Gylfi í viðtali á FIFA.com: Ísland hefur engu að tapa á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 22:45 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn í viðtal á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Gylfi skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir Jóhann Berg Guðmundsson þegar íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlinum og sæti á HM með 2-0 sigri á Kósóvó á dögunum. Gylfi var alls með fjögur mörk í undankeppninni. „Þetta var frábær tilfinning,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu á heimasíðu FIFA. „Ég var að vonast til að geta hjálpað liðinu með marki og það var því góð tilfinning að skora í svona mikilvægum leik,“ sagði Gylfi. „Við höfum verið að spila marga stóra leiki á síðustu fjórum til fimm árum. Í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu, í undankeppni EM 2016 og svo í þessari undankeppni. Allir leikirnir að undanförnu hafa síðan verið gríðarlega mikilvægir. Mér finnst við höfum verið að bæta okkur í þessum stóru leikjum því fyrir fimm til sex árum þá réðum við ekki við þá. Nú er liðið miklu betur tilbúið í þessa leiki og liðið er líka betra en þar var,“ sagði Gylfi. „Þegar ég horfði til baka þá voru umspilsleikirnir fyrir HM 2013 mjög mikilvægir fyrir okkur. Við vissum nefnilega hversu illa okkur leið eftir það tap og hversu mikil vonbrigði það voru að komast svona nálægt þessu en komast ekki alla leið á HM. Nú höfum við komist inn á tvö stórmót í röð og það er mikið afrek fyrir okkar þjóð,“ sagði Gylfi. Gylfi horfir bjartsýnum augum til næsta sumars en það kemur þó ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvaða lið verða með Íslandi í riðli. En hvað getur Ísland gert á HM í Rússlandi? „Við verðum að sjá í hvernig riðli við lendum en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslitin. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum engu að tapa. Við verðum bara að mæta til leiks á HM með sama hugarfar og á EM í Frakklandi,“ sagði Gylfi. „Það hafa allir verið að bíða eftir að íslenskur fótbolta nái að taka þetta skref. Nú er það að gerast og því fylgir frábær tilfinning. Okkur öllum hlakkar til að fara til Rússland og að sjálfsögðu að sjá Víkingaklappið á HM,“ sagði Gylfi en það má lesa allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn í viðtal á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Gylfi skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir Jóhann Berg Guðmundsson þegar íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlinum og sæti á HM með 2-0 sigri á Kósóvó á dögunum. Gylfi var alls með fjögur mörk í undankeppninni. „Þetta var frábær tilfinning,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu á heimasíðu FIFA. „Ég var að vonast til að geta hjálpað liðinu með marki og það var því góð tilfinning að skora í svona mikilvægum leik,“ sagði Gylfi. „Við höfum verið að spila marga stóra leiki á síðustu fjórum til fimm árum. Í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu, í undankeppni EM 2016 og svo í þessari undankeppni. Allir leikirnir að undanförnu hafa síðan verið gríðarlega mikilvægir. Mér finnst við höfum verið að bæta okkur í þessum stóru leikjum því fyrir fimm til sex árum þá réðum við ekki við þá. Nú er liðið miklu betur tilbúið í þessa leiki og liðið er líka betra en þar var,“ sagði Gylfi. „Þegar ég horfði til baka þá voru umspilsleikirnir fyrir HM 2013 mjög mikilvægir fyrir okkur. Við vissum nefnilega hversu illa okkur leið eftir það tap og hversu mikil vonbrigði það voru að komast svona nálægt þessu en komast ekki alla leið á HM. Nú höfum við komist inn á tvö stórmót í röð og það er mikið afrek fyrir okkar þjóð,“ sagði Gylfi. Gylfi horfir bjartsýnum augum til næsta sumars en það kemur þó ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvaða lið verða með Íslandi í riðli. En hvað getur Ísland gert á HM í Rússlandi? „Við verðum að sjá í hvernig riðli við lendum en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslitin. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum engu að tapa. Við verðum bara að mæta til leiks á HM með sama hugarfar og á EM í Frakklandi,“ sagði Gylfi. „Það hafa allir verið að bíða eftir að íslenskur fótbolta nái að taka þetta skref. Nú er það að gerast og því fylgir frábær tilfinning. Okkur öllum hlakkar til að fara til Rússland og að sjálfsögðu að sjá Víkingaklappið á HM,“ sagði Gylfi en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Sjá meira