Nýja göngubrúin yfir Arnarnesveg var hífð um borð í skip í gærmorgun í Póllandi þar sem hún er smíðuð. Von er á henni í næstu viku og mun henni fljótlega verið komið fyrir á sínum stað.
Nýja brúin min koma á milli Þorrasala og Kópavogskirkjugarðar en áætlaður kostnaður við gerð brúarinnar var 85 milljónir en Munck á Íslandi átti lægsta tilboðið í gerð brúarinnar, 57,7 milljónir.
Brúin sjálf er 47 metrar en búið er að steypa undirstöður, súlur og endastöpla sem brúin verður reist á.
Nýja göngubrúin yfir Arnarnesveg á leið til Íslands
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
