Fyrstu tölur: Stóra spurningin hver mun vilja vinna með Sigmundi Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2017 23:43 Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn eru með þrjátíu og einn þingmann þegar fyrstu tölur hafa verið birtar á landinu öllu og þurfa einn þingmann til viðbótar til að ná meirihluta. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur bendir á þetta og segir að ef Vinstri græn ætla að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokkurinn þá þyrfti það að vera fimm flokka stjórn.Vinstri græn þyrftu þar með að leita til Samfylkingar, Viðreisnar, og Pírata og taka annað hvort Framsóknarflokkinn eða Miðflokkinn með í stjórn sem yrði afar ólíklegt segir Baldur. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingurVísirHann segir að það gæti orðið afar erfitt að mynda ríkisstjórn eftir kosningar miðað við þessar fyrstu tölur og spurning sem eftir stendur er hver muni vilja vinna með Sigmundi Davíð. Baldur segir að eins og staðan er núna gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn bætt við sig Flokki fólksins í ríkisstjórn og fengið þannig 35 manna meirihluta. „Framsóknarflokkurinn getur unnið til hægri og vinstri en stóra spurningin er hver getur unnið með Sigmundi,“ segir Baldur. Hann segir Vinstri græna einnig geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og þá væri hægt að taka hvaða flokk sem er með í þá stjórn til að ná meirihluta í þriggja flokka stjórn. Flokkur fólksins er með þrjá þingmenn þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar. Hann var ekki inni á þingi á könnunum vikuna fyrir kosningar. Inga Sæland, formaður flokksins, fór mikinn í leiðtogaumræðum á RÚV í gær þar sem hún beygði meðal annars af þegar hún talaði um hluta þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.Baldur segir þá frammistöðu Ingu mögulega hafa skilað einhverju en telur líklegra að flokkurinn hafi verið vanmetinn í könnunum, líkt og jafnan er með minni flokka. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn dala eilítið og Framsókn vinna varnarsigur. Vinstri græn bæta litlu við sig sem hann segir að hljóti að vera vonbrigði fyrir flokkinn miðað við stöðuna sem var uppi fyrir kosningar. Fjöldi þingmanna þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar.Vísir Kosningar 2017 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn eru með þrjátíu og einn þingmann þegar fyrstu tölur hafa verið birtar á landinu öllu og þurfa einn þingmann til viðbótar til að ná meirihluta. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur bendir á þetta og segir að ef Vinstri græn ætla að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokkurinn þá þyrfti það að vera fimm flokka stjórn.Vinstri græn þyrftu þar með að leita til Samfylkingar, Viðreisnar, og Pírata og taka annað hvort Framsóknarflokkinn eða Miðflokkinn með í stjórn sem yrði afar ólíklegt segir Baldur. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingurVísirHann segir að það gæti orðið afar erfitt að mynda ríkisstjórn eftir kosningar miðað við þessar fyrstu tölur og spurning sem eftir stendur er hver muni vilja vinna með Sigmundi Davíð. Baldur segir að eins og staðan er núna gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn bætt við sig Flokki fólksins í ríkisstjórn og fengið þannig 35 manna meirihluta. „Framsóknarflokkurinn getur unnið til hægri og vinstri en stóra spurningin er hver getur unnið með Sigmundi,“ segir Baldur. Hann segir Vinstri græna einnig geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og þá væri hægt að taka hvaða flokk sem er með í þá stjórn til að ná meirihluta í þriggja flokka stjórn. Flokkur fólksins er með þrjá þingmenn þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar. Hann var ekki inni á þingi á könnunum vikuna fyrir kosningar. Inga Sæland, formaður flokksins, fór mikinn í leiðtogaumræðum á RÚV í gær þar sem hún beygði meðal annars af þegar hún talaði um hluta þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.Baldur segir þá frammistöðu Ingu mögulega hafa skilað einhverju en telur líklegra að flokkurinn hafi verið vanmetinn í könnunum, líkt og jafnan er með minni flokka. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn dala eilítið og Framsókn vinna varnarsigur. Vinstri græn bæta litlu við sig sem hann segir að hljóti að vera vonbrigði fyrir flokkinn miðað við stöðuna sem var uppi fyrir kosningar. Fjöldi þingmanna þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar.Vísir
Kosningar 2017 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira