Konum fækkar mikið á þingi og elsti þingmaður lýðveldistímans að ná kjöri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2017 03:56 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins en aðeins fjórar konur ná kjöri fyrir flokkinn eins og staðan er núna, rétt fyrir klukkan fjögur á kosninganótt. vísir/ernir Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. Þá höfðu aldrei eins margar konur náð kjöri, eða alls 30, en nú eru 23 konur inni á þingi miðað við nýjustu tölur klukkan þrjú í nótt. Það þýðir að 40 karlar muni ná kjöri og verður kynjahlutfallið þá 63 prósent karlar á móti 37 prósent konum. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna hins vegar 48 prósent. Af þeim þingmönnum sem eru inni núna er Halldór Gunnarsson í Holti elsti þingmaðurinn sem nær kjöri en hann er jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi. Halldór er 76 ára, 9 mánaða og 14 daga og verður elsti þingmaður lýðveldistímans nái hann kjöri. Sitji hann út kjörtímabilið slær hann met Sighvats Árnasonar sem var tæplega 79 ára þegar hann lauk þingsetu í ágúst 1902. Halldór yrði því elsti þingmaður Íslandssögunnar klári hann kjörtímabilið. Alls 16 þingmenn missa sæti sín á þingi miðað við stöðuna eins og hún er nú, þar á meðal Teitur Björn Einarsson, Hildur Sverrisdóttir, Pawel Bartoszek, Andrés Ingi Jónsson og Gunnar Hrafn Jónsson.Uppfært klukkan 04:04: Hlutirnir gerast hratt á kosninganótt og nú er Halldór í Holti dottinn út af þingi. Það verður spennandi að sjá hvort að hann nái kjöri og verði þar með elsti þingmaðurinn til að ná kjöri á lýðveldistímanum. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20 Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. Þá höfðu aldrei eins margar konur náð kjöri, eða alls 30, en nú eru 23 konur inni á þingi miðað við nýjustu tölur klukkan þrjú í nótt. Það þýðir að 40 karlar muni ná kjöri og verður kynjahlutfallið þá 63 prósent karlar á móti 37 prósent konum. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna hins vegar 48 prósent. Af þeim þingmönnum sem eru inni núna er Halldór Gunnarsson í Holti elsti þingmaðurinn sem nær kjöri en hann er jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi. Halldór er 76 ára, 9 mánaða og 14 daga og verður elsti þingmaður lýðveldistímans nái hann kjöri. Sitji hann út kjörtímabilið slær hann met Sighvats Árnasonar sem var tæplega 79 ára þegar hann lauk þingsetu í ágúst 1902. Halldór yrði því elsti þingmaður Íslandssögunnar klári hann kjörtímabilið. Alls 16 þingmenn missa sæti sín á þingi miðað við stöðuna eins og hún er nú, þar á meðal Teitur Björn Einarsson, Hildur Sverrisdóttir, Pawel Bartoszek, Andrés Ingi Jónsson og Gunnar Hrafn Jónsson.Uppfært klukkan 04:04: Hlutirnir gerast hratt á kosninganótt og nú er Halldór í Holti dottinn út af þingi. Það verður spennandi að sjá hvort að hann nái kjöri og verði þar með elsti þingmaðurinn til að ná kjöri á lýðveldistímanum.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20 Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15
Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20
Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35