Geðheilbrigði tónlistarmanna er ekki skemmtifrétt Benedikt Bóas skrifar 26. október 2017 16:30 Chester Bennington, söngvari Linkin Park, var virtur og dáður af milljónum en hafði sinn djöful að draga. Hann framdi sjálfsmorð þann 20. júlí síðastliðinn þegar hann hengdi sig á heimili sínu. Hann var 41. árs. NordicPhotos/Getty „Þetta er stundum sett í búning og gert eins og það sé eftirsóknavert að vera að glíma við sinn djöful,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN, en á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves verður ráðstefna þar sem rætt verður um geðheilbrigðismál tónlistarmanna. Ástæðan er að fjölmargir tónlistarmenn hafa fallið fyrir eigin hendi, bæði erlendis og hérlendis. Umræðan um geðheilbrigðismál hefur lengi verið mikið tabú segir Anna, og sérstaklega meðal tónlistarmanna.„Það þarf að gera eitthvað í þessu og tala um lausnir og vandamálið. Geðheilbrigðismál eru tabú en eru einstök í tónlistargeiranum því það er eins og það sé einhver ljómi yfir tónlistarmönnum og geðheilbrigði þeirra. Ef tónlistarmaður fellur fyrir eigin hendi eða líður eitthvað illa og fær jafnvel eitthvert áfall þá er það málað í skemmtilegum litum í staðinn fyrir að segja: Guð minn góður, hvernig getum við hjálpað. Þegar Amy Winehouse til dæmis átti við sín vandamál að stríða þá var það málað sem einhver skemmtifrétt í staðinn fyrir að tala um þetta sem vandamál sem þarf að laga.“William Doyle mun tala á fyrirlestrinum. NordicPhotos/GettyWilliam Doyle fæddist árið 1991 og sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Total Strife Forever. Árið 2016 gaf hann út plötu sem hann byggði á kvíða sínum, ofsahræðslu og skorti á veruleikaskyni. Hann hefur verið opinskár gagnvart geðvandamálum sínum sem tónlistarmaður. „Okkur fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að fá hóp af fólki sem talar um geðheilbrigði tónlistarmanna þá væri betra að fá tónlistarmann sem glímir við geðvandamál og talar um þau. Segir frá sinni reynslu. Við verðum líka með fulltrúa frá Landspítalanum sem talar um þau úrræði sem tónlistarmenn og aðrir hafa.“ Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 2. nóvember í sal 2 í Bíó Paradís.Chris Cornell lést í maí síðastliðnum. Hann hafði glímt við þunglyndi í langan tíma. Hann var 52. ára gamall. NordicPhotos/Getty Airwaves Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er stundum sett í búning og gert eins og það sé eftirsóknavert að vera að glíma við sinn djöful,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN, en á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves verður ráðstefna þar sem rætt verður um geðheilbrigðismál tónlistarmanna. Ástæðan er að fjölmargir tónlistarmenn hafa fallið fyrir eigin hendi, bæði erlendis og hérlendis. Umræðan um geðheilbrigðismál hefur lengi verið mikið tabú segir Anna, og sérstaklega meðal tónlistarmanna.„Það þarf að gera eitthvað í þessu og tala um lausnir og vandamálið. Geðheilbrigðismál eru tabú en eru einstök í tónlistargeiranum því það er eins og það sé einhver ljómi yfir tónlistarmönnum og geðheilbrigði þeirra. Ef tónlistarmaður fellur fyrir eigin hendi eða líður eitthvað illa og fær jafnvel eitthvert áfall þá er það málað í skemmtilegum litum í staðinn fyrir að segja: Guð minn góður, hvernig getum við hjálpað. Þegar Amy Winehouse til dæmis átti við sín vandamál að stríða þá var það málað sem einhver skemmtifrétt í staðinn fyrir að tala um þetta sem vandamál sem þarf að laga.“William Doyle mun tala á fyrirlestrinum. NordicPhotos/GettyWilliam Doyle fæddist árið 1991 og sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Total Strife Forever. Árið 2016 gaf hann út plötu sem hann byggði á kvíða sínum, ofsahræðslu og skorti á veruleikaskyni. Hann hefur verið opinskár gagnvart geðvandamálum sínum sem tónlistarmaður. „Okkur fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að fá hóp af fólki sem talar um geðheilbrigði tónlistarmanna þá væri betra að fá tónlistarmann sem glímir við geðvandamál og talar um þau. Segir frá sinni reynslu. Við verðum líka með fulltrúa frá Landspítalanum sem talar um þau úrræði sem tónlistarmenn og aðrir hafa.“ Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 2. nóvember í sal 2 í Bíó Paradís.Chris Cornell lést í maí síðastliðnum. Hann hafði glímt við þunglyndi í langan tíma. Hann var 52. ára gamall. NordicPhotos/Getty
Airwaves Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira