Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2017 02:15 Sigmundur Davíð á kosningavökunni fyrr í kvöld. vísir/anton brink Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. Hann sagði við gesti á kosningavökunni að þau væru saman í því að móta Íslandssöguna. Þá sagði Sigmundur Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, vera bandamann Miðflokksins. „Við erum stjórnmálaafl, ekki bara flokkur, heldur afl, hreyfing og erum nú þegar byrjuð að leggja línurnar í stjórnmálalífinu á Íslandi. Við erum byrjuð að hafa áhrif og þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða áhrif við munum hafa í framhaldinu,“ sagði Sigmundur. Hann sagði helstu keppinauta flokksins í kosningum hafa verið Sjálfstæðisflokkinn, Flokk fólksins og svo auðvitað Framsóknarflokkinn. „Hvað sjáum við svo í kvöld? Við sjáum viðsnúning á einum sólarhring. Á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn að verja sína stöðu og vinna varnarsigur. Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur. Ræðu Sigmundar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Mikil gleði á kosningavöku Miðflokksins þegar fyrstu tölur voru lesnar Fylgjast með gangi mála á Hótel Loftleiðum. 28. október 2017 22:42 Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. Hann sagði við gesti á kosningavökunni að þau væru saman í því að móta Íslandssöguna. Þá sagði Sigmundur Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, vera bandamann Miðflokksins. „Við erum stjórnmálaafl, ekki bara flokkur, heldur afl, hreyfing og erum nú þegar byrjuð að leggja línurnar í stjórnmálalífinu á Íslandi. Við erum byrjuð að hafa áhrif og þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða áhrif við munum hafa í framhaldinu,“ sagði Sigmundur. Hann sagði helstu keppinauta flokksins í kosningum hafa verið Sjálfstæðisflokkinn, Flokk fólksins og svo auðvitað Framsóknarflokkinn. „Hvað sjáum við svo í kvöld? Við sjáum viðsnúning á einum sólarhring. Á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn að verja sína stöðu og vinna varnarsigur. Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur. Ræðu Sigmundar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Mikil gleði á kosningavöku Miðflokksins þegar fyrstu tölur voru lesnar Fylgjast með gangi mála á Hótel Loftleiðum. 28. október 2017 22:42 Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Mikil gleði á kosningavöku Miðflokksins þegar fyrstu tölur voru lesnar Fylgjast með gangi mála á Hótel Loftleiðum. 28. október 2017 22:42
Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01
Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent