Erlent

Ekkjan opnar sig um símtalið við Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Myeshia Johonson, ekkja hermannsins La David Johnson, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki getað munað nafn eiginmanns hennar er hann hringdi í hana til þess að votta henni samúð sína. Hún gagnrýnir forsetann harðlega.

Símtalið hefur vakið mikla atygli ytra eftir að Frederica Wilson, þingmaður demókrata, greindi frá því eftir að hún heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar.

Trump var sagður hafa grætt ekkjuna í símtali og í samtali við ABC staðfestir hún það og segir að tónn Trump í símtalin hafi misboðið henni. Meðal þess sem Trump á að hafa sagt við hana er að eiginmaður hennar hafi vitað hvað hann skráði sig í þegar hann gekk í herinn.

Eiginmaður hennar dó í launsátri í Níger á dögunum en viðtekin venja er að forseti Bandaríkjanna hringi í aðstandendur fallinna hermanna til að vota þeim virðingi bandarísku þjóðarinnar.

Johnson segir að Trump hafi átt bágt með að muna nafn eiginmanns hennar.

„Ef hann er þarna úti að berjast fyrir landi og þjóð og hætta lífi sínu, af hverju getur hann ekki munað nafnið hans?,“ spurði Johnson í samtali við ABC.

Trump hefur lent í talsverðum vanda vegna frétta af símtalinu en til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010.

Trump sagði í tísti í morgun að ekkjan færi með rangt mál.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×