Ágætis haustveður um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. október 2017 07:31 Háskólanemar ættu að líta aðeins upp úr bókunum um helgina og dást að litadýrðinni meðan hennar nýtur við. Vísir/Vilhelm Veðurstofan gerir ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Þrátt fyrir það má búast við fallegu veðri um helgina. Þó ætti fólk að varast hálkuna. Það hefur rignt mikið austanlands síðdegis í gær og í nótt. Nú í morgunsárið hefur dregið úr rigningunni á Suðausturlandi en enn mun rigna mikið á Austfjörðum fram undir hádegi. Síðdegis léttir hins vegar til. „Sjálfvirkir úrkomumælar eru nokkrir á svæðinu og þegar þetta er skrifað hefur mest safnast í mælinn á Neskaupstað eða rúmlega 100 millimetrar frá því úrhellið hófst þar uppúr hádegi í gær. Á sama tíma hafa mælst um 90 mm á Fáskrúðsfirði,“ útskýrir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Suðlæg átt er í kortunum í dag og einhver væta „nokkuð víða.“ Vindurinn og úrkoman minnkar þegar líður á daginn og í kvöld verður búið að stytta upp og komið hæglætisveður um allt land. Vegir verða margir blautir eftir daginn og í kvöld og nótt verður semsagt hægur vindur, það rofar til og kólnar. Vegfarendur ættu því að vera á varðbergi gagnvart hálku að sögn veðurfræðings. Þá er útlit fyrir „rólegheit“ og „alveg ágætis haustveður“ um helgina - „og því upplagt að njóta útivistar.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Hæg norðlæg eða breytileg átt, með þurru veðri og yfirleitt bjart sunnan heiða. Norðan 5-10 m/s dálítil rigning austanlands síðdegis. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn.Á sunnudag:Austan og norðaustan 3-8 og dálítil væta, en þurrt um landið vestanvert. Bætir í vind um kvöldið. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Austan 8-15 m/s, en heldur hægari síðdegis. Talsverð rigning suðaustantil, en rigning með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10, en 10-15 á Vestfjörðum. Dálítil rigning af og til, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti svipaður.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustlæg átt með svolítilli vætu fyrir norðan og austan, en bjart sunnan heiða. Hiti 3 til 8 stig. Veður Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Veðurstofan gerir ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Þrátt fyrir það má búast við fallegu veðri um helgina. Þó ætti fólk að varast hálkuna. Það hefur rignt mikið austanlands síðdegis í gær og í nótt. Nú í morgunsárið hefur dregið úr rigningunni á Suðausturlandi en enn mun rigna mikið á Austfjörðum fram undir hádegi. Síðdegis léttir hins vegar til. „Sjálfvirkir úrkomumælar eru nokkrir á svæðinu og þegar þetta er skrifað hefur mest safnast í mælinn á Neskaupstað eða rúmlega 100 millimetrar frá því úrhellið hófst þar uppúr hádegi í gær. Á sama tíma hafa mælst um 90 mm á Fáskrúðsfirði,“ útskýrir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Suðlæg átt er í kortunum í dag og einhver væta „nokkuð víða.“ Vindurinn og úrkoman minnkar þegar líður á daginn og í kvöld verður búið að stytta upp og komið hæglætisveður um allt land. Vegir verða margir blautir eftir daginn og í kvöld og nótt verður semsagt hægur vindur, það rofar til og kólnar. Vegfarendur ættu því að vera á varðbergi gagnvart hálku að sögn veðurfræðings. Þá er útlit fyrir „rólegheit“ og „alveg ágætis haustveður“ um helgina - „og því upplagt að njóta útivistar.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Hæg norðlæg eða breytileg átt, með þurru veðri og yfirleitt bjart sunnan heiða. Norðan 5-10 m/s dálítil rigning austanlands síðdegis. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn.Á sunnudag:Austan og norðaustan 3-8 og dálítil væta, en þurrt um landið vestanvert. Bætir í vind um kvöldið. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Austan 8-15 m/s, en heldur hægari síðdegis. Talsverð rigning suðaustantil, en rigning með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10, en 10-15 á Vestfjörðum. Dálítil rigning af og til, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti svipaður.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustlæg átt með svolítilli vætu fyrir norðan og austan, en bjart sunnan heiða. Hiti 3 til 8 stig.
Veður Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira