Gæsahúð aftur og aftur Jónas Sen skrifar 21. október 2017 11:00 Ammiel Bushakevitz píanóleikari og Jóhann Kristinsson baritón slógu ærlega í gegn í Salnum. Tónlist Jóhann Kristinsson baritón og Ammiel Bushakevitz píanóleikari fluttu lög eftir Schumann, Mahler, Rossini og fleiri. Salurinn í Kópavogi fimmtudaginn 19. október Ég las einhvers staðar að það séu fjögur leiðarstef í kántrísöngvum. Þau eru: 1. „Ást og trygglyndi“, 2. „Hvernig á að lifa lífinu“, 3. „Það gengur ekki“ og 4. „Þetta er búið.“ Þegar litið var yfir söngtextana á tónleikum Jóhanns Kristinssonar baritóns og Ammiel Bushakevitz píanóleikara á tónleikum í Salnum á fimmtudagskvöldið þá sá maður eitthvað af þessum stefjum, sérstaklega það síðastnefnda. En umfjöllunarefnið var miklu fjölbreyttara, þarna voru líka ævintýri og goðsagnir, náttúrustemningar og heimspekilegar vangaveltur. Jóhann söng fyrst Liederkreis (Söngvasveig) op. 39 eftir Schumann. Hann gerði það fjarskalega vel. Röddin var björt og hljómmikil, afar tær á efstu tónunum. Túlkunin var full af blæbrigðum, í senn öguð og tilfinningarík. Píanóleikurinn var ekki síðri. Í þessum lögum, sem eru tólf, stendur píanórullan jafnfætis röddinni. Þetta er ekkert undirspil af þeirri gerðinni sem oft er að finna í íslenskum lögum. Nei, hér bætir píanóið við því sem vantar í sönginn og öfugt. Saman mynda söngvari og píanóleikari eina heild. Píanóið skapar stemninguna, umhverfið, rammann utan um sönginn. Umfjöllunarefni ljóðanna endurspeglast í píanóleiknum. Þar er að finna alls konar myndmál, og það undirstrikar það sem söngvarinn syngur um hverju sinni. Bushakevitz gerði þetta meistaralega. Leikur hans var margbrotinn, allt frá ofurviðkvæmum hljómum upp í magnaða hápunkta. Tónmyndunin var sérlega falleg, gegnsæ og fókuseruð, rétt eins og söngurinn. Eftir hlé var Mahler á dagskránni. Fyrst komu Söngvar förusveinsins, sem segja frá ástarsorg og eru í fjórum hlutum. Túlkunin var ákaflega sannfærandi, þrungin tilfinningaofsa, sérstaklega þriðja ljóðið sem var einkar áhrifamikið. Í því fjórða, sem fjallar um ferðalag út í nóttina og er gætt ólýsanlegu, himnesku andrúmslofti, var stemningin slík að það er ógleymanlegt. Hvílík raddfegurð, hvílíkur töfrakenndur píanóleikur. Hvílík upplifun! Fjögur lög úr Des Knaben Wunderhorn eftir Mahler fylgdu í kjölfarið. Það fyrsta, Revelge, er saga úr hernum. Það var svo yfirmáta glæsilegt, bæði hjá söngvara og píanóleikara að nokkrir tónleikagestir stóðu upp þegar það var búið til að láta í ljós hrifningu sína, þótt tónleikunum væri ekki lokið. Stígandin í laginu var ótrúlega spennuþrungin; sívaxandi, ógnandi hergöngutakturinn í píanóinu og karlmannlegur, en örvæntingarfullur söngurinn framkallaði gæsahúð. Þeir félagar tóku nokkur aukalög, og þar vakti mesta lukku Largo al factotum út Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini. Það var þvílík flugeldasýning að fólk æpti af hrifningu. Hinn ógnarhraði söngur þar sem orðunum var skotið út eins og úr vélbyssu var fullkomlega skýr, hvergi heyrðist feilnóta. Ljóst er að Jóhann er ekkert síðri á óperusviðinu en í ljóðasöngnum og er nú þegar kominn í hóp fremstu tónlistarmanna þjóðarinnar.Niðurstaða: Magnaður söngur og framúrskarandi píanóleikur gerðu tónleikana að einstakri upplifun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október. Tónlistargagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Jóhann Kristinsson baritón og Ammiel Bushakevitz píanóleikari fluttu lög eftir Schumann, Mahler, Rossini og fleiri. Salurinn í Kópavogi fimmtudaginn 19. október Ég las einhvers staðar að það séu fjögur leiðarstef í kántrísöngvum. Þau eru: 1. „Ást og trygglyndi“, 2. „Hvernig á að lifa lífinu“, 3. „Það gengur ekki“ og 4. „Þetta er búið.“ Þegar litið var yfir söngtextana á tónleikum Jóhanns Kristinssonar baritóns og Ammiel Bushakevitz píanóleikara á tónleikum í Salnum á fimmtudagskvöldið þá sá maður eitthvað af þessum stefjum, sérstaklega það síðastnefnda. En umfjöllunarefnið var miklu fjölbreyttara, þarna voru líka ævintýri og goðsagnir, náttúrustemningar og heimspekilegar vangaveltur. Jóhann söng fyrst Liederkreis (Söngvasveig) op. 39 eftir Schumann. Hann gerði það fjarskalega vel. Röddin var björt og hljómmikil, afar tær á efstu tónunum. Túlkunin var full af blæbrigðum, í senn öguð og tilfinningarík. Píanóleikurinn var ekki síðri. Í þessum lögum, sem eru tólf, stendur píanórullan jafnfætis röddinni. Þetta er ekkert undirspil af þeirri gerðinni sem oft er að finna í íslenskum lögum. Nei, hér bætir píanóið við því sem vantar í sönginn og öfugt. Saman mynda söngvari og píanóleikari eina heild. Píanóið skapar stemninguna, umhverfið, rammann utan um sönginn. Umfjöllunarefni ljóðanna endurspeglast í píanóleiknum. Þar er að finna alls konar myndmál, og það undirstrikar það sem söngvarinn syngur um hverju sinni. Bushakevitz gerði þetta meistaralega. Leikur hans var margbrotinn, allt frá ofurviðkvæmum hljómum upp í magnaða hápunkta. Tónmyndunin var sérlega falleg, gegnsæ og fókuseruð, rétt eins og söngurinn. Eftir hlé var Mahler á dagskránni. Fyrst komu Söngvar förusveinsins, sem segja frá ástarsorg og eru í fjórum hlutum. Túlkunin var ákaflega sannfærandi, þrungin tilfinningaofsa, sérstaklega þriðja ljóðið sem var einkar áhrifamikið. Í því fjórða, sem fjallar um ferðalag út í nóttina og er gætt ólýsanlegu, himnesku andrúmslofti, var stemningin slík að það er ógleymanlegt. Hvílík raddfegurð, hvílíkur töfrakenndur píanóleikur. Hvílík upplifun! Fjögur lög úr Des Knaben Wunderhorn eftir Mahler fylgdu í kjölfarið. Það fyrsta, Revelge, er saga úr hernum. Það var svo yfirmáta glæsilegt, bæði hjá söngvara og píanóleikara að nokkrir tónleikagestir stóðu upp þegar það var búið til að láta í ljós hrifningu sína, þótt tónleikunum væri ekki lokið. Stígandin í laginu var ótrúlega spennuþrungin; sívaxandi, ógnandi hergöngutakturinn í píanóinu og karlmannlegur, en örvæntingarfullur söngurinn framkallaði gæsahúð. Þeir félagar tóku nokkur aukalög, og þar vakti mesta lukku Largo al factotum út Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini. Það var þvílík flugeldasýning að fólk æpti af hrifningu. Hinn ógnarhraði söngur þar sem orðunum var skotið út eins og úr vélbyssu var fullkomlega skýr, hvergi heyrðist feilnóta. Ljóst er að Jóhann er ekkert síðri á óperusviðinu en í ljóðasöngnum og er nú þegar kominn í hóp fremstu tónlistarmanna þjóðarinnar.Niðurstaða: Magnaður söngur og framúrskarandi píanóleikur gerðu tónleikana að einstakri upplifun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október.
Tónlistargagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira