-prinsessa. Þessi búningur fékk misjöfn viðbrögð frá fólki.Einhverskonar geimveru-vélmenni?,,Sýnilega" konanMeð Seal, eiginmanni sínum, sem apar. Þessi búningur tók mjög langan tíma og sat Heidi ekki nema sex klukkutíma í förðunarstólnum.Heidi, árið 2016, þar sem hún ,,klónaði" sjálfa sig fimm sinnum.Sem köttur.
Mest lesið Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Kjólarnir sem við viljum sjá á Óskarnum Glamour "Til ykkar sem ætlið að gagnrýna holdarfar mitt...“ Glamour Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour Besta götutískan frá Tókýó Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Tilnefningar til Bresku Tískuverðlaunanna birtar Glamour Þegar þú ferð á tónlistarhátíð Glamour Hver þarf fyrirsætur þegar þú ert með vélmenni? Glamour