Forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2017 17:23 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson eru forystumenn þeirra flokka sem eru með mest fylgi. Vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þegar hún hófst við að útskýra stefnu flokksins í heilbrigðismálum, það sé hagkvæmari rekstur til lengri tíma litið. Til snarpra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þegar þau mættust í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa hvorir um sig mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem bjóða fram krafta sína til Alþingis í komandi þingkosningum. Tekist var á um skattapólitík, þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, heilbrigðismál og margt fleira. Katrínu er, eins og margoft hefur komið fram í málflutningi frambjóðenda Vinstri grænna, mjög umhugað um að hlúa að innviðum samfélagsins og þá sérstaklega heilbrigðis-og menntakerfinu. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn bæði fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og fyrir að vara stöðugt við því að ekki megi ráðast í almennilega uppbyggingu því það geti aukið þenslu. Bjarni Benediktsson, sem veitir Sjálfstæðisflokki forystu, kannaðist ekki við það og sagðist einungis vara við auknum skattahækkunum. „Ég horfi til þess að við erum með Landspítala í þeirri stöðu að hann getur ekki staðið undir óbreyttum rekstri miðað við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórna,“ segir Katrín í umfjöllun sinni um alvarleika stöðunnar.Landspítalinn var Katrínu ofarlega í huga í viðtali á Sprengisandi.Vísir/ErnirForgangsraðar í þágu hins opinbera kerfis„Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði. „Þegar ég segi að við viljum forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þá er það breytt forgangsröðun í heilbrigðismálum í takt við það sem fagaðilar eru að benda á, Landlæknir er að benda á að það þurfi að forgangsraða þessum grunnstoðum vegna þess að það er líka hagkvæmari rekstur á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um aukin útgjöld, þetta snýst líka um það hvernig við verjum þeim peningum sem við verjum til að mynda til heilbrigðismála,“ segir Katrín um stefnu Vinstrihreyfingarinnar í heilbrigðismálum. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þegar hún hófst við að útskýra stefnu flokksins í heilbrigðismálum, það sé hagkvæmari rekstur til lengri tíma litið. Til snarpra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þegar þau mættust í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa hvorir um sig mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem bjóða fram krafta sína til Alþingis í komandi þingkosningum. Tekist var á um skattapólitík, þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, heilbrigðismál og margt fleira. Katrínu er, eins og margoft hefur komið fram í málflutningi frambjóðenda Vinstri grænna, mjög umhugað um að hlúa að innviðum samfélagsins og þá sérstaklega heilbrigðis-og menntakerfinu. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn bæði fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og fyrir að vara stöðugt við því að ekki megi ráðast í almennilega uppbyggingu því það geti aukið þenslu. Bjarni Benediktsson, sem veitir Sjálfstæðisflokki forystu, kannaðist ekki við það og sagðist einungis vara við auknum skattahækkunum. „Ég horfi til þess að við erum með Landspítala í þeirri stöðu að hann getur ekki staðið undir óbreyttum rekstri miðað við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórna,“ segir Katrín í umfjöllun sinni um alvarleika stöðunnar.Landspítalinn var Katrínu ofarlega í huga í viðtali á Sprengisandi.Vísir/ErnirForgangsraðar í þágu hins opinbera kerfis„Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði. „Þegar ég segi að við viljum forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þá er það breytt forgangsröðun í heilbrigðismálum í takt við það sem fagaðilar eru að benda á, Landlæknir er að benda á að það þurfi að forgangsraða þessum grunnstoðum vegna þess að það er líka hagkvæmari rekstur á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um aukin útgjöld, þetta snýst líka um það hvernig við verjum þeim peningum sem við verjum til að mynda til heilbrigðismála,“ segir Katrín um stefnu Vinstrihreyfingarinnar í heilbrigðismálum. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28