Framsókn ræður miklu um mögulegt stjórnarsamstarf til hægri og vinstri Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2017 19:45 Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. Ef þessir flokkar ná ekki saman eru líkur á að reynt verði að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er horft til þingstyrks þeirra flokka sem náðu kjöri síðast liðinn laugardag væri augljóst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagt 27 þingmenn ættu að reyna að mynda saman stjórn með einhverjum þriðja flokknum. En þótt þingmannatala flokka skipti vissulega miklu máli ráða málefni og hugmyndafræði þeirra líka miklu. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geta ráðið miklu um hvers konar stjórn verður mynduð en það er líka langt á milli þeirra í Evrópu- og peningamálum. Því gæti krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þessara flokka. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir evrópumálin ekki eitt af úrlausnarefnum komandi kjörtímabils. „Við þurfum að ná málefnasamningi sem sameinar en sundrar ekki. Það er alveg ljóst að ef farið yrði í slíkar kosningar yrðu þær eitt stærsta pólitíska deilumálið sem við værum að fara í. Þannig að ég tel það óráð að vera að fara í slíkar kosningar eins og staðan er í íslenskum stjórnmálum,“ segir Lilja. Hins vegar er ljóst að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki áfjáður í að sitja til borðs með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í ríkisstjórn, eins og heyra mátti á svari hans á Stöð 2 á sunnudag þegar hann var spurður út í ummæli Sigmundar Davíðs varðandi Lilju Alfreðsdóttur sem bandamann Miðflokksins. „Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tali,“ sagði Sigurður Ingi.Reynt að sætta formenn Framsóknar og Miðflokks? Heyrst hefur að Lilja hafi verið að reyna að bera vopn á klæðin milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, en hún segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei, nei. Eins og ég hef sagt, við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn. En þetta mun alltaf snúast um málefni. Hverjir ná saman málefnalega og menn þurfa að vera raunsæir. Ég hef talað fyrir því að menn þurfi að vera mjög skýrir varðandi heilbrigðisþjónustuna, menntamálin, innviða uppbyggingu. Og svo að sjálfsögðu endurskipulagningu fjármálakerfisins því það er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lilja en það mál er einmitt í forgangi hjá Miðflokknum. Það er hins vegar ekki langt á milli Framsóknar og Vinstri grænna í evrópumálum sem gætu myndað 35 manna meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Sjálfsætisflokkurinn sömuleiðis myndað 35 manna fjögurra flokka stjórnir með Framsókn, Miðflokki og annað hvort Flokki fólksins eða Viðreisn. Leiðtogar fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka hafa rætt saman óformlega í dag en þeir eru nú með eins manns meirihluta á Alþingi og gætu myndað 36 manna meirihluta með annað hvort Viðreisn eða Flokki fólksins. Inga Sæland formaður Flokks fólksins átti fund með Helga Hrafni Gunnarssyni þingmanni Pírata í dag, að þeirra sögn til að ræða lífeyrismál en ekki stjórnarmyndun.Ertu búin að heyra í mörgum flokksleiðtogum í dag? „Já, svona nokkrum.“„Hvernig leggst þetta í þig? „Bara vel.“Ertu farin að sjá glitta í eitthvað stjórnarsamstarf? „Nei ekki enn þá,“ sagði Inga Sæland á leið til fundar við nokkra þingmenn Pírata í dag. Kosningar 2017 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. Ef þessir flokkar ná ekki saman eru líkur á að reynt verði að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er horft til þingstyrks þeirra flokka sem náðu kjöri síðast liðinn laugardag væri augljóst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagt 27 þingmenn ættu að reyna að mynda saman stjórn með einhverjum þriðja flokknum. En þótt þingmannatala flokka skipti vissulega miklu máli ráða málefni og hugmyndafræði þeirra líka miklu. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geta ráðið miklu um hvers konar stjórn verður mynduð en það er líka langt á milli þeirra í Evrópu- og peningamálum. Því gæti krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þessara flokka. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir evrópumálin ekki eitt af úrlausnarefnum komandi kjörtímabils. „Við þurfum að ná málefnasamningi sem sameinar en sundrar ekki. Það er alveg ljóst að ef farið yrði í slíkar kosningar yrðu þær eitt stærsta pólitíska deilumálið sem við værum að fara í. Þannig að ég tel það óráð að vera að fara í slíkar kosningar eins og staðan er í íslenskum stjórnmálum,“ segir Lilja. Hins vegar er ljóst að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki áfjáður í að sitja til borðs með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í ríkisstjórn, eins og heyra mátti á svari hans á Stöð 2 á sunnudag þegar hann var spurður út í ummæli Sigmundar Davíðs varðandi Lilju Alfreðsdóttur sem bandamann Miðflokksins. „Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tali,“ sagði Sigurður Ingi.Reynt að sætta formenn Framsóknar og Miðflokks? Heyrst hefur að Lilja hafi verið að reyna að bera vopn á klæðin milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, en hún segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei, nei. Eins og ég hef sagt, við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn. En þetta mun alltaf snúast um málefni. Hverjir ná saman málefnalega og menn þurfa að vera raunsæir. Ég hef talað fyrir því að menn þurfi að vera mjög skýrir varðandi heilbrigðisþjónustuna, menntamálin, innviða uppbyggingu. Og svo að sjálfsögðu endurskipulagningu fjármálakerfisins því það er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lilja en það mál er einmitt í forgangi hjá Miðflokknum. Það er hins vegar ekki langt á milli Framsóknar og Vinstri grænna í evrópumálum sem gætu myndað 35 manna meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Sjálfsætisflokkurinn sömuleiðis myndað 35 manna fjögurra flokka stjórnir með Framsókn, Miðflokki og annað hvort Flokki fólksins eða Viðreisn. Leiðtogar fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka hafa rætt saman óformlega í dag en þeir eru nú með eins manns meirihluta á Alþingi og gætu myndað 36 manna meirihluta með annað hvort Viðreisn eða Flokki fólksins. Inga Sæland formaður Flokks fólksins átti fund með Helga Hrafni Gunnarssyni þingmanni Pírata í dag, að þeirra sögn til að ræða lífeyrismál en ekki stjórnarmyndun.Ertu búin að heyra í mörgum flokksleiðtogum í dag? „Já, svona nokkrum.“„Hvernig leggst þetta í þig? „Bara vel.“Ertu farin að sjá glitta í eitthvað stjórnarsamstarf? „Nei ekki enn þá,“ sagði Inga Sæland á leið til fundar við nokkra þingmenn Pírata í dag.
Kosningar 2017 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira