Flokkur fólksins vill hækka persónuafslátt og afnema verðtrygginguna Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2017 21:22 Flokkur fólksins vill meðal annars skattleggja inngreiðslur fólks í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segir að með því sé hægt að fjármagna aðgerðir til að bæta hag þeirra verst settu. Hækka beri persónuaflsátt skatta, afnema verðtrygginguna og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Markmiðið stórt Flokkur fólksins kynnti í dag helstu áherslur sínar fyrir kosningarnar sem fram fara á laugardaginn. Þar er megin áherslan lögð á að bæta hag hinna verst settu meðal annars með því að lágmarks framfærsla verði 300 þúsund krónur og stórátak verði gert í húsnæðismálum. Inga Sæland formaður segir markmiðið stórt; að útrýma fátækt á Íslandi. „Fá grunnheilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa, ráðast að rótum vandans sem verðtryggingin er og koma okurvöxtunum okkar niður í það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur,“ sagði Inga á fréttamannafundi í dag. Flokkurinn vill að komið verði á félagslegu íbúðakerfi eins og þekktist á árum áður. „Við sjáum það að ríki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög ættu allir að geta tekið höndum saman með góðum vilja til að koma í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum,“ segir Inga.Engar sviptingar, ekkert gaman Þá vill Flokkur fólksins að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað útgreiðslna. Þannig megi auka tekjur ríkissjóðs um 40 milljarða til að fjármagna nauðsynleg verkefni til að bæta hag þeirra sem búa við lægstu kjörin og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Kannanir eru ýmist að sýna ykkur inni eða úti, er bjartsýnin allsráðandi hjá ykkur?„Eins og þú sérð, það er alltaf bjartsýni. Ef ekki eru neinar sviptingar er ekkert gaman að þessu. Þannig að við hlökkum bara til að fá að sjá hvernig kjósendur taka okkur,“ segir Inga Snæland. Kosningar 2017 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Flokkur fólksins vill meðal annars skattleggja inngreiðslur fólks í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segir að með því sé hægt að fjármagna aðgerðir til að bæta hag þeirra verst settu. Hækka beri persónuaflsátt skatta, afnema verðtrygginguna og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Markmiðið stórt Flokkur fólksins kynnti í dag helstu áherslur sínar fyrir kosningarnar sem fram fara á laugardaginn. Þar er megin áherslan lögð á að bæta hag hinna verst settu meðal annars með því að lágmarks framfærsla verði 300 þúsund krónur og stórátak verði gert í húsnæðismálum. Inga Sæland formaður segir markmiðið stórt; að útrýma fátækt á Íslandi. „Fá grunnheilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa, ráðast að rótum vandans sem verðtryggingin er og koma okurvöxtunum okkar niður í það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur,“ sagði Inga á fréttamannafundi í dag. Flokkurinn vill að komið verði á félagslegu íbúðakerfi eins og þekktist á árum áður. „Við sjáum það að ríki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög ættu allir að geta tekið höndum saman með góðum vilja til að koma í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum,“ segir Inga.Engar sviptingar, ekkert gaman Þá vill Flokkur fólksins að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað útgreiðslna. Þannig megi auka tekjur ríkissjóðs um 40 milljarða til að fjármagna nauðsynleg verkefni til að bæta hag þeirra sem búa við lægstu kjörin og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Kannanir eru ýmist að sýna ykkur inni eða úti, er bjartsýnin allsráðandi hjá ykkur?„Eins og þú sérð, það er alltaf bjartsýni. Ef ekki eru neinar sviptingar er ekkert gaman að þessu. Þannig að við hlökkum bara til að fá að sjá hvernig kjósendur taka okkur,“ segir Inga Snæland.
Kosningar 2017 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira