Vaxtalækkun, peningar og hagstæðari leiga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2017 20:00 Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir telja að vaxtalækkun sé brýn og telja nokkrir að afnám húsnæðisliðarins úr vísitölunni sé leið að markmiðinu. Þá eru sumir sem vilja færa fólki peninga fyrir útborgun en aðrir eru á móti því. Allir flokkar telja mikilvægt að auka framboð íbúða til þess að mæta umframeftirspurn. Samfylkingin vill láta byggja fimm þúsund almennar- og námsmannaíbúðir en Viðreisn vill fylgja húsnæðissáttmálanum sem var samþykktur í vor og gerir ráð fyrir uppbyggingu 7.200 íbúða. Flestir flokkar nefna vaxtalækkanir. Til að ná markmiðinu leggur Viðreisn áherslu á stöðugleika krónunnar með upptöku myntráðs. Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins vilja hins vegar ná húsnæðisverði úr neysluvísitölunni. Þá eru Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins einnig sammála um að draga eigi úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum eða afnema hana alfarið. Samfylkingin og Framsókn skera sig frá öðrum að því leyti að flokkarnir hafa kynnt sértækar aðgerðir sem eiga að færa fólki peninga fyrir útborgun. Samfylking vill fyrirframgreiða tvær til þrjár milljónir króna í vaxtabætur en Framsókn vill hins vegar fara svissnesku leiðina. Þá gæti fólk tekið út iðgjald sem það hefur greitt í lífeyrissjóð og nýtt sem útborgun í íbúð. Fjárhæðin yrði án afborgana og vaxtalaus en við sölu yrði henni skilað aftur til lífeyrissjóðsins. Björt Framtíð telur hins vegar að aðgerðir sem þessar komi til með að hækka húsnæðisverð enn frekar og leggur því megináherslu á framboðshliðina. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur vilja áfram nýta skattfrjálsan séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Þá vill Viðreisn jafnframt leyfa þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár að nota úrræðið. Píratar leggja ólíkt öðrum megináherslu á fjármögnun bygginga til langtímaleigu og telja að ríkið eigi að styðja við leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lækka þurfi leiguverð til þess að fólk geti safnað fyrir húsnæði. Kosningar 2017 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir telja að vaxtalækkun sé brýn og telja nokkrir að afnám húsnæðisliðarins úr vísitölunni sé leið að markmiðinu. Þá eru sumir sem vilja færa fólki peninga fyrir útborgun en aðrir eru á móti því. Allir flokkar telja mikilvægt að auka framboð íbúða til þess að mæta umframeftirspurn. Samfylkingin vill láta byggja fimm þúsund almennar- og námsmannaíbúðir en Viðreisn vill fylgja húsnæðissáttmálanum sem var samþykktur í vor og gerir ráð fyrir uppbyggingu 7.200 íbúða. Flestir flokkar nefna vaxtalækkanir. Til að ná markmiðinu leggur Viðreisn áherslu á stöðugleika krónunnar með upptöku myntráðs. Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins vilja hins vegar ná húsnæðisverði úr neysluvísitölunni. Þá eru Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins einnig sammála um að draga eigi úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum eða afnema hana alfarið. Samfylkingin og Framsókn skera sig frá öðrum að því leyti að flokkarnir hafa kynnt sértækar aðgerðir sem eiga að færa fólki peninga fyrir útborgun. Samfylking vill fyrirframgreiða tvær til þrjár milljónir króna í vaxtabætur en Framsókn vill hins vegar fara svissnesku leiðina. Þá gæti fólk tekið út iðgjald sem það hefur greitt í lífeyrissjóð og nýtt sem útborgun í íbúð. Fjárhæðin yrði án afborgana og vaxtalaus en við sölu yrði henni skilað aftur til lífeyrissjóðsins. Björt Framtíð telur hins vegar að aðgerðir sem þessar komi til með að hækka húsnæðisverð enn frekar og leggur því megináherslu á framboðshliðina. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur vilja áfram nýta skattfrjálsan séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Þá vill Viðreisn jafnframt leyfa þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár að nota úrræðið. Píratar leggja ólíkt öðrum megináherslu á fjármögnun bygginga til langtímaleigu og telja að ríkið eigi að styðja við leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lækka þurfi leiguverð til þess að fólk geti safnað fyrir húsnæði.
Kosningar 2017 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira