Argentínumaðurinn fagnaði líka á athyglisverðan hátt eftir að Stephan El Shaarawy skoraði annað mark sitt á 36. mínútu.
Perotti var gríðarlega ánægður með El Shaarawy, svo ánægður að hann tróð fingrinum upp í rassinn á markaskoraranum sem brosti að þessari uppákomu.
Fagnið minnti um margt á fagn Eyjamanna gegn Víkingum frá Reykjavík í Pepsi-deildinni í sumar.
Mikkel Maigaard Jakobsen tróð þá fingrinum upp í afturendann á Sindra Snæ Magnússyni.
Þessi athyglisverðu fagnaðarlæti má sjá hér að neðan.
Rassafagn Rómverja