Okkar menn þurfa ekkert umspil eða slíkt. Farseðilinn til Rússlands er tryggður og nú taka við margir æfingaleikir á meðan beðið verður eftir að flautað verður til leiks á HM á næsta ári.
KSÍ er fyrir löngu búið að velja sér stað í Rússlandi þar sem liðið mun dvelja og æfa á meðan mótinu stendur en bærinn sem varð fyrir valinu heitir Gelendzhik.
Gelendzhik er 55.000 manna strand- og ferðabannabær en hann stendur við Svartahafið. Á EM 2016 í Frakklandi voru strákarnir upp í fjöllum í smábænum Annecy og kunnu greinilega vel við sig í fámenninu.
Strákarnir munu gista á FIFA-hótel sem er lýst sem Spa- og sjávarparadís en þar er allt til alls svo mönnum líði sem best á meðan mótinu stendur.
Hér að neðan má sjá myndir frá staðnum þar sem strákarnir verða.



