Rúnar Alex varði víti og Nordsjælland fór á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 18:52 Rúnar Alex Rúnarsson varði víti í kvöld. Vísir/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti mjög góðan leik í marki Nordsjælland í kvöld þegar liðið vann í Árósum og komst í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nordsjælland vann þá 4-1 sigur á AGF en staðan var 2-1 í hálfleik. Rúnar Alex varði vítaspyrnu á 64. mínútu í stöðunni 3-1 fyrir Nordsjælland og bjargaði líka oft í góðum færum heimamanna í AGF. Ernest Asante kom Nordsjælland í 1-0 strax á 7. mínútu með sínu ellefta marki á tímabilinu. Rúnar Axel fékk á sig jöfnunarmark á 17. mínútu leiksins en Nordsjælland komst yfir fimm mínútum fyrir hálfleik með marki Mathias Jensen. Nordsjælland gerði síðan nánast út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar Emiliano Marcondes kom liðinu í 3-1 á 48. mínútu. Það var hinsvegar ekki alveg í höfn. Íslenski markvörðurinn sá til þess að heimamenn næðu að minnka muninn eftir rúmlega klukkutíma leik. Morten Duncan Rasmussen fékk víti á 64. mínútu en Rúnar Alex varði frá honum. Fimm mínútum seinna varði Rúnar Alex aftur meistaralega frá leikmönnum AGF.64' Men Alex redder Morten Duncan Rasmussen spark. Stærkt af islændingen i målet #AGFFCN 1-3 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Emiliano Marcondes skoraði sitt annað mark úr vítaspyrnu á 78. mínútu og kom Nordsjælland í 4-1. Rúnar Alex varði einu sinni frábærlega til viðbótar og þriggja marka sigur var í höfn.80' @runaralex er on fire, endnu en fremragende redning. Vifter Sanas spark mod krogen ud til hjørne #AGFFCN 1-4 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Þetta var þriðji sigur Nordsjælland í síðustu fjórum leikjum en liðið hafði tapað 4-0 fyrir Hobro í leiknum á undan sem þýddi að liðið missti af toppsætinu. Nordsjælland komst nú aftur upp fyrir Midtjylland sem á leik inni og hefur unnið fimm deildarleiki í röð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti mjög góðan leik í marki Nordsjælland í kvöld þegar liðið vann í Árósum og komst í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nordsjælland vann þá 4-1 sigur á AGF en staðan var 2-1 í hálfleik. Rúnar Alex varði vítaspyrnu á 64. mínútu í stöðunni 3-1 fyrir Nordsjælland og bjargaði líka oft í góðum færum heimamanna í AGF. Ernest Asante kom Nordsjælland í 1-0 strax á 7. mínútu með sínu ellefta marki á tímabilinu. Rúnar Axel fékk á sig jöfnunarmark á 17. mínútu leiksins en Nordsjælland komst yfir fimm mínútum fyrir hálfleik með marki Mathias Jensen. Nordsjælland gerði síðan nánast út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar Emiliano Marcondes kom liðinu í 3-1 á 48. mínútu. Það var hinsvegar ekki alveg í höfn. Íslenski markvörðurinn sá til þess að heimamenn næðu að minnka muninn eftir rúmlega klukkutíma leik. Morten Duncan Rasmussen fékk víti á 64. mínútu en Rúnar Alex varði frá honum. Fimm mínútum seinna varði Rúnar Alex aftur meistaralega frá leikmönnum AGF.64' Men Alex redder Morten Duncan Rasmussen spark. Stærkt af islændingen i målet #AGFFCN 1-3 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Emiliano Marcondes skoraði sitt annað mark úr vítaspyrnu á 78. mínútu og kom Nordsjælland í 4-1. Rúnar Alex varði einu sinni frábærlega til viðbótar og þriggja marka sigur var í höfn.80' @runaralex er on fire, endnu en fremragende redning. Vifter Sanas spark mod krogen ud til hjørne #AGFFCN 1-4 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Þetta var þriðji sigur Nordsjælland í síðustu fjórum leikjum en liðið hafði tapað 4-0 fyrir Hobro í leiknum á undan sem þýddi að liðið missti af toppsætinu. Nordsjælland komst nú aftur upp fyrir Midtjylland sem á leik inni og hefur unnið fimm deildarleiki í röð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira