Kjörstöðum landsins lokað og talning atkvæða hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2017 22:15 Frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 64,54 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Það er tæpu einu prósenti meira en höfðu kosið á sama tíma í fyrra en kjörsókn á landinu öllu er ívið betri á flestum stöðum heldur en í þingkosningunum 2016. Kosningarnar eru fimmtu þingkosningarnar á síðustu 10 árum og þær 23. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ellefu flokkar eru í framboði en níu þeirra bjóða fram á landsvísu. Miðað við kannanir munu sjö flokkar ná inn á þing, þar af er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, og þá á einnig Flokkur fólksins möguleika á að ná mönnum inn á þing en í könnunum síðustu daga hefur hann mælst með eilítið minna en fimm prósent fylgi. Þá er útlit fyrir að einn ríkisstjórnarflokkurinn, Björt framtíð, detti út af þingi. Þjóðarpúls Gallup sem birtist daginn fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kannanirnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka eða 25,3 prósent fylgi. Þar á eftir komu Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Samfylkingin mældist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mældist með 9,7 prósent fylgi og vart mátti sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mældust með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn mældist með 8,2 fylgi í könnunni. Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við Þjóðarpúlsinn en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mældist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi. Kosningar 2017 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 64,54 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Það er tæpu einu prósenti meira en höfðu kosið á sama tíma í fyrra en kjörsókn á landinu öllu er ívið betri á flestum stöðum heldur en í þingkosningunum 2016. Kosningarnar eru fimmtu þingkosningarnar á síðustu 10 árum og þær 23. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ellefu flokkar eru í framboði en níu þeirra bjóða fram á landsvísu. Miðað við kannanir munu sjö flokkar ná inn á þing, þar af er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, og þá á einnig Flokkur fólksins möguleika á að ná mönnum inn á þing en í könnunum síðustu daga hefur hann mælst með eilítið minna en fimm prósent fylgi. Þá er útlit fyrir að einn ríkisstjórnarflokkurinn, Björt framtíð, detti út af þingi. Þjóðarpúls Gallup sem birtist daginn fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kannanirnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka eða 25,3 prósent fylgi. Þar á eftir komu Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Samfylkingin mældist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mældist með 9,7 prósent fylgi og vart mátti sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mældust með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn mældist með 8,2 fylgi í könnunni. Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við Þjóðarpúlsinn en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mældist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi.
Kosningar 2017 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira