Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2017 19:30 Formaður Bjartrar framtíðar segir eðlilegt að hann axli ábyrgð á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á laugardag með því að segja af sér formennsku. Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. Óttarr Proppé tilkynnti í morgun að hann ætlaði að segja af sér sem formaður Bjartrar framtíðar en flokkurinn fékk aðeins 1,2 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. „Mér finnst bara eðlilegt að axla ábyrgð á útkomu flokksins í kosningunum núna um helgina. Þetta voru náttúrlega mjög slæm úrslit sem Björt framtíð fékk og mjög slæm skilaboð fyrir okkar pólitík og okkar áherslur í pólitík,“ segir Óttarr. Hins vegar eigi þær áherslur enn fullt erindi en eðlilegt að aðrir taki við forystunni til að koma stefnunni áfram. „Um breytt stjórnmál, frjálslynda umhverfisstefnu og svo framvegis. Þetta skiptir máli í íslenskri pólitík. Við sjáum það sérstaklega núna miðað við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera í pólitík til að gera gagn. En þegar maður er farinn að þvælast fyrir á maður að fara til hliðar,“ segir formaðurinn fráfarandi. Óttarr er ekki í nokkrum vafa um hvað það var sem varð til þess að fylgið hrundi af flokknum. „Ég fann það og við fundum það mjög sterkt að það var þátttaka okkar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat mjög í okkar stuðningsmönnum. Fólki fannst það erfið ákvörðun. Það var erfið og umdeild stjórn. Fólki fannst að trúverðugleikinn hefði laskast,“ segir Óttarr. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi í fjórum sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi á Akranesi og á fulltrúa bæjarstjórn Garðabæjar, Akureyrar og Árborgar. Óttarr segir flokkinn geta komið sterkan til leiks í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Björt framtíð hefur staðið sig vel í meirihlutum í fjórum sveitarfélögum þar sem yfir tveir þriðju landsmanna búa. Við höfum kannski ekki unnið með miklum látum en að umbótaverkefnum og breiðari sátt innan þessara sveitarfélaga og ég held að það eigi eftir að skila sér,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2017 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir eðlilegt að hann axli ábyrgð á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á laugardag með því að segja af sér formennsku. Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. Óttarr Proppé tilkynnti í morgun að hann ætlaði að segja af sér sem formaður Bjartrar framtíðar en flokkurinn fékk aðeins 1,2 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. „Mér finnst bara eðlilegt að axla ábyrgð á útkomu flokksins í kosningunum núna um helgina. Þetta voru náttúrlega mjög slæm úrslit sem Björt framtíð fékk og mjög slæm skilaboð fyrir okkar pólitík og okkar áherslur í pólitík,“ segir Óttarr. Hins vegar eigi þær áherslur enn fullt erindi en eðlilegt að aðrir taki við forystunni til að koma stefnunni áfram. „Um breytt stjórnmál, frjálslynda umhverfisstefnu og svo framvegis. Þetta skiptir máli í íslenskri pólitík. Við sjáum það sérstaklega núna miðað við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera í pólitík til að gera gagn. En þegar maður er farinn að þvælast fyrir á maður að fara til hliðar,“ segir formaðurinn fráfarandi. Óttarr er ekki í nokkrum vafa um hvað það var sem varð til þess að fylgið hrundi af flokknum. „Ég fann það og við fundum það mjög sterkt að það var þátttaka okkar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat mjög í okkar stuðningsmönnum. Fólki fannst það erfið ákvörðun. Það var erfið og umdeild stjórn. Fólki fannst að trúverðugleikinn hefði laskast,“ segir Óttarr. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi í fjórum sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi á Akranesi og á fulltrúa bæjarstjórn Garðabæjar, Akureyrar og Árborgar. Óttarr segir flokkinn geta komið sterkan til leiks í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Björt framtíð hefur staðið sig vel í meirihlutum í fjórum sveitarfélögum þar sem yfir tveir þriðju landsmanna búa. Við höfum kannski ekki unnið með miklum látum en að umbótaverkefnum og breiðari sátt innan þessara sveitarfélaga og ég held að það eigi eftir að skila sér,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2017 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira