Vinstri græn langstærst í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2017 00:00 Vinstri græn bæta við sig töluverðu fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum síðan í síðustu Alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunar 365 sem kynnt var í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Flokkurinn mælist með 30,1 prósent fylgi miðað við 19,3 prósent í fyrra. Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ræddu niðurstöður könnunarinnar í þætti kvöldsins. Könnun 365 byggir á þremur könnunum sem gerðar voru dagana 10., 16. og 23. október. Samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 3,6 prósent, Viðreisn með 5,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með 18,7 prósent, Flokkur fólksins með 5,4 prósent, Miðflokkurinn með 7,2 prósent, Píratar með 13,1 prósent, Samfylkingin með 13,2 prósent og Vinstri hreyfingin grænt framboð með 30,1 prósent. Þeir sem ætla að skila auðu eða ekki að kjósa voru 7,3 prósent aðspurðra, óákveðnir voru 9,6 prósent og 12,8 prósent svöruðu ekki.Stöð 2Skin og skúrir „Við höfum lagt upp úr því að reka jákvæða og uppbyggilega baráttu og fyrst og fremst snýst hún um okkar áherslur og okkar mál. Við viljum stilla því þannig upp að það sé skýrt hverjir valkostirnir eru, að við séum að tala um möguleika á því að snúa við blaðinu á Íslandi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, í þætti kvöldsins. Hún var að vonum ánægð með niðurstöðurnar er flokkurinn fer úr 19,3 prósentum í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu Alþingiskosningum og upp í 30,1 prósent. Björt framtíð mældist með 2,4 prósent fylgi í könnun 365 en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði tölurnar vissulega ekki gleðilegar. Niðurstöðurnar sagði hann enn fremur geta skrifast á afstöðu flokksins til fjárstyrkja frá fyrirtækjum. „En þær koma heldur ekki kannski alveg á óvart miðað við það sem við höfum verið að sjá. Við í Bjartri framtíð höfum kannski dálítið orðið undir í kosningabaráttunni, eða það er að segja, við höfum neitað okkur um það að taka við styrkjum frá fyrirtækjum þannig að við höfum ekki auglýst okkur upp eins og margir hafa gert.“ Framsókn og Viðreisn upplitsdjörfÞá var Lilja Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður, upplitsdjörf þrátt fyrir slakar niðurstöður í könnun kvöldsins. „Ég get sagt þér það líka að á kjördag í síðustu kosningum var Reykjavík suður að mælast með 4 prósent og við enduðum vel yfir 7 prósentum og vorum inni,“ sagði Lilja sem sagðist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Reykjavík. Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagði flokkinn telja sig eiga mikið inni fyrir kosningar á laugardag. Viðreisn mældist með 5,4 prósent fylgi í Reykjavík en fékk 12,2 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2016. „Við horfum mjög björtum augum á kosningarnar á laugardag.“Lilja Alfreðsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Svandís Svavarsdóttir voru á meðal gesta Heimis Más í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/SkjáskotUggandi yfir meirihlutanumÞá var Sigríður Á. Andersen, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, óánægð með niðurstöðurnar, ekki síst vegna þeirra flokka - annarra en Sjálfstæðisflokksins - sem mældust í stærstir í kjördæmunum. „Það sem hins vegar ég sé, ef þetta yrði niðurstaðan, að það myndi fjölga þingmönnum Reykvíkinga á þingi sem hafa hug á að stjórna hér landinu eins og Reykjavík er stjórnað. Og mér líst, sem Reykvíkingi og þingmanni Reykvíkinga, afar illa á það,“ sagði Sigríður og vísaði þar til Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna sem mældust með rúman meirihluta í könnuninni. Þessum ummælum Sigríðar var Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík norður, sammála en hún taldi fylgi hins nýja flokks ásættanlegt í 7,2 prósentum. Traust, trúverðugleiki og ungt fólk„Ég held að þetta snúist bara um traust og trúverðugleika,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, en henni þóttu niðurstöður kosninganna gleðilegar. Samfylkingin bætti þar við sig töluverðu fylgi úr síðustu Alþingiskosningum, fór úr 5,4 prósentum og upp í 13,2. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagði flokkinn myndu leggja áherlsu á að ná til ungs fólks síðustu dagana fyrir kosningar. „Við veljum ungt fólk til áhrifa,“ sagði Þórhildur Sunna. Píratar töpuðu nokkru fylgi miðað við niðurstöður könnunarinnar, fóru úr 18,2 prósentum og niður í 13,1. Kosningaþátt Stöðvar 2, sem sýndur var í kvöld, má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fulltrúar allra flokka sem eru á þingi í dag, ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum, mættu í kosningaþátt kvöldsins en stjórnandi var Heimir Már Pétursson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Vinstri græn bæta við sig töluverðu fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum síðan í síðustu Alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunar 365 sem kynnt var í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Flokkurinn mælist með 30,1 prósent fylgi miðað við 19,3 prósent í fyrra. Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ræddu niðurstöður könnunarinnar í þætti kvöldsins. Könnun 365 byggir á þremur könnunum sem gerðar voru dagana 10., 16. og 23. október. Samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 3,6 prósent, Viðreisn með 5,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með 18,7 prósent, Flokkur fólksins með 5,4 prósent, Miðflokkurinn með 7,2 prósent, Píratar með 13,1 prósent, Samfylkingin með 13,2 prósent og Vinstri hreyfingin grænt framboð með 30,1 prósent. Þeir sem ætla að skila auðu eða ekki að kjósa voru 7,3 prósent aðspurðra, óákveðnir voru 9,6 prósent og 12,8 prósent svöruðu ekki.Stöð 2Skin og skúrir „Við höfum lagt upp úr því að reka jákvæða og uppbyggilega baráttu og fyrst og fremst snýst hún um okkar áherslur og okkar mál. Við viljum stilla því þannig upp að það sé skýrt hverjir valkostirnir eru, að við séum að tala um möguleika á því að snúa við blaðinu á Íslandi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, í þætti kvöldsins. Hún var að vonum ánægð með niðurstöðurnar er flokkurinn fer úr 19,3 prósentum í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu Alþingiskosningum og upp í 30,1 prósent. Björt framtíð mældist með 2,4 prósent fylgi í könnun 365 en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði tölurnar vissulega ekki gleðilegar. Niðurstöðurnar sagði hann enn fremur geta skrifast á afstöðu flokksins til fjárstyrkja frá fyrirtækjum. „En þær koma heldur ekki kannski alveg á óvart miðað við það sem við höfum verið að sjá. Við í Bjartri framtíð höfum kannski dálítið orðið undir í kosningabaráttunni, eða það er að segja, við höfum neitað okkur um það að taka við styrkjum frá fyrirtækjum þannig að við höfum ekki auglýst okkur upp eins og margir hafa gert.“ Framsókn og Viðreisn upplitsdjörfÞá var Lilja Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður, upplitsdjörf þrátt fyrir slakar niðurstöður í könnun kvöldsins. „Ég get sagt þér það líka að á kjördag í síðustu kosningum var Reykjavík suður að mælast með 4 prósent og við enduðum vel yfir 7 prósentum og vorum inni,“ sagði Lilja sem sagðist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Reykjavík. Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagði flokkinn telja sig eiga mikið inni fyrir kosningar á laugardag. Viðreisn mældist með 5,4 prósent fylgi í Reykjavík en fékk 12,2 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2016. „Við horfum mjög björtum augum á kosningarnar á laugardag.“Lilja Alfreðsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Svandís Svavarsdóttir voru á meðal gesta Heimis Más í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/SkjáskotUggandi yfir meirihlutanumÞá var Sigríður Á. Andersen, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, óánægð með niðurstöðurnar, ekki síst vegna þeirra flokka - annarra en Sjálfstæðisflokksins - sem mældust í stærstir í kjördæmunum. „Það sem hins vegar ég sé, ef þetta yrði niðurstaðan, að það myndi fjölga þingmönnum Reykvíkinga á þingi sem hafa hug á að stjórna hér landinu eins og Reykjavík er stjórnað. Og mér líst, sem Reykvíkingi og þingmanni Reykvíkinga, afar illa á það,“ sagði Sigríður og vísaði þar til Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna sem mældust með rúman meirihluta í könnuninni. Þessum ummælum Sigríðar var Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík norður, sammála en hún taldi fylgi hins nýja flokks ásættanlegt í 7,2 prósentum. Traust, trúverðugleiki og ungt fólk„Ég held að þetta snúist bara um traust og trúverðugleika,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, en henni þóttu niðurstöður kosninganna gleðilegar. Samfylkingin bætti þar við sig töluverðu fylgi úr síðustu Alþingiskosningum, fór úr 5,4 prósentum og upp í 13,2. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagði flokkinn myndu leggja áherlsu á að ná til ungs fólks síðustu dagana fyrir kosningar. „Við veljum ungt fólk til áhrifa,“ sagði Þórhildur Sunna. Píratar töpuðu nokkru fylgi miðað við niðurstöður könnunarinnar, fóru úr 18,2 prósentum og niður í 13,1. Kosningaþátt Stöðvar 2, sem sýndur var í kvöld, má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fulltrúar allra flokka sem eru á þingi í dag, ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum, mættu í kosningaþátt kvöldsins en stjórnandi var Heimir Már Pétursson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41
Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57