Gestrisni bóndinn erfir ekki flótta Sigmundar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. október 2017 06:00 Þótt Sigmundur Davíð hafi sagt skilið við Framsókn er hann enn velkominn á Hrafnabjörgum með lögheimilisskráningu sína. vísir/Ernir „Við Sigmundur höfum frá upphafi hans í pólitík alltaf verið samherjar,“ segir Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð sem hefur verið ein umtalaðasta jörð stjórnmálanna hin síðari ár. Ástæðan er sú að vorið 2013 flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, lögheimili sitt á bæinn Hrafnabjörg 3 og bauð sig fram í Norðausturkjördæmi. Jónas tók fagnandi á móti foringjanum þá enda ætíð verið mikill Framsóknarmaður. Þrátt fyrir að vera langt í frá einsdæmi í íslenskum stjórnmálum þá vakti lögheimilisskráning Sigmundar Davíðs mikla athygli á sínum tíma og töluvert um hana fjallað í fjölmiðlum enda heldur Sigmundur heimili í reisulegu húsi í Garðabæ. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort afstaða Framsóknarmannsins Jónasar á Hrafnabjörgum til lögheimilisskráningar Sigmundar á bæ hans hefði eitthvað breyst í ljósi þess að hann hefur nú stofnað Miðflokkinn og hoggið skarð í raðir Framsóknarflokksins og fylgi hans. Jónas hlær dátt þegar blaðamaður ber upp erindið. Segir hann Sigmund ávallt velkominn enda þeir ávallt verið samherjar, þó bóndinn hafi ekki gengið jafn langt og margir flokksfélagar hans og skráð sig úr Framsóknarflokknum. Römm er sú taug. „Ég hef nú ekkert gert í því að segja mig úr Framsókn og ganga í nýja flokkinn en við erum jafn miklir félagar fyrir því. Sigmundur er enn velkominn hér og er auðvitað skráður á framboðslista hér í kjördæminu. Þetta hefur allt sinn gang eins og gengur og þegar menn lenda svona illilega upp á kant þá getur komið upp erfið staða,“ segir Jónas um brotthvarf Sigmundar úr Framsókn. En hefur Sigmundur komið í heimsókn á lögheimili sitt nýlega? „Já, ég verð að segja frá því að það er svona hálfur mánuður síðan hann kíkti hérna við hjá mér.“ Aðspurður hvort hann sé nokkuð farinn að rukka foringjann um leigu nú þegar hann er horfinn úr Framsóknarflokknum hlær Jónas. „Nei, nei. Það er mér að meinalausu þótt hann sé með lögheimili hjá mér,“ segir þekktasti lögheimilisgestgjafi landsins að lokum léttur í bragði. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
„Við Sigmundur höfum frá upphafi hans í pólitík alltaf verið samherjar,“ segir Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð sem hefur verið ein umtalaðasta jörð stjórnmálanna hin síðari ár. Ástæðan er sú að vorið 2013 flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, lögheimili sitt á bæinn Hrafnabjörg 3 og bauð sig fram í Norðausturkjördæmi. Jónas tók fagnandi á móti foringjanum þá enda ætíð verið mikill Framsóknarmaður. Þrátt fyrir að vera langt í frá einsdæmi í íslenskum stjórnmálum þá vakti lögheimilisskráning Sigmundar Davíðs mikla athygli á sínum tíma og töluvert um hana fjallað í fjölmiðlum enda heldur Sigmundur heimili í reisulegu húsi í Garðabæ. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort afstaða Framsóknarmannsins Jónasar á Hrafnabjörgum til lögheimilisskráningar Sigmundar á bæ hans hefði eitthvað breyst í ljósi þess að hann hefur nú stofnað Miðflokkinn og hoggið skarð í raðir Framsóknarflokksins og fylgi hans. Jónas hlær dátt þegar blaðamaður ber upp erindið. Segir hann Sigmund ávallt velkominn enda þeir ávallt verið samherjar, þó bóndinn hafi ekki gengið jafn langt og margir flokksfélagar hans og skráð sig úr Framsóknarflokknum. Römm er sú taug. „Ég hef nú ekkert gert í því að segja mig úr Framsókn og ganga í nýja flokkinn en við erum jafn miklir félagar fyrir því. Sigmundur er enn velkominn hér og er auðvitað skráður á framboðslista hér í kjördæminu. Þetta hefur allt sinn gang eins og gengur og þegar menn lenda svona illilega upp á kant þá getur komið upp erfið staða,“ segir Jónas um brotthvarf Sigmundar úr Framsókn. En hefur Sigmundur komið í heimsókn á lögheimili sitt nýlega? „Já, ég verð að segja frá því að það er svona hálfur mánuður síðan hann kíkti hérna við hjá mér.“ Aðspurður hvort hann sé nokkuð farinn að rukka foringjann um leigu nú þegar hann er horfinn úr Framsóknarflokknum hlær Jónas. „Nei, nei. Það er mér að meinalausu þótt hann sé með lögheimili hjá mér,“ segir þekktasti lögheimilisgestgjafi landsins að lokum léttur í bragði.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira