Hörður Björgvin við Guardian: Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 09:00 Hörður Björgvin Magússon og félagar fagna sigri á Englendingum í Nice 27. júní 2016. Vísir/Getty Guardian rifjar upp sigur Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í dag með viðtali við íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon. Ástæðan er að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í þessum ógleymanlega leik í Nice og núverandi stjóri Crystal Palace, er í kvöld í fyrsta sinn að fara mæta íslenskum landsliðsmanni eftir að hann tók við á Selhurst Park. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka í kvöld á móti Crystal Palace í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Hörður Björgvin var tekin í viðtal en þó svo að hann hafi verið fastamaður í íslenska landsliðinu að undanförnu þá hefur hann fengið fá tækifæri með Bristol City. Hörður Björgvin hefur hinsvegar fengið að spila í enska deildabikarnum. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn á móti Íslandi í Nice í lok júní 2016. Síðan eru liðnir átján mánuðir en Roy Hodgson er bara nýkominn aftur inn í fótboltann. Hann tók við liði Crystal Palace þegar Frank de Boer var rekinn í september. „Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur,“ segir Hörður Björgvin Magnússon þegar blaðamaður Guardian spyr hann út það hvernig það verður að mæta Roy Hodgson aftur.Vísir/Getty „Ég sá það frá varamannabekknum þegar þeir fengu vítið sem Rooney skoraði úr. Ég hugsaði: Nú verður erfitt fyrir okkur að snúa þessu við. Íslenska hugarfarið er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Við vissum að enska liðið væri undir mikilli pressu frá blaðamönnum og ensku þjóðinni ef þeir ynnu ekki Ísland. Við sáum það á leikmönnunum. Þeir voru hræddir. Það var síðan rosalegt að sjá þessi hörðu viðbrögð frá Englandi. Brexit var aðeins nokkrum dögum áður og þetta var slæmur tími fyrir ensku þjóðina,“ sagði Hörður Björgvin. Hörður Björgvin er á leiðinni á HM í Rússlandi með íslenska landsliðinu og blaðamaður Guardian spyr hann að sjálfsögðu út í það. „Ég hugsa um næsta sumar á hverjum degi. Ísland er að fara á HM. Þetta er meira en góður draumur,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segist hafa fengið skilaboð frá [Paulo] Dybala þegar Ísland komst á HM en þeir voru áður liðsfélagar hjá Juventus. „Þegar Argentína komst á HM þá sendi ég honum skilaboðin: Hlakka til að hitta þig í Rússlandi. Vonandi verðum við í sama riðli,“ sagði Hörður.Vísir/Getty Hörður Björgvin er líka alveg til í að skjóta aðeins á Roy Hodgson þegar hann er spurður út í leik kvöldsins í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. „Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace. Þetta fer mikið eftir því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir koma inn í leikinn eins og England gerði á móti Íslandi þá munum við bara labba yfir þá,“ sagði Hörður Björgvin en bætti strax við: „Nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur,“ sagði Hörður. Hörður Björgvin ræðir einnig tíma sinn á Ítalíu í viðtalinu sem má finna allt hér.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira
Guardian rifjar upp sigur Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í dag með viðtali við íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon. Ástæðan er að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í þessum ógleymanlega leik í Nice og núverandi stjóri Crystal Palace, er í kvöld í fyrsta sinn að fara mæta íslenskum landsliðsmanni eftir að hann tók við á Selhurst Park. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka í kvöld á móti Crystal Palace í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Hörður Björgvin var tekin í viðtal en þó svo að hann hafi verið fastamaður í íslenska landsliðinu að undanförnu þá hefur hann fengið fá tækifæri með Bristol City. Hörður Björgvin hefur hinsvegar fengið að spila í enska deildabikarnum. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn á móti Íslandi í Nice í lok júní 2016. Síðan eru liðnir átján mánuðir en Roy Hodgson er bara nýkominn aftur inn í fótboltann. Hann tók við liði Crystal Palace þegar Frank de Boer var rekinn í september. „Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur,“ segir Hörður Björgvin Magnússon þegar blaðamaður Guardian spyr hann út það hvernig það verður að mæta Roy Hodgson aftur.Vísir/Getty „Ég sá það frá varamannabekknum þegar þeir fengu vítið sem Rooney skoraði úr. Ég hugsaði: Nú verður erfitt fyrir okkur að snúa þessu við. Íslenska hugarfarið er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Við vissum að enska liðið væri undir mikilli pressu frá blaðamönnum og ensku þjóðinni ef þeir ynnu ekki Ísland. Við sáum það á leikmönnunum. Þeir voru hræddir. Það var síðan rosalegt að sjá þessi hörðu viðbrögð frá Englandi. Brexit var aðeins nokkrum dögum áður og þetta var slæmur tími fyrir ensku þjóðina,“ sagði Hörður Björgvin. Hörður Björgvin er á leiðinni á HM í Rússlandi með íslenska landsliðinu og blaðamaður Guardian spyr hann að sjálfsögðu út í það. „Ég hugsa um næsta sumar á hverjum degi. Ísland er að fara á HM. Þetta er meira en góður draumur,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segist hafa fengið skilaboð frá [Paulo] Dybala þegar Ísland komst á HM en þeir voru áður liðsfélagar hjá Juventus. „Þegar Argentína komst á HM þá sendi ég honum skilaboðin: Hlakka til að hitta þig í Rússlandi. Vonandi verðum við í sama riðli,“ sagði Hörður.Vísir/Getty Hörður Björgvin er líka alveg til í að skjóta aðeins á Roy Hodgson þegar hann er spurður út í leik kvöldsins í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. „Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace. Þetta fer mikið eftir því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir koma inn í leikinn eins og England gerði á móti Íslandi þá munum við bara labba yfir þá,“ sagði Hörður Björgvin en bætti strax við: „Nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur,“ sagði Hörður. Hörður Björgvin ræðir einnig tíma sinn á Ítalíu í viðtalinu sem má finna allt hér.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira