Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2017 11:27 Þetta er hið nýja þing í heild sinni. Grafík/Gvendur Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur, svo þær eru aðeins 38 prósent þingmanna. Til samanburðar fengu 33 karlar og 30 konur sæti á Alþingi eftir kosningarnar á síðasta ári. Árið 2013 voru konurnar á Alþingi 25 en árið 2009 voru þær 27. Eins og áður sagði taka 24 konur sæti á Alþingi núna og hafa ekki verið færri síðan árið 2007 þegar þær voru 20 og karlarnir 43. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru fjórar konur og tólf karlar sem taka sæti á Alþingi. Konurnar sem taka sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Sex konur taka sæti á Alþingi fyrir Vinstri græn en fimm karlar. Konurnar eru þær Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Hjá Samfylkingunni er kynjahlutfallið þannig að í þingflokknum eru þrjár konur og fjórir karlmenn. Konurnar sem taka sæti fyrir Samfylkinguna eru þær Oddný G. Harðardóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Hjá Miðflokknum er aðeins ein kona en karlarnir eru sex. Konan sem tekur sæti fyrir Miðflokkinn er Anna Kolbrún Árnadóttir. Fimm konur taka sæti á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins en þrír karlar. Konurnar eru þær Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Í þingflokki Pírata eru tvær konur og fjórir karlar. Konurnar eru þær Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen. Inga Sæland er eina konan í Flokki fólksins sem tekur sæti á Alþingi en þrír karlar úr flokknum taka sæti. Hjá Viðreisn eru kynjahlutföllin algjörlega jöfn innan þingflokksins, tvær konur og tveir karlar. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson taka sæti á Alþingi fyrir Viðreisn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17 Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur, svo þær eru aðeins 38 prósent þingmanna. Til samanburðar fengu 33 karlar og 30 konur sæti á Alþingi eftir kosningarnar á síðasta ári. Árið 2013 voru konurnar á Alþingi 25 en árið 2009 voru þær 27. Eins og áður sagði taka 24 konur sæti á Alþingi núna og hafa ekki verið færri síðan árið 2007 þegar þær voru 20 og karlarnir 43. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru fjórar konur og tólf karlar sem taka sæti á Alþingi. Konurnar sem taka sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Sex konur taka sæti á Alþingi fyrir Vinstri græn en fimm karlar. Konurnar eru þær Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Hjá Samfylkingunni er kynjahlutfallið þannig að í þingflokknum eru þrjár konur og fjórir karlmenn. Konurnar sem taka sæti fyrir Samfylkinguna eru þær Oddný G. Harðardóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Hjá Miðflokknum er aðeins ein kona en karlarnir eru sex. Konan sem tekur sæti fyrir Miðflokkinn er Anna Kolbrún Árnadóttir. Fimm konur taka sæti á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins en þrír karlar. Konurnar eru þær Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Í þingflokki Pírata eru tvær konur og fjórir karlar. Konurnar eru þær Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen. Inga Sæland er eina konan í Flokki fólksins sem tekur sæti á Alþingi en þrír karlar úr flokknum taka sæti. Hjá Viðreisn eru kynjahlutföllin algjörlega jöfn innan þingflokksins, tvær konur og tveir karlar. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson taka sæti á Alþingi fyrir Viðreisn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17 Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17
Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44