Skrautlegar fyrri níu hjá Valdísi á lokahringnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2017 11:03 Valdís Þóra Jónsdóttir verður að herða sig á seinni níu. MYND/GSIMYNDIR.NET/SETH Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er þremur höggum frá efsta sætinu á Saler Valencia-mótinu í golfi eftir fyrri níu holurnar á lokahringnum sem hófst í morgun. Mótið er hluti af LET Access-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu en fyrir lokahringinn var Valdís jöfn hinni sænsku Emmu Nilsson á fimm höggum undir pari. Dagurinn fór ekki vel af stað hjá Valdísi sem fékk skolla bæði á annarri og þriðju braut sem eru par þrjú og par fjögur. Valdís Þóra fékk svo fugl á fimmtu braut en tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu. Hún lauk svo þessum skrautlegu fyrri níu holum á öðrum fugli dagsins á níundu braut sem er par þrjú. Skagamærin er því tveimur höggum yfir pari í dag og á þremur höggum undir pari í heildina en hún fór á kostum á fyrsta hring sem hún spilaði á sex höggum undir pari. Sú sænska heldur efsta sætinu en hún er einu höggi undir pari eftir fyrri níu og sex höggum undir pari í heildina. Valdís er nokkuð örugg í öðru sætinu enn sem komið er en næstu konur eru á parinu. Golf Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er þremur höggum frá efsta sætinu á Saler Valencia-mótinu í golfi eftir fyrri níu holurnar á lokahringnum sem hófst í morgun. Mótið er hluti af LET Access-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu en fyrir lokahringinn var Valdís jöfn hinni sænsku Emmu Nilsson á fimm höggum undir pari. Dagurinn fór ekki vel af stað hjá Valdísi sem fékk skolla bæði á annarri og þriðju braut sem eru par þrjú og par fjögur. Valdís Þóra fékk svo fugl á fimmtu braut en tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu. Hún lauk svo þessum skrautlegu fyrri níu holum á öðrum fugli dagsins á níundu braut sem er par þrjú. Skagamærin er því tveimur höggum yfir pari í dag og á þremur höggum undir pari í heildina en hún fór á kostum á fyrsta hring sem hún spilaði á sex höggum undir pari. Sú sænska heldur efsta sætinu en hún er einu höggi undir pari eftir fyrri níu og sex höggum undir pari í heildina. Valdís er nokkuð örugg í öðru sætinu enn sem komið er en næstu konur eru á parinu.
Golf Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira