Opnara kerfi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. október 2017 07:00 Starfandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. Hópurinn á að skila rökstuddum tillögum til ráðherra um miðjan janúar á næsta ári. Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðri þjónustu og hagkvæmni, svo og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur. Í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð hefur leigubílalöggjöfin verið endurskoðuð og færð í frjálsræðisátt. Hins vegar hefur löggjöfin hér landi og í Noregi lengi verið óbreytt en hún er um margt svipuð í báðum ríkjum. Sjálfur hefur ráðherrann lýst því, að opna þurfi þetta kerfi meira en verið hefur og nauðsynlegt sé að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum. Það er vel, enda hefur starfshópnum sérstaklega verið falið að skoða hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er, hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. Ljóst er að alvarlegar samkeppnishindranir ríkja á íslenskum leigubílamarkaði. Fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfi voru upphaflega settar að beiðni Hreyfils. Takmarkanirnar höfðu í för með sér vernd sérhagsmuna – tilgangurinn ávallt sá að tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnastöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn aldrei sá að vernda neytendur. Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna slær því ryki í augu neytenda. Formaður Frama, félags leigubílstjóra hefur látið hafa eftir sér þegar þessi mál hefur borið á góma, að engin þörf sé á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. Leigubílstjórum dagsins í dag stendur ekki einungis ógn af snjallforritinu Uber eða sambærilegri þjónustu, heldur einnig ökumannslausum bifreiðum, sem koma á markað innan tíðar. Óumdeilt er að Uber hefur umbylt bæði upplifun farþega og snarminnkað kostnað við leigubílaferðir. Því er erfitt að sjá rök fyrir því að leigubílarekstur eigi að njóta sérstakrar ríkisverndar, eða fá vernd fyrir tækninýjungum. Alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefur rannsakað áhrif tækninýjunga á vinnumarkaðinn. Niðurstaðan var afgerandi. Tækninýjungar verða ekki til þess að störfum fækki, heldur skapast ný störf sem vega upp á móti þeim sem úreldast. Stórkostlega hefur dregið úr hefðbundinni erfiðisvinnu, en í staðinn hafa skapast störf við þjónustu, umönnun, menntun og listir. Með öðrum orðum, eftir því sem tækninni fleygir fram batna lífsgæðin. Störfin eru manneskjulegri en áður, og fólk finnur sér farveg þótt breytingar til skamms tíma geti verið sárar. Í grófum dráttum fer daglegt líf batnandi, þótt vissulega geti stundum verið erfitt að skynja það í umræðu hversdagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun
Starfandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. Hópurinn á að skila rökstuddum tillögum til ráðherra um miðjan janúar á næsta ári. Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðri þjónustu og hagkvæmni, svo og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur. Í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð hefur leigubílalöggjöfin verið endurskoðuð og færð í frjálsræðisátt. Hins vegar hefur löggjöfin hér landi og í Noregi lengi verið óbreytt en hún er um margt svipuð í báðum ríkjum. Sjálfur hefur ráðherrann lýst því, að opna þurfi þetta kerfi meira en verið hefur og nauðsynlegt sé að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum. Það er vel, enda hefur starfshópnum sérstaklega verið falið að skoða hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er, hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. Ljóst er að alvarlegar samkeppnishindranir ríkja á íslenskum leigubílamarkaði. Fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfi voru upphaflega settar að beiðni Hreyfils. Takmarkanirnar höfðu í för með sér vernd sérhagsmuna – tilgangurinn ávallt sá að tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnastöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn aldrei sá að vernda neytendur. Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna slær því ryki í augu neytenda. Formaður Frama, félags leigubílstjóra hefur látið hafa eftir sér þegar þessi mál hefur borið á góma, að engin þörf sé á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. Leigubílstjórum dagsins í dag stendur ekki einungis ógn af snjallforritinu Uber eða sambærilegri þjónustu, heldur einnig ökumannslausum bifreiðum, sem koma á markað innan tíðar. Óumdeilt er að Uber hefur umbylt bæði upplifun farþega og snarminnkað kostnað við leigubílaferðir. Því er erfitt að sjá rök fyrir því að leigubílarekstur eigi að njóta sérstakrar ríkisverndar, eða fá vernd fyrir tækninýjungum. Alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefur rannsakað áhrif tækninýjunga á vinnumarkaðinn. Niðurstaðan var afgerandi. Tækninýjungar verða ekki til þess að störfum fækki, heldur skapast ný störf sem vega upp á móti þeim sem úreldast. Stórkostlega hefur dregið úr hefðbundinni erfiðisvinnu, en í staðinn hafa skapast störf við þjónustu, umönnun, menntun og listir. Með öðrum orðum, eftir því sem tækninni fleygir fram batna lífsgæðin. Störfin eru manneskjulegri en áður, og fólk finnur sér farveg þótt breytingar til skamms tíma geti verið sárar. Í grófum dráttum fer daglegt líf batnandi, þótt vissulega geti stundum verið erfitt að skynja það í umræðu hversdagsins.