Hádegisverður með klisjukenndum hjónum Sigríður Jónsdóttir skrifar 25. október 2017 10:00 Frammistaða leikaranna er góð í Risaeðlunum í Þjóðleikhúsinu. Mynd/Hörður Sveinsson Leikhús Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason Þjóðleikhúsið Leikstjórn: Ragnar Bragason Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur Ólafsson, María Thelma Smáradóttir Leikmynd: Hálfdán Pedersen Búningar: Filippía I. Elísdóttir Tónlist: Mugison Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson Lýsing: Jóhann Friðrik Ágútsson Virðuleg sendiherrahjón bjóða ungu pari til hádegisverðar í sendiráði Íslands í Washington DC, eingöngu er borið fram íslenskt hráefni fyrir utan hafsjó af erlendu og dýru áfengi. En undir fáguðu yfirborðinu leynast dimm fjölskylduleyndarmál. Risaeðlurnar, frumsýndar síðastliðinn föstudag í Þjóðleikhúsinu, er lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags en höfundur leikstýrir einnig uppfærslunni. Þrátt fyrir áhugaverða hugmynd og sterka byrjun þá birtast brotalamir fljótlega í handritinu. Byrjunaratriðið er snarpt, vel skrifað og leggur línurnar fyrir dramatísku átökin sem eru í vændum. Stærsti galli handritsins er að framvindan þróast en persónurnar ekki. Karakterarnir umbreytast bara í ýktari útgáfu af manneskjunum sem kynntar voru til sögunnar í byrjun. Hegðun sendiherrahjónanna er oft á tíðum absúrd en Risaeðlurnar eru hreinlega stofudrama af gamla skólanum sem minnir meira en lítið á Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee. Nema núna eru veislugestirnir aðeins eldri, fantasíusonurinn er allt annað en draumur í dós og ástin er löngu dauð í hjónabandinu. Svipuð vandamál má finna í leikstjórn Ragnars; verkfæri eru notuð einu sinni og síðan aldrei aftur, heilu senurnar eru nánast hreyfingarlausar á meðan matargestirnir sitja að snæðingi og stutt er í hurðafarsann án þess að hefðir hans séu fullnýttar. Fyrsta sena eftir hlé er reyndar bráðfyndin og tilsvör stundum afar hnyttin. Auðveldlega hefði mátt stytta sýninguna um hálftíma, ekki það að þessar auka þrjátíu mínútur séu alvondar heldur einungis óþarfar. Þar á meðal hefðu báðar einræðurnar mátt hverfa. Edda Björgvinsdóttir hefur verið á flugi þetta árið sem er svo sannarlega verðskuldað. Hún sýnir á sér nýjar hliðar í dramatískari atriðunum sem hin beyglaða frú Ágústa en kunnuglegar í þeim kómískari. Allt gerir hún þetta af natni en takmarkast af yfirborðskenndu handriti; þó finnur hún harminn í þessari óhamingjusömu konu sem hefur byggt tilvist sína á lygi. Elliða sendiherra leikur Pálmi Gestsson. Hann sýnir góða gríntakta en nær ekki sömu sterku tökum á harminum og Edda. Samleikur þeirra er oft á tíðum flottur og fyndinn enda vita þau bæði að þögnin getur talað tungum á sviði. Unga parið sem kemur í heimsókn leika þau Birgitta Birgisdóttir og Hallgrímur Ólafsson. Birgitta fær bitastæðari persónu til að takast á við en listakonan Bríet Ísold verður mörgum kunnugleg í allri sinni sjálfhverfu. Aftur á móti er fátt eftirtektarvert í frammistöðu Hallgríms sem nær aldrei að gera Albert áhugaverðan. Guðjón Davíð Karlsson leikur Svein Elliða, þunglyndan einkason sendiherrahjónanna sem stendur á brún hyldýpisins. Frammistaða hans er í takt við efnistök en karakterinn er nánast eintóna, sýnir aldrei breytingu á fasi og er sem þrumuský allan tímann. Þrátt fyrir að sitja uppi með ansi klisjukennda einræðu þá stendur María Thelma Smáradóttir sig virkilega vel í sínu hlutverki. Þarna er ung leikkona á ferð sem vert er að fylgjast með og veita athygli. Umgjörð sýningarinnar endurspeglar líka áðurnefnd vandamál. Leikmynd Hálfdáns Pedersen er stór í sniðum og vel útfærð en skortir dýpt, búningar Filippíu I. Elísdóttur passa verkinu vel en skilja lítið eftir sig og lýsing Jóhanns Friðriks Ágústssonar sömuleiðis. Eftirminnilegustu útfærslurnar eru hljóðmynd Kristjáns Einarssonar og tónlist Mugisons sem springur út í lokaatriði verksins og undirstrikar eitt fallegasta atriði sýningarinnar á kraftmikinn hátt. Risaeðlunar ná aldrei að kynda undir satíruna nægilega mikið né skrúfa nægilega upp í dramatíkinni. Sýningin er hvorki fugl né fiskur heldur samsuða af hinum og þessum hugmyndum sem eru ekki nægilega vel nýttar. Framvindan er fyrirsjáanleg en þó fyndin á köflum, hér eru það leikararnir sem bjarga því sem bjargað verður.Niðurstaða: Klisjurnar bera Risaeðlurnar ofurliði. Leikhús Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason Þjóðleikhúsið Leikstjórn: Ragnar Bragason Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur Ólafsson, María Thelma Smáradóttir Leikmynd: Hálfdán Pedersen Búningar: Filippía I. Elísdóttir Tónlist: Mugison Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson Lýsing: Jóhann Friðrik Ágútsson Virðuleg sendiherrahjón bjóða ungu pari til hádegisverðar í sendiráði Íslands í Washington DC, eingöngu er borið fram íslenskt hráefni fyrir utan hafsjó af erlendu og dýru áfengi. En undir fáguðu yfirborðinu leynast dimm fjölskylduleyndarmál. Risaeðlurnar, frumsýndar síðastliðinn föstudag í Þjóðleikhúsinu, er lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags en höfundur leikstýrir einnig uppfærslunni. Þrátt fyrir áhugaverða hugmynd og sterka byrjun þá birtast brotalamir fljótlega í handritinu. Byrjunaratriðið er snarpt, vel skrifað og leggur línurnar fyrir dramatísku átökin sem eru í vændum. Stærsti galli handritsins er að framvindan þróast en persónurnar ekki. Karakterarnir umbreytast bara í ýktari útgáfu af manneskjunum sem kynntar voru til sögunnar í byrjun. Hegðun sendiherrahjónanna er oft á tíðum absúrd en Risaeðlurnar eru hreinlega stofudrama af gamla skólanum sem minnir meira en lítið á Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee. Nema núna eru veislugestirnir aðeins eldri, fantasíusonurinn er allt annað en draumur í dós og ástin er löngu dauð í hjónabandinu. Svipuð vandamál má finna í leikstjórn Ragnars; verkfæri eru notuð einu sinni og síðan aldrei aftur, heilu senurnar eru nánast hreyfingarlausar á meðan matargestirnir sitja að snæðingi og stutt er í hurðafarsann án þess að hefðir hans séu fullnýttar. Fyrsta sena eftir hlé er reyndar bráðfyndin og tilsvör stundum afar hnyttin. Auðveldlega hefði mátt stytta sýninguna um hálftíma, ekki það að þessar auka þrjátíu mínútur séu alvondar heldur einungis óþarfar. Þar á meðal hefðu báðar einræðurnar mátt hverfa. Edda Björgvinsdóttir hefur verið á flugi þetta árið sem er svo sannarlega verðskuldað. Hún sýnir á sér nýjar hliðar í dramatískari atriðunum sem hin beyglaða frú Ágústa en kunnuglegar í þeim kómískari. Allt gerir hún þetta af natni en takmarkast af yfirborðskenndu handriti; þó finnur hún harminn í þessari óhamingjusömu konu sem hefur byggt tilvist sína á lygi. Elliða sendiherra leikur Pálmi Gestsson. Hann sýnir góða gríntakta en nær ekki sömu sterku tökum á harminum og Edda. Samleikur þeirra er oft á tíðum flottur og fyndinn enda vita þau bæði að þögnin getur talað tungum á sviði. Unga parið sem kemur í heimsókn leika þau Birgitta Birgisdóttir og Hallgrímur Ólafsson. Birgitta fær bitastæðari persónu til að takast á við en listakonan Bríet Ísold verður mörgum kunnugleg í allri sinni sjálfhverfu. Aftur á móti er fátt eftirtektarvert í frammistöðu Hallgríms sem nær aldrei að gera Albert áhugaverðan. Guðjón Davíð Karlsson leikur Svein Elliða, þunglyndan einkason sendiherrahjónanna sem stendur á brún hyldýpisins. Frammistaða hans er í takt við efnistök en karakterinn er nánast eintóna, sýnir aldrei breytingu á fasi og er sem þrumuský allan tímann. Þrátt fyrir að sitja uppi með ansi klisjukennda einræðu þá stendur María Thelma Smáradóttir sig virkilega vel í sínu hlutverki. Þarna er ung leikkona á ferð sem vert er að fylgjast með og veita athygli. Umgjörð sýningarinnar endurspeglar líka áðurnefnd vandamál. Leikmynd Hálfdáns Pedersen er stór í sniðum og vel útfærð en skortir dýpt, búningar Filippíu I. Elísdóttur passa verkinu vel en skilja lítið eftir sig og lýsing Jóhanns Friðriks Ágústssonar sömuleiðis. Eftirminnilegustu útfærslurnar eru hljóðmynd Kristjáns Einarssonar og tónlist Mugisons sem springur út í lokaatriði verksins og undirstrikar eitt fallegasta atriði sýningarinnar á kraftmikinn hátt. Risaeðlunar ná aldrei að kynda undir satíruna nægilega mikið né skrúfa nægilega upp í dramatíkinni. Sýningin er hvorki fugl né fiskur heldur samsuða af hinum og þessum hugmyndum sem eru ekki nægilega vel nýttar. Framvindan er fyrirsjáanleg en þó fyndin á köflum, hér eru það leikararnir sem bjarga því sem bjargað verður.Niðurstaða: Klisjurnar bera Risaeðlurnar ofurliði.
Leikhús Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira