Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2017 14:30 Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Vísir/anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum þannig að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. „En þetta er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur tími og nú þegar kjördagur er runninn upp, bjartur og fagur, þá ætla ég að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn.“ Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Um kosningabaráttuna segir hann að auðvitað hafi hann verið til í að ræða meira um kosningamálin. „Bera stefnumálin saman, gefa kjósendum meiri kost á að bera saman það sem flokkarnir eru að boða. En það er erfitt að stýra því. Það koma upp hlutir og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist með svona skömmum fyrirvara þá getur það verið mjög erfitt að hafa mikla og djúpa umræðu um stefnuna. Ég held hins vegar að síðustu daga hafi umræðan um málefnin aukist og það er mjög gott.“ Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um íslensku þingkosningarnar í miðlum sínum í dag og síðustu daga og þar er oft dregin upp frekar ófögur mynd af stjórnmálunum hér á landi.Grein New York Times og grein pistlahöfundar Aftonbladet.New York Times birtir grein með mynd af Sigmundi með fyrirsögninni „Ísland gengur til kosninga í skugga hneykslismála, andstyggðar og vantrausts“. Í greininni líkir fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann sé með hóp stuðningsmanna sem myndu kjósa hann sama hvað. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Aðspurður um hvað honum finnist um þessa umfjöllun erlendra segist Sigmundur ekki hafa náð að fylgjast nógu vel með erlendu fjölmiðlunum síðustu daga. Hann hafi verið að einbeita sér að Íslandi. „En ég held að í þessu tilviki þá komi þetta eins og svo oft áður að miklu leyti héðan frá Íslandi. Mér finnst mjög dapurlegt þegar Íslendingar eru að nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu. Það má vitna í Winston Churchill sem sagði: „Ég legg það ekki í vana minn að gagnrýna mín eigin stjórnvöld erlendis, en ég bæti upp fyrir það þegar ég kem heim.“ Það mættu sumir hafa það til hliðsjónar,“ segir Sigmundur Davíð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum þannig að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. „En þetta er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur tími og nú þegar kjördagur er runninn upp, bjartur og fagur, þá ætla ég að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn.“ Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Um kosningabaráttuna segir hann að auðvitað hafi hann verið til í að ræða meira um kosningamálin. „Bera stefnumálin saman, gefa kjósendum meiri kost á að bera saman það sem flokkarnir eru að boða. En það er erfitt að stýra því. Það koma upp hlutir og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist með svona skömmum fyrirvara þá getur það verið mjög erfitt að hafa mikla og djúpa umræðu um stefnuna. Ég held hins vegar að síðustu daga hafi umræðan um málefnin aukist og það er mjög gott.“ Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um íslensku þingkosningarnar í miðlum sínum í dag og síðustu daga og þar er oft dregin upp frekar ófögur mynd af stjórnmálunum hér á landi.Grein New York Times og grein pistlahöfundar Aftonbladet.New York Times birtir grein með mynd af Sigmundi með fyrirsögninni „Ísland gengur til kosninga í skugga hneykslismála, andstyggðar og vantrausts“. Í greininni líkir fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann sé með hóp stuðningsmanna sem myndu kjósa hann sama hvað. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Aðspurður um hvað honum finnist um þessa umfjöllun erlendra segist Sigmundur ekki hafa náð að fylgjast nógu vel með erlendu fjölmiðlunum síðustu daga. Hann hafi verið að einbeita sér að Íslandi. „En ég held að í þessu tilviki þá komi þetta eins og svo oft áður að miklu leyti héðan frá Íslandi. Mér finnst mjög dapurlegt þegar Íslendingar eru að nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu. Það má vitna í Winston Churchill sem sagði: „Ég legg það ekki í vana minn að gagnrýna mín eigin stjórnvöld erlendis, en ég bæti upp fyrir það þegar ég kem heim.“ Það mættu sumir hafa það til hliðsjónar,“ segir Sigmundur Davíð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36