Sport

Forystuhópurinn fór vitlausa leið í maraþonhlaupi og allir misstu af sigrinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Feneyjarmaraþonið er alltaf vinsælt enda á frábærum stað.
Feneyjarmaraþonið er alltaf vinsælt enda á frábærum stað. Vísir/EPA
Það margborgar sig fyrir maraþonhlaupara að þekkja leiðina vel því annars getur farið illa.

Svo var raunin Feneyjarmaraþoninu á dögunum þegar heimamaður vann óvæntan sigur eftir einn risastóran misskilning.

Afríkumennirnir Abdulahl Dawud, Gilbert Kipleting Chumba, Kipkemei Mutai og David Kiprono Metto voru fremstir í hlaupinu og voru allir líklegir til afreka.

Þeir hlupu á eftir mótorhjóli sem sýndi þeim rétta leið. Eða það héldu þeir. Ökumaðurinn villtist hinsvegar af leið eftir 25 kílómetra hlaup.

Ítalinn Eyob Faniel var mínútu á eftir forystuhópnum en nýtti sér vel aukakrókinn sem bestu hlaupararnir tóku og varð á endanum fyrsti Ítalinn í 22 ár til að vinna Feneyjarmaraþonið.

Hér fyrir neðan má sjá tímapunktinn þegar hlaupararnir átta sig á því að þeir eru búnir að vera að hlaupa vitlausa leið.





Mohammed Mussa varð annar í hlaupinu en Tariq Bamaarouf tryggði sér þriðja sætið. Efstur af mönnum sem tóku aukakrókinn var Gilbert Kipleting Chumba sem endaði fjórði.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Euronews um hlaupið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×