Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín birtir styrkleikaflokkana á Twitter-síðu sinni en þeir liggja nánast fyrir þrátt fyrir að eftir sé umspil í öllum heimsálfum.
Ísland er eins og staðan er í 3. styrkleikaflokki með Króatíu, Danmörku, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi, Senegal og Íran. Þetta gæti þó aðeins breyst því fjögur af þessum liðum eru á leiðinni í umspil en Ísland er komið beint á heimsmeistaramótið.
Rússland, Þýskaland, Brasilía, Portúgal, Argentína, Belgía, Pólland og Frakkland eru í efsta styrkleikaflokki en Serbía, Nígería, Japan, Panama, Fílabeinsströndin, Suður-Kórean, Sádi-Arabía og Ástralía eða Hondúras.
SORTEO COPA DEL MUNDO: así serán los cuatro bombos del sorteo de la fase de grupos de #Rusia2018 (leed los 3 condicionantes). pic.twitter.com/u6pLBwJsyu
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 11, 2017
A-deild Þjóðadeildar
Frábær árangur íslenska liðsins hefur svo tryggt því sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA sem hefst haustið 2018 en það er upphaf undankeppni EM 2020.Ísland er ein af tólf þjóðum í A-deild og er því með eitt af tólf bestu liðum Evrópu. Ásamt strákunum okkar eru þar Þýskaland, Portúgal, Belgía, SPánn, Frakkland, England, Sviss, Ítalía, Pólland, Króatía og Holland.
Ekki er raðað í Þjóðadeildina eftir styrkleikalista FIFA heldur styrkleikalista UEFA þar sem lið fá stig eftir árangri í síðustu undankeppnum og stórmótum.
Dregið verður í fjóra þriggja liða riðla 24. janúar á næsta ári og fellur neðsta liðið í hverjum riðli niður í B-deild. Fyrstu sætin á EM fást í gegnum Þjóðadeildina en svo verður hefðbundin undankeppni spiluð frá mars til nóvember 2019.
CONFIRMED: The four leagues for the UEFA Nations League!
More details https://t.co/sg2Z1S9r78pic.twitter.com/zWM4xt288O
— UEFA EURO (@UEFAEURO) October 11, 2017