Kynjahlutfallið á Alþingi: „Ofboðslega sorglegt að sjá þessa þróun“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2017 13:45 Formenn flokkanna ræddu úrslit kosninganna í hádeginu á Stöð 2 og höfðu margir þeirra áhyggjur af kynjahlutfallinu í þingflokkunum. Vísir/Anton Brink Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur. Af þeim 19 þingmönnum sem koma nýir inn á Alþingi eru 13 karlar og aðeins sex konur. Formenn stjórnarflokkanna ræddu úrslit kosninganna við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í hádeginu. Leiðtogarnir ræddu þar meðal annars breytingarnar á kynjahlutfallinu á Alþingi á milli kosninga. „Hvernig hlutur kvenna er að minnka mikið og það er breyta sem að hvaða ríkisstjórn sem að tekur við völdum hún verður markvisst að taka það ferli, hvernig við ætlum að byggja upp enn frekar jafnréttismálin. Auðvitað mega nokkrir flokkar hér hugsa sinn gang hvað það varðar, en það mun skipta okkur mjög miklu máli í viðreisn.“ Þorgerður segir að það skipti miklu máli hvernig tekið sé á jafnréttismálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að það væri ekki ásættanleg staða að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins væru 12 karlar og fjórar konur. „Mér finnst það dapurt að það skyldi enda þannig og mér finnst að kjördæmin í mínum flokki þurfi að taka það til sín. Þau horfðu á þessa stöðu áður en það var gengið til kosninga.“ Nefndi hann að það hafi verið gerðar breytingar í sínu kjördæmi í fyrra sem hafi haldið sér núna en annars staðar hafi menn byggt fyrst og fremst á prófkjörunum. „Mér finnst þetta vond breyting og flokkurinn verður að taka það til sín og við inn í flokksstarfinu.“ Bjarni sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri með mjög öflugar konur í þingliði sínu og margar í framboði núna sem því miður hafi ekki náð inn. „Ég hef verið mjög ófeiminn við að beita mér þegar ég hef talið nauðsyn á því og ég hef haft svigrúm til þess og ég er mjög stoltur af því til dæmis að við skyldum gera Þórdísi Kolbrúnu að ráðherra. Hún er yngsti ráðherra, kvenkyns, í sögunni.“ Hann tók það líka fram að hún hafi verið fyrsta konan sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus í þessu kjördæmi. „Við eigum margar efnilegar stjórnmálakonur í flokknum. Það er enginn skortur á konum, við þurfum bara að gefa þeim betra tækifæri.“Þetta er hið nýja þing í heild sinni. Kynjaskiptingin er þannig að karlarnir eru 39 en konurnar 24.Grafík/Gvendur„Meiri hluti okkar þingmanna eru konur nú eins og síðast,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri græna. „Það er ekki síst vegna þess að við erum femínískur flokkur og við höfum sett það í okkar strúktúr í rauninni að ekki skuli halla á konur í okkar starfi.“Hún segir að breytingarnar sem við erum að sjá núna á kynjahlutfallinu á Alþingi sé afturför.* „Þetta minnir okkur á það hvað misrétti kynjanna er í raun og veru rótgróið.“ Vitnaði Katrín svo í John Stuart Mill að þetta væri rótgrónasta vandamálið af því að það búi í okkur öllum og þess vegna væri svo erfitt að breyta þessu. „Ég held að það sé umhugsunarefni fyrir okkur sem hér sitjum, hvernig ætlum við þá að vinna gegn þessu rótgróna misrétti?“ Sagði hún að til þess þyrfti rótgrónar aðgerðir. Helgi Hrafn Gunnarsson oddviti Pírata í Reykjavík tók undir að þetta væri mikil afturför. „Ég bjóst bara ekki við þessu ef ég á að segja alveg eins og er, vegna þess að þróunin var orðin svo jákvæð í seinustu kosningum og þá var þetta næstum því helmingur.“ Segir hann að nokkrir þingflokksformenn hafi eiginlega verið að undirbúa femínískt samsæri á síðasta kjörtímabili, að koma fleiri konum inn sem varaþingmönnum, en það hafi aldrei gerst. „Það á ekkert að þurfa. Þetta á að geta komið náttúrulega án þess að það séu kynjakvótar eða fléttulistar. Þess vegna er svo ofboðslega sorglegt að sjá þessa þróun.“Hér fyrir neðan má sjá viðræður formannanna í heild sinni: Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 29. október 2017 11:27 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur. Af þeim 19 þingmönnum sem koma nýir inn á Alþingi eru 13 karlar og aðeins sex konur. Formenn stjórnarflokkanna ræddu úrslit kosninganna við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í hádeginu. Leiðtogarnir ræddu þar meðal annars breytingarnar á kynjahlutfallinu á Alþingi á milli kosninga. „Hvernig hlutur kvenna er að minnka mikið og það er breyta sem að hvaða ríkisstjórn sem að tekur við völdum hún verður markvisst að taka það ferli, hvernig við ætlum að byggja upp enn frekar jafnréttismálin. Auðvitað mega nokkrir flokkar hér hugsa sinn gang hvað það varðar, en það mun skipta okkur mjög miklu máli í viðreisn.“ Þorgerður segir að það skipti miklu máli hvernig tekið sé á jafnréttismálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að það væri ekki ásættanleg staða að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins væru 12 karlar og fjórar konur. „Mér finnst það dapurt að það skyldi enda þannig og mér finnst að kjördæmin í mínum flokki þurfi að taka það til sín. Þau horfðu á þessa stöðu áður en það var gengið til kosninga.“ Nefndi hann að það hafi verið gerðar breytingar í sínu kjördæmi í fyrra sem hafi haldið sér núna en annars staðar hafi menn byggt fyrst og fremst á prófkjörunum. „Mér finnst þetta vond breyting og flokkurinn verður að taka það til sín og við inn í flokksstarfinu.“ Bjarni sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri með mjög öflugar konur í þingliði sínu og margar í framboði núna sem því miður hafi ekki náð inn. „Ég hef verið mjög ófeiminn við að beita mér þegar ég hef talið nauðsyn á því og ég hef haft svigrúm til þess og ég er mjög stoltur af því til dæmis að við skyldum gera Þórdísi Kolbrúnu að ráðherra. Hún er yngsti ráðherra, kvenkyns, í sögunni.“ Hann tók það líka fram að hún hafi verið fyrsta konan sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus í þessu kjördæmi. „Við eigum margar efnilegar stjórnmálakonur í flokknum. Það er enginn skortur á konum, við þurfum bara að gefa þeim betra tækifæri.“Þetta er hið nýja þing í heild sinni. Kynjaskiptingin er þannig að karlarnir eru 39 en konurnar 24.Grafík/Gvendur„Meiri hluti okkar þingmanna eru konur nú eins og síðast,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri græna. „Það er ekki síst vegna þess að við erum femínískur flokkur og við höfum sett það í okkar strúktúr í rauninni að ekki skuli halla á konur í okkar starfi.“Hún segir að breytingarnar sem við erum að sjá núna á kynjahlutfallinu á Alþingi sé afturför.* „Þetta minnir okkur á það hvað misrétti kynjanna er í raun og veru rótgróið.“ Vitnaði Katrín svo í John Stuart Mill að þetta væri rótgrónasta vandamálið af því að það búi í okkur öllum og þess vegna væri svo erfitt að breyta þessu. „Ég held að það sé umhugsunarefni fyrir okkur sem hér sitjum, hvernig ætlum við þá að vinna gegn þessu rótgróna misrétti?“ Sagði hún að til þess þyrfti rótgrónar aðgerðir. Helgi Hrafn Gunnarsson oddviti Pírata í Reykjavík tók undir að þetta væri mikil afturför. „Ég bjóst bara ekki við þessu ef ég á að segja alveg eins og er, vegna þess að þróunin var orðin svo jákvæð í seinustu kosningum og þá var þetta næstum því helmingur.“ Segir hann að nokkrir þingflokksformenn hafi eiginlega verið að undirbúa femínískt samsæri á síðasta kjörtímabili, að koma fleiri konum inn sem varaþingmönnum, en það hafi aldrei gerst. „Það á ekkert að þurfa. Þetta á að geta komið náttúrulega án þess að það séu kynjakvótar eða fléttulistar. Þess vegna er svo ofboðslega sorglegt að sjá þessa þróun.“Hér fyrir neðan má sjá viðræður formannanna í heild sinni:
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 29. október 2017 11:27 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 29. október 2017 11:27