Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 11:42 Frá blaðamannafundi Viðreisnar í dag. Vísir/Friðrik Þór Viðreisn kynnti nýja reiknivél, með hverri heimilin geta reiknað „hvað krónan kostar þau,“ á blaðamannafundi flokksins sem haldinn var nú skömmu fyrir hádegi í dag. Þá gerði flokkurinn grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Blaðamannafundur Viðreisnar var haldinn undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin“ klukkan 11 í dag. Oddvitar flokksins, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Gylfi Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson, stýrðu fundinum í kosningamiðstöð Viðreisnar.Vextir og matvælaverð standa upp úr „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra á fundinum í dag. Þorsteinn sagði enn fremur að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og „vaxtastigi náð verulega niður,“ auk þess sem matvælaverð verði lækkað með breyttum áherslum í stuðningi við landbúnað. Í þessu samhengi kynnti flokkurinn nýja reiknivél en með henni geta heimilin „reiknað fyrir sig hvað krónan kostar þau.“ Með reiknivélinni er hægt að sjá hversu lengi einstaklingar eru að vinna fyrir þeim kostnaði sem felst í krónunni.Tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu kosta um 19 milljarða umfram fjármálaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig Viðreisn hyggst mæta þessum kostnaðarauka.ViðreisnErum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum Þá kynnti Viðreisn áætlanir sínar um að efla heilsugæslu, öldrunarþjónustu og auka framlög til geðheilbrigðismála. Flokkurinn vill einnig koma á „þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta“ og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, snerti einnig á húsnæðismálum og lagði enn fremur áherslu á réttindi hinsegin fólks í kynningu sinni á fundinum. „Við erum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum,“ sagði Hanna Katrín um málaflokkinn.Blaðamannafund Viðreisnar má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Sjá meira
Viðreisn kynnti nýja reiknivél, með hverri heimilin geta reiknað „hvað krónan kostar þau,“ á blaðamannafundi flokksins sem haldinn var nú skömmu fyrir hádegi í dag. Þá gerði flokkurinn grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Blaðamannafundur Viðreisnar var haldinn undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin“ klukkan 11 í dag. Oddvitar flokksins, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Gylfi Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson, stýrðu fundinum í kosningamiðstöð Viðreisnar.Vextir og matvælaverð standa upp úr „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra á fundinum í dag. Þorsteinn sagði enn fremur að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og „vaxtastigi náð verulega niður,“ auk þess sem matvælaverð verði lækkað með breyttum áherslum í stuðningi við landbúnað. Í þessu samhengi kynnti flokkurinn nýja reiknivél en með henni geta heimilin „reiknað fyrir sig hvað krónan kostar þau.“ Með reiknivélinni er hægt að sjá hversu lengi einstaklingar eru að vinna fyrir þeim kostnaði sem felst í krónunni.Tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu kosta um 19 milljarða umfram fjármálaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig Viðreisn hyggst mæta þessum kostnaðarauka.ViðreisnErum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum Þá kynnti Viðreisn áætlanir sínar um að efla heilsugæslu, öldrunarþjónustu og auka framlög til geðheilbrigðismála. Flokkurinn vill einnig koma á „þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta“ og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, snerti einnig á húsnæðismálum og lagði enn fremur áherslu á réttindi hinsegin fólks í kynningu sinni á fundinum. „Við erum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum,“ sagði Hanna Katrín um málaflokkinn.Blaðamannafund Viðreisnar má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Sjá meira
Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00
Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30