Flókið að mynda stjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2017 06:00 r. Formenn og fulltrúar níu stærstu flokkanna mættu í settið hjá fréttastofu í gær til þess að ræða málefnin. Þegar kom að því að stilla sér upp fyrir ljósmyndara fann formaður Miðflokksins heststyttu sem svipaði til merkis flokksins sem vakti lukku meðal leiðtoganna. Vísir/Ernir Átta möguleikar eru á myndun þriggja flokka ríkisstjórna miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í gær. Í öllum tilfellum þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að koma að myndun slíkrar stjórnar. Sú þriggja flokka stjórn sem hefði mestan þingstyrk væri stjórn Sjálfstæðisflokksins með VG og Samfylkingunni. Hún myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Myndun slíkrar ríkisstjórnar er þó ekki efst á óskalistanum hjá forystumönnum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. „Við viljum mynda ríkisstjórn frá vinstri og inn á miðjuna, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst svipuðum skoðunum og Svandís.Eiríkur Bergmann, prófessor, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri.Vísir/hörður sveinsson„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri. „Þó svo að það gæti auðvitað líka verið eitthvað þvíumlíkt í spilunum hægra megin þá held ég að það sé nú ólíklegra,“ sagði Eiríkur Bergmann í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þar benti Eiríkur á að fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar, sem hefði 33 þingmenn, gæti vel komist á. Eiríkur sagði stefna í að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn verði í lykilstöðu eftir kosningar. „Það verður erfitt að mynda ríkisstjórnir að afloknum kosningum án þessara flokka, sem geta farið í báðar áttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Átta möguleikar eru á myndun þriggja flokka ríkisstjórna miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í gær. Í öllum tilfellum þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að koma að myndun slíkrar stjórnar. Sú þriggja flokka stjórn sem hefði mestan þingstyrk væri stjórn Sjálfstæðisflokksins með VG og Samfylkingunni. Hún myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Myndun slíkrar ríkisstjórnar er þó ekki efst á óskalistanum hjá forystumönnum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. „Við viljum mynda ríkisstjórn frá vinstri og inn á miðjuna, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst svipuðum skoðunum og Svandís.Eiríkur Bergmann, prófessor, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri.Vísir/hörður sveinsson„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri. „Þó svo að það gæti auðvitað líka verið eitthvað þvíumlíkt í spilunum hægra megin þá held ég að það sé nú ólíklegra,“ sagði Eiríkur Bergmann í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þar benti Eiríkur á að fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar, sem hefði 33 þingmenn, gæti vel komist á. Eiríkur sagði stefna í að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn verði í lykilstöðu eftir kosningar. „Það verður erfitt að mynda ríkisstjórnir að afloknum kosningum án þessara flokka, sem geta farið í báðar áttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira