Helga Vala segir að þetta sé „pínu sorglegt“ í ljósi þess að nú sé árið 2017. Helga Vala segir að einfaldlega sé raðað á framboðslista með þessum hætti. Það sé áhyggjuefni hvernig framtíðin verði.
„Maður sér það í rauninni á þessum tveimur ríkisstjórnum að þeir falla á ákveðnum siðferðisbresti hjá ákveðnum körlum þannig að ég hef smá áhyggjur af þessu.“
Helga Vala er síst ein um þessa skoðun en fjölmargir hafa látið í ljós óánægju sína með kynjahlutföll nýskipaðs Alþingis. Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan 2007.
Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í fullri lengd. Kristján Kristjánsson fékk til sín góða gesti, fulltrúa flokkanna og álitsgjafa, til þess að rýna í niðurstöður kosninganna.