Sara Björk og Freyr völdu bæði danska stelpu sem þá bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder fagna saman þýska bikarmeistaratitlinum síðasta vor. Sara er með bikarinn en Harder er lengst til vinstri. Vísir/Getty Líkt og með kosninguna hjá körlunum fengu landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kvenna einnig að taka þátt í kosningunni á bestu knattspyrnukonu heims en verðlaunahátíð FIFA fór fram í London í gærkvöldi. Fulltrúar Íslands í karlaflokki, Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson, völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims en hann stóð síðan uppi sem sigurvegari. Sömu sögu er ekki hægt að segja af landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Sú sem þau kusu bæði komst ekki í hóp þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr settu bæði danska landsliðsfyrirliðann Pernille Harder sem bestu knattspyrnukonu heims. Pernille Harder hjálpaði danska landsliðinu að ná í silfur á Evrópumótinu í Hollandi í sumar og þá urðu hún og Sara Björk tvöfaldir þýskir meistarar saman með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hin hollenska Lieke Martens var kosin besta knattspyrnukona heims á árinu 2017 en hún var einnig valin best á Evrópumótinu og sú besta hjá UEFA. Sara Björk og Freyr voru bæði með hana í öðru sæti. Sara Björk og Freyr voru aftur á móti ekki sammála um þriðja sætið. Sara Björk valdi þar hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem spilar með Olympique Lyon og vann bæði Meistaradeildina og frönsku deildina með liðinu á síðustu leiktíð. Freyr setti aftur á móti hina áströlsku Sam Kerr í þriðja sætið en Sam Kerr hefur spila mjög vel Sky Blue FC í bandarísku deildinni auk þess að vera í stóru hlutverki hjá ástralska landsliðinu. Margir Ástralir voru mjög ósáttir með að Kerr hafi ekki verið í hópi þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr verða bæði í eldlínunni í dag þegar íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni HM en íslensku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum. Það lið sem vinnur leikinn í kvöld verður í efsta sæti riðilsins. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira
Líkt og með kosninguna hjá körlunum fengu landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kvenna einnig að taka þátt í kosningunni á bestu knattspyrnukonu heims en verðlaunahátíð FIFA fór fram í London í gærkvöldi. Fulltrúar Íslands í karlaflokki, Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson, völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims en hann stóð síðan uppi sem sigurvegari. Sömu sögu er ekki hægt að segja af landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Sú sem þau kusu bæði komst ekki í hóp þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr settu bæði danska landsliðsfyrirliðann Pernille Harder sem bestu knattspyrnukonu heims. Pernille Harder hjálpaði danska landsliðinu að ná í silfur á Evrópumótinu í Hollandi í sumar og þá urðu hún og Sara Björk tvöfaldir þýskir meistarar saman með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hin hollenska Lieke Martens var kosin besta knattspyrnukona heims á árinu 2017 en hún var einnig valin best á Evrópumótinu og sú besta hjá UEFA. Sara Björk og Freyr voru bæði með hana í öðru sæti. Sara Björk og Freyr voru aftur á móti ekki sammála um þriðja sætið. Sara Björk valdi þar hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem spilar með Olympique Lyon og vann bæði Meistaradeildina og frönsku deildina með liðinu á síðustu leiktíð. Freyr setti aftur á móti hina áströlsku Sam Kerr í þriðja sætið en Sam Kerr hefur spila mjög vel Sky Blue FC í bandarísku deildinni auk þess að vera í stóru hlutverki hjá ástralska landsliðinu. Margir Ástralir voru mjög ósáttir með að Kerr hafi ekki verið í hópi þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr verða bæði í eldlínunni í dag þegar íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni HM en íslensku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum. Það lið sem vinnur leikinn í kvöld verður í efsta sæti riðilsins.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira