Hvað gerist þegar búið er að telja atkvæðin? Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. október 2017 09:15 Frá talningu atkvæða í Brekkuskóla á Akureyri eftir kosningarnar í fyrra. vísir/svenni Í dag er kjördagur og minna en ár liðið frá síðustu þingkosningum. Þrátt fyrir að kosningar séu hér nú nánast árlegur viðburður ákvað Fréttablaðið að fara yfir ýmsa praktíska hluti varðandi kosningarnar. Meðal þess sem tæpt verður á er hvernig þú tryggir að atkvæði þitt sé gilt og hvernig þingsætum er úthlutað. Á sjötta tímanum í dag er skipt um kjörkassa í kjördeildum landsins. Fyrri kössunum er skutlað á talningastaði áður en kjörfundi lýkur og talningarfólk vinnur baki brotnu við að tryggja að fyrstu tölur liggi fyrir skömmu eftir að kjörstöðum verður lokað. Snemma í fyrramálið ættu lokatölur á landinu öllu að liggja fyrir. En þó að atkvæðafjöldi allra flokka liggi fyrir þá er ennþá eftir að deila þingsætum niður á þá „þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína“. Tilvitnunin er úr 31. gr. stjórnarskrár Íslands en í henni er kveðið á um kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta. Greinin er eitt þeirra ákvæða stjórnarskrárinnar sem hvað oftast hefur tekið breytingum. Því var síðast breytt árið 1999 til núverandi horfs. Með breytingunni var veitt heimild til að ákveða kjördæmaskipan með almennum lögum. Kjördæmi landsins eru alls sex en núverandi kjördæmaskipan hefur verið við lýði frá árinu 2003. Með breytingunum var stefnt að því að jafna atkvæðavægi en fyrir breytingarnar gat atkvæði Vestfirðings vegið allt að fjórfalt meira en atkvæði Reyknesings. Nú er kveðið á um að séu kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti helmingi færri í einu kjördæmi en öðru skuli færa þingsæti á milli kjördæmanna. Þetta hefur í tvígang gerst. Í bæði skiptin fjölgaði þingmönnum Suðvesturkjördæmis á kostnað Norðvesturkjördæmis. Einn jöfnunarmaður er í hverju landsbyggðarkjördæmi en tveir í Reykjavík og Kraganum. Í Norðvestur eru alls átta þingmenn, tíu í Suður- og Norðausturkjördæmi. Ellefu þingmenn eru í hvoru Reykjavíkurkjördæmi og að endingu eru þrettán í Suðvestur.Úthlutun kjördæmissæta Til að byrja með er kjördæmiskjörnum þingmönnum úthlutað í hverju kjördæmi fyrir sig. Við þann útreikning koma aðeins til álita atkvæði sem greidd eru af kjósendum þess kjördæmis. Við úthlutunina er notuð svokölluð D'Hondts-regla. Sú regla hefur verið notuð hér á landi við úthlutun þingsæta nær alla tíð. Reglan er afar einföld. Deilt er í atkvæðatölur framboðanna, fyrst með 1, síðan með 2, því næst með 3 o.s.frv. Gengið er á allar útkomutölurnar úr deilingunni og taka hæstu útkomurnar þingsæti þar til kjördæmissætin eru tæmd. Séu tvö framboð jöfn skal varpa hlutkesti til að ákvarða í hvaða röð þau hljóta þingsæti.Til skýringar höfum við búið til þykjustuland. Landið skiptist í þrjú kjördæmi, Landsbyggðina, Platbæ og Þykjustubæ. Íbúar landsins eru fyrirmyndarkjósendur. Allir mæta á kjörstað, enginn gerir ógilt og þetta árið skilaði enginn auðu. Hér sjáum við lokatölur úr stærsta kjördæminu, Landsbyggðinni, en í því eru sjö kjördæmisþingmenn.Y-listi nýtur mestrar hylli kjósenda og fær hann því fyrsta mann kjördæmisins. Síðan kemur fyrsti maður X-lista. Hluta þarf til um hvort Y eða Z fær þriðja manninn enda útkomutölurnar beggja flokka 1.500. Sama gildir um síðasta mann kjördæmisins, þann sjöunda (táknaður með ljósari litnum).Úthlutun jöfnunarsæta Ákvörðun jöfnunarsæta hefur í gegnum tíðina reynst mörgum öllu erfiðari viðureignar. Ákvörðun þeirra er tvíþætt, fyrst þarf að ákvarða hvaða framboð fá jöfnunarsæti og í hvaða röð. Því næst er ákveðið í hvaða kjördæmum þau fá sætin. Við úthlutun jöfnunarsæta þarf framboð að hafa hlotið minnst fimm prósent atkvæða á landsvísu. Hins vegar er ekkert sem útilokar að framboð geti ná kjördæmakjörnum manni inn þó það nái ekki yfir fimm prósenta þröskuldinn. Við heildarskiptingu jöfnunarsæta er D'Hondts-reglan brúkuð á nýjan leik. Heilaratkvæðatölu hvers flokks er deilt með þeim heiltölum sem koma í kjölfar á fjölda kjördæmissæta flokksins. Útkomur deilinganna eru kallaðar landstölur.Tölur úr öllum kjördæmunum þremur liggja fyrir og búið er að hluta um síðasta mann Landsbyggðarkjördæmisins. Var það Z-listi sem vann hlutkestið. Í Fyrirmyndarlandi, ímyndaða landinu okkar, eru samtals fjórir jöfnunarþingmenn, tveir á Landsbyggðinni en einn í hvorum bæ. Hér að neðan sjást landstölurnar.Hjá X-lista er fyrst deilt í heildaratkvæðin með /, síðan 8, þá 9 og loks 10. Hjá Y-lista eru það tölurnar 9, 10, 11 og 12 en hjá Z-lista eru það 6, 7, 8 og 9 sem eru notaðar.Z-listi er með hæstu landstöluna og fær því fyrsta jöfnunarþingmanninn. Þar á eftir kemur X-listi, þriðji jöfnunarmaðurinn fellur í hlut Y-lista og að endingu fær Z-listi annan jöfnunarmann. Þegar allt hefur verið talið fá X- og Z-listi því sjö þingmenn hvor en Y-listi endar með níu.Jöfnunarsætunum dreift á kjördæmi Þegar það liggur fyrir í hvaða röð flokkarnir taka jöfnunarsæti þarf að finna út í hvaða kjördæmi hvert sæti fellur. Það er gert með því að finna þann lista framboðsins sem um ræðir þar sem atkvæðatala er hæst hlutfall af heildartölu gildra atkvæða í hlutaðeigandi kjördæmi. Þegar öllum jöfnunarsætum kjördæmisins hefur verið úthlutað kemur það kjördæmi ekki frekar til álita við slíka úthlutun. Með öðrum orðum, flokkur getur lent í því að taka jöfnunarþingmann í því kjördæmi þar sem hann er veikastur fyrir.Hér að neðan sjást hlutfallstölur hvers lista fyrir sig í kjördæmunum. Hér að ofan fundum við út að fyrsti jöfnunarmaðurinn færi til Z og fellur hann til í því kjördæmi þar sem hlutfallstala hans er hæst.Z-listi fær sinn fyrsta mann í Þykjustubæ en þar er hans hæst. Með því lokar hann Þykjustubæjarkjördæminu. Næst tekur X-listi mann. Þó hans hæsta tala sé í Þykjustubæ þá hefur Z-listi klárað jöfnunarmenn kjördæmisins. Því tekur X-listi fyrri jöfnunarmann Landsbyggðarinnar af tveimur mögulegum. Y-listi fær mann í Platbæ sem skilur Z-lista nauðugan eftir með seinni mann Landsbyggðarinnar. Skiptir ekki nokkru máli þó hinar hlutfallstölur listans séu hærri. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Í dag er kjördagur og minna en ár liðið frá síðustu þingkosningum. Þrátt fyrir að kosningar séu hér nú nánast árlegur viðburður ákvað Fréttablaðið að fara yfir ýmsa praktíska hluti varðandi kosningarnar. Meðal þess sem tæpt verður á er hvernig þú tryggir að atkvæði þitt sé gilt og hvernig þingsætum er úthlutað. Á sjötta tímanum í dag er skipt um kjörkassa í kjördeildum landsins. Fyrri kössunum er skutlað á talningastaði áður en kjörfundi lýkur og talningarfólk vinnur baki brotnu við að tryggja að fyrstu tölur liggi fyrir skömmu eftir að kjörstöðum verður lokað. Snemma í fyrramálið ættu lokatölur á landinu öllu að liggja fyrir. En þó að atkvæðafjöldi allra flokka liggi fyrir þá er ennþá eftir að deila þingsætum niður á þá „þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína“. Tilvitnunin er úr 31. gr. stjórnarskrár Íslands en í henni er kveðið á um kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta. Greinin er eitt þeirra ákvæða stjórnarskrárinnar sem hvað oftast hefur tekið breytingum. Því var síðast breytt árið 1999 til núverandi horfs. Með breytingunni var veitt heimild til að ákveða kjördæmaskipan með almennum lögum. Kjördæmi landsins eru alls sex en núverandi kjördæmaskipan hefur verið við lýði frá árinu 2003. Með breytingunum var stefnt að því að jafna atkvæðavægi en fyrir breytingarnar gat atkvæði Vestfirðings vegið allt að fjórfalt meira en atkvæði Reyknesings. Nú er kveðið á um að séu kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti helmingi færri í einu kjördæmi en öðru skuli færa þingsæti á milli kjördæmanna. Þetta hefur í tvígang gerst. Í bæði skiptin fjölgaði þingmönnum Suðvesturkjördæmis á kostnað Norðvesturkjördæmis. Einn jöfnunarmaður er í hverju landsbyggðarkjördæmi en tveir í Reykjavík og Kraganum. Í Norðvestur eru alls átta þingmenn, tíu í Suður- og Norðausturkjördæmi. Ellefu þingmenn eru í hvoru Reykjavíkurkjördæmi og að endingu eru þrettán í Suðvestur.Úthlutun kjördæmissæta Til að byrja með er kjördæmiskjörnum þingmönnum úthlutað í hverju kjördæmi fyrir sig. Við þann útreikning koma aðeins til álita atkvæði sem greidd eru af kjósendum þess kjördæmis. Við úthlutunina er notuð svokölluð D'Hondts-regla. Sú regla hefur verið notuð hér á landi við úthlutun þingsæta nær alla tíð. Reglan er afar einföld. Deilt er í atkvæðatölur framboðanna, fyrst með 1, síðan með 2, því næst með 3 o.s.frv. Gengið er á allar útkomutölurnar úr deilingunni og taka hæstu útkomurnar þingsæti þar til kjördæmissætin eru tæmd. Séu tvö framboð jöfn skal varpa hlutkesti til að ákvarða í hvaða röð þau hljóta þingsæti.Til skýringar höfum við búið til þykjustuland. Landið skiptist í þrjú kjördæmi, Landsbyggðina, Platbæ og Þykjustubæ. Íbúar landsins eru fyrirmyndarkjósendur. Allir mæta á kjörstað, enginn gerir ógilt og þetta árið skilaði enginn auðu. Hér sjáum við lokatölur úr stærsta kjördæminu, Landsbyggðinni, en í því eru sjö kjördæmisþingmenn.Y-listi nýtur mestrar hylli kjósenda og fær hann því fyrsta mann kjördæmisins. Síðan kemur fyrsti maður X-lista. Hluta þarf til um hvort Y eða Z fær þriðja manninn enda útkomutölurnar beggja flokka 1.500. Sama gildir um síðasta mann kjördæmisins, þann sjöunda (táknaður með ljósari litnum).Úthlutun jöfnunarsæta Ákvörðun jöfnunarsæta hefur í gegnum tíðina reynst mörgum öllu erfiðari viðureignar. Ákvörðun þeirra er tvíþætt, fyrst þarf að ákvarða hvaða framboð fá jöfnunarsæti og í hvaða röð. Því næst er ákveðið í hvaða kjördæmum þau fá sætin. Við úthlutun jöfnunarsæta þarf framboð að hafa hlotið minnst fimm prósent atkvæða á landsvísu. Hins vegar er ekkert sem útilokar að framboð geti ná kjördæmakjörnum manni inn þó það nái ekki yfir fimm prósenta þröskuldinn. Við heildarskiptingu jöfnunarsæta er D'Hondts-reglan brúkuð á nýjan leik. Heilaratkvæðatölu hvers flokks er deilt með þeim heiltölum sem koma í kjölfar á fjölda kjördæmissæta flokksins. Útkomur deilinganna eru kallaðar landstölur.Tölur úr öllum kjördæmunum þremur liggja fyrir og búið er að hluta um síðasta mann Landsbyggðarkjördæmisins. Var það Z-listi sem vann hlutkestið. Í Fyrirmyndarlandi, ímyndaða landinu okkar, eru samtals fjórir jöfnunarþingmenn, tveir á Landsbyggðinni en einn í hvorum bæ. Hér að neðan sjást landstölurnar.Hjá X-lista er fyrst deilt í heildaratkvæðin með /, síðan 8, þá 9 og loks 10. Hjá Y-lista eru það tölurnar 9, 10, 11 og 12 en hjá Z-lista eru það 6, 7, 8 og 9 sem eru notaðar.Z-listi er með hæstu landstöluna og fær því fyrsta jöfnunarþingmanninn. Þar á eftir kemur X-listi, þriðji jöfnunarmaðurinn fellur í hlut Y-lista og að endingu fær Z-listi annan jöfnunarmann. Þegar allt hefur verið talið fá X- og Z-listi því sjö þingmenn hvor en Y-listi endar með níu.Jöfnunarsætunum dreift á kjördæmi Þegar það liggur fyrir í hvaða röð flokkarnir taka jöfnunarsæti þarf að finna út í hvaða kjördæmi hvert sæti fellur. Það er gert með því að finna þann lista framboðsins sem um ræðir þar sem atkvæðatala er hæst hlutfall af heildartölu gildra atkvæða í hlutaðeigandi kjördæmi. Þegar öllum jöfnunarsætum kjördæmisins hefur verið úthlutað kemur það kjördæmi ekki frekar til álita við slíka úthlutun. Með öðrum orðum, flokkur getur lent í því að taka jöfnunarþingmann í því kjördæmi þar sem hann er veikastur fyrir.Hér að neðan sjást hlutfallstölur hvers lista fyrir sig í kjördæmunum. Hér að ofan fundum við út að fyrsti jöfnunarmaðurinn færi til Z og fellur hann til í því kjördæmi þar sem hlutfallstala hans er hæst.Z-listi fær sinn fyrsta mann í Þykjustubæ en þar er hans hæst. Með því lokar hann Þykjustubæjarkjördæminu. Næst tekur X-listi mann. Þó hans hæsta tala sé í Þykjustubæ þá hefur Z-listi klárað jöfnunarmenn kjördæmisins. Því tekur X-listi fyrri jöfnunarmann Landsbyggðarinnar af tveimur mögulegum. Y-listi fær mann í Platbæ sem skilur Z-lista nauðugan eftir með seinni mann Landsbyggðarinnar. Skiptir ekki nokkru máli þó hinar hlutfallstölur listans séu hærri.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira