Brá nokkuð þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2017 15:35 Vakan verður haldin í Valsheimilinu á kosninganótt. vísir/eyþór Aðstandendum Vökunnar 2017 brá nokkuð í morgun þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög og gætu átt fjögurra ára fangelsi yfir höfði sér með því að biðja ungt fólk um að taka mynd af sér á kjörstað til að komast á tónleika sem haldnir verða í Valsheimilinu á kosninganótt. Markmiðið með tónleikunum er að fá ungt fólk til að kjósa en frítt er inn á tónleikana. Aðgangseyririnn átti að vera sjálfsmynd sem tekin væri við skilti Vökunnar á kjörstöðum. Nú er hins vegar komið babb í bátinn en aðstandendur tónleikanna funduðu með yfirkjörstjörn í morgun. „Okkar málflutningur hefur hingað til gengið út á það að hvetja fólk til að koma á kjörstað og taka af sér sjálfu en nú er það hugsanlega brot á kosningalögum. Það er sem sagt ólöglegt af okkur að hvetja fólk til að gera eitthvað í skiptum fyrir aðgang á tónleika, það er að gera eitthvað sem snýst um að kjósa. Ég sagði reyndar við kjörstjórn að við værum ekki að gera það heldur værum við að segja fólki að mæta á kjörstað en svo ekkert að fylgjast með hvort þau færu inn eða hvort þau myndu kjósa. Þau sögðu samt að þetta væri á gráu svæði og yrði að vera aðskilið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir einn af skipuleggjendum Vökunnar.Emmsjé Gauti er einn þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Vökunni.vakanSetja skiltin upp á almenningsstöðum í Reykjavík Hún segir að þau hafi því tekið þá ákvörðun að vera ekki á kjörstöðum til að hætta ekki á að það séu einhverjir árekstrar. Í staðinn verður skiltum Vökunnar komið upp á almenningsstöðum í Reykjavík og fólk er því beðið um að taka sjálfuna af sér þar, setja hana á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #vakan og fá þannig frítt inn á tónleikana. „Við höfðum áður fengið grænt ljós á að vera fyrir utan kjörstaði en nú er þetta orðið of mikið mál þannig að við viljum ekkert hætta á það að einhver taki því sem brotum á einhverjum lögum. Ég spyr samt á móti hvað með það þegar verið er að keyra fólk á kjörstað?“ segir Hrönn og vísar í 117. grein kosningalaga þar sem segir meðal annars: „Það er óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll: a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, að svipta mann eða ógna manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni, að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, að torvelda öðrum sókn á kjörfund eða til utankjörfundarkjörstaðar, svo og að beita þvingunarráðstöfunum í sambandi við kosningar, [...]“Uppistandarinn Bylgja Babýlons með skilti eins og þau sem aðstandendur tónleikanna munu setja upp á almenningsstöðum í Reykjavík á kjördag. Sjálfa við skiltið er aðgangseyrir á tónleikana á kosninganótt.vakanHalda áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa Hrönn spyr hvort það séu ekki fríðindi að ná í einhvern og keyra hann upp að dyrum. „Og ekki nóg með það heldur líka að fylgja honum inn á kjörstað, bíða eftir að hann sé búinn að kjósa og skutla honum heim. Þetta hefur tíðkast í áraraðir hjá stjórnmálaflokkunum.“ Aðstandendur Vökunnar vilja svo benda fólki á að það sé bannað að taka mynd af sér á kjörstað eða taka mynd af kjörseðlinum. „Þetta hefur verið vandamál í kosningum undanfarin ár og við viljum alls ekki að fólk tengi okkur við eitthvað þannig dót við höfum aldrei hvatt neinn til að taka mynd af sér inni á kjörstað eða af seðlinum. Við höldum hins vegar áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa og Vakan verður í Valsheimilinu á kosninganótt.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Aðstandendum Vökunnar 2017 brá nokkuð í morgun þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög og gætu átt fjögurra ára fangelsi yfir höfði sér með því að biðja ungt fólk um að taka mynd af sér á kjörstað til að komast á tónleika sem haldnir verða í Valsheimilinu á kosninganótt. Markmiðið með tónleikunum er að fá ungt fólk til að kjósa en frítt er inn á tónleikana. Aðgangseyririnn átti að vera sjálfsmynd sem tekin væri við skilti Vökunnar á kjörstöðum. Nú er hins vegar komið babb í bátinn en aðstandendur tónleikanna funduðu með yfirkjörstjörn í morgun. „Okkar málflutningur hefur hingað til gengið út á það að hvetja fólk til að koma á kjörstað og taka af sér sjálfu en nú er það hugsanlega brot á kosningalögum. Það er sem sagt ólöglegt af okkur að hvetja fólk til að gera eitthvað í skiptum fyrir aðgang á tónleika, það er að gera eitthvað sem snýst um að kjósa. Ég sagði reyndar við kjörstjórn að við værum ekki að gera það heldur værum við að segja fólki að mæta á kjörstað en svo ekkert að fylgjast með hvort þau færu inn eða hvort þau myndu kjósa. Þau sögðu samt að þetta væri á gráu svæði og yrði að vera aðskilið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir einn af skipuleggjendum Vökunnar.Emmsjé Gauti er einn þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Vökunni.vakanSetja skiltin upp á almenningsstöðum í Reykjavík Hún segir að þau hafi því tekið þá ákvörðun að vera ekki á kjörstöðum til að hætta ekki á að það séu einhverjir árekstrar. Í staðinn verður skiltum Vökunnar komið upp á almenningsstöðum í Reykjavík og fólk er því beðið um að taka sjálfuna af sér þar, setja hana á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #vakan og fá þannig frítt inn á tónleikana. „Við höfðum áður fengið grænt ljós á að vera fyrir utan kjörstaði en nú er þetta orðið of mikið mál þannig að við viljum ekkert hætta á það að einhver taki því sem brotum á einhverjum lögum. Ég spyr samt á móti hvað með það þegar verið er að keyra fólk á kjörstað?“ segir Hrönn og vísar í 117. grein kosningalaga þar sem segir meðal annars: „Það er óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll: a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, að svipta mann eða ógna manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni, að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, að torvelda öðrum sókn á kjörfund eða til utankjörfundarkjörstaðar, svo og að beita þvingunarráðstöfunum í sambandi við kosningar, [...]“Uppistandarinn Bylgja Babýlons með skilti eins og þau sem aðstandendur tónleikanna munu setja upp á almenningsstöðum í Reykjavík á kjördag. Sjálfa við skiltið er aðgangseyrir á tónleikana á kosninganótt.vakanHalda áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa Hrönn spyr hvort það séu ekki fríðindi að ná í einhvern og keyra hann upp að dyrum. „Og ekki nóg með það heldur líka að fylgja honum inn á kjörstað, bíða eftir að hann sé búinn að kjósa og skutla honum heim. Þetta hefur tíðkast í áraraðir hjá stjórnmálaflokkunum.“ Aðstandendur Vökunnar vilja svo benda fólki á að það sé bannað að taka mynd af sér á kjörstað eða taka mynd af kjörseðlinum. „Þetta hefur verið vandamál í kosningum undanfarin ár og við viljum alls ekki að fólk tengi okkur við eitthvað þannig dót við höfum aldrei hvatt neinn til að taka mynd af sér inni á kjörstað eða af seðlinum. Við höldum hins vegar áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa og Vakan verður í Valsheimilinu á kosninganótt.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent